Hvers vegna ég segi nei við Icesave Baldvin Jónsson skrifar 9. apríl 2011 06:00 Þeir sem þekkja mig vita sem er að undanfarna daga hef ég verið í innri baráttu gagnvart komandi kosningum um nýju Icesave-lögin. Hvers vegna í baráttu? Jú, vegna þess að ég trúi því að við sem tökum þátt í umræðunni, þó misáberandi séum, berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Ég verð því að vega þetta mál út frá hagsmunum heildarinnar en ekki aðeins út frá mínum eigin hugmyndum eða stefnu Hreyfingarinnar. Fyrst, hvers vegna að segja já? Mér finnst að við eigum að standa við orð okkar. Það var gefið loforð um að Icesave væri ríkistryggt. En voru þetta okkar orð? Var ekki einfaldlega verið að lofa upp í ermina á okkur sem þjóð? Í hagkerfi sem er heilbrigt og þróast eðlilega þar sem ríkir opin samkeppni og framboð og eftirspurn eru ráðandi kraftar, þar myndi ég líklega samþykkja samning eins og Icesave III. Þar myndi ég trúa því að samþykki hans myndi opna á fjármagn frá útlöndum sem þá myndi koma hagkerfinu hér af stað með minnkandi atvinnuleysi og auknum tekjum hagkerfisins alls. Í þessu ímyndaða heilbrigða hagkerfi eru hins vegar afar litlar líkur á því að dæmisaga eins og Icesave-málið væri uppi á borðum. Afar litlar líkur á því að við bankahrun myndi afar stór hluti innviða samfélags falla þar sem sömu þræðir, viðskiptablokkir og fólk áttu stærstan hluta allra stærri fyrirtækja í landinu í oft mjög vafasömum innbyrðis þráðum og flækjum. Í raunveruleikanum sem við búum við í dag eru engar lánalínur að fara að opnast við enn meiri skuldsetningu þjóðarinnar. Engin risalán sem bíða í ofvæni eftir því að geta sett hér hagkerfið aftur af stað. Raunin okkar Íslendinga er sú að hér varð kerfishrun og við verðum að þora að horfast í augu við það. Hér hrundi ekki aðeins bankakerfi, heldur þéttofið viðskiptakerfi um leið sem snertir okkur landsmenn alla á flestum stöðum daglegs lífs. Þá varð hér augljóst stjórnmálakerfishrun á sama tíma, þar sem margir stjórnmálamenn voru mjög óþægilega tengdir ýmsum gjörningum í viðskiptalífinu og höfðu einnig á það mjög mikil áhrif hversu langt íslensku bankarnir gátu komist í siðlausum fölskum vexti sínum. Í Icesave III, eins og fyrri samningum, felst gríðarleg gengisáhætta sem og stórkostleg óvissa um hvort og þá hversu miklar eignir þrotabúsins geti gengið upp í greiðslur samningsins. Þegar eru í gangi dómsmál þar sem verður látið á það reyna hvort neyðarlögin haldi eður ei. Haldi þau ekki eru forsendur Icesave III algerlega hrundar og samningurinn fæst ekki samþykktur sem forgangskrafa í þrotabúið. Gerist það lendir heildarupphæðin af fullum þunga á íslensku þjóðinni með ríkisábyrgð. Það liggur alls ekki á því að klára samninginn núna áður en niðurstaða er komin í það mál. Að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-kröfurnar á þessum tímapunkti gríðarlegrar óvissu er einfaldlega eins og að spila rússneska rúllettu með afkomumöguleika þjóðarinnar. Ég segi því NEI í dag og hvet þig sterklega til hins sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja mig vita sem er að undanfarna daga hef ég verið í innri baráttu gagnvart komandi kosningum um nýju Icesave-lögin. Hvers vegna í baráttu? Jú, vegna þess að ég trúi því að við sem tökum þátt í umræðunni, þó misáberandi séum, berum ábyrgð á því sem við segjum og gerum. Ég verð því að vega þetta mál út frá hagsmunum heildarinnar en ekki aðeins út frá mínum eigin hugmyndum eða stefnu Hreyfingarinnar. Fyrst, hvers vegna að segja já? Mér finnst að við eigum að standa við orð okkar. Það var gefið loforð um að Icesave væri ríkistryggt. En voru þetta okkar orð? Var ekki einfaldlega verið að lofa upp í ermina á okkur sem þjóð? Í hagkerfi sem er heilbrigt og þróast eðlilega þar sem ríkir opin samkeppni og framboð og eftirspurn eru ráðandi kraftar, þar myndi ég líklega samþykkja samning eins og Icesave III. Þar myndi ég trúa því að samþykki hans myndi opna á fjármagn frá útlöndum sem þá myndi koma hagkerfinu hér af stað með minnkandi atvinnuleysi og auknum tekjum hagkerfisins alls. Í þessu ímyndaða heilbrigða hagkerfi eru hins vegar afar litlar líkur á því að dæmisaga eins og Icesave-málið væri uppi á borðum. Afar litlar líkur á því að við bankahrun myndi afar stór hluti innviða samfélags falla þar sem sömu þræðir, viðskiptablokkir og fólk áttu stærstan hluta allra stærri fyrirtækja í landinu í oft mjög vafasömum innbyrðis þráðum og flækjum. Í raunveruleikanum sem við búum við í dag eru engar lánalínur að fara að opnast við enn meiri skuldsetningu þjóðarinnar. Engin risalán sem bíða í ofvæni eftir því að geta sett hér hagkerfið aftur af stað. Raunin okkar Íslendinga er sú að hér varð kerfishrun og við verðum að þora að horfast í augu við það. Hér hrundi ekki aðeins bankakerfi, heldur þéttofið viðskiptakerfi um leið sem snertir okkur landsmenn alla á flestum stöðum daglegs lífs. Þá varð hér augljóst stjórnmálakerfishrun á sama tíma, þar sem margir stjórnmálamenn voru mjög óþægilega tengdir ýmsum gjörningum í viðskiptalífinu og höfðu einnig á það mjög mikil áhrif hversu langt íslensku bankarnir gátu komist í siðlausum fölskum vexti sínum. Í Icesave III, eins og fyrri samningum, felst gríðarleg gengisáhætta sem og stórkostleg óvissa um hvort og þá hversu miklar eignir þrotabúsins geti gengið upp í greiðslur samningsins. Þegar eru í gangi dómsmál þar sem verður látið á það reyna hvort neyðarlögin haldi eður ei. Haldi þau ekki eru forsendur Icesave III algerlega hrundar og samningurinn fæst ekki samþykktur sem forgangskrafa í þrotabúið. Gerist það lendir heildarupphæðin af fullum þunga á íslensku þjóðinni með ríkisábyrgð. Það liggur alls ekki á því að klára samninginn núna áður en niðurstaða er komin í það mál. Að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-kröfurnar á þessum tímapunkti gríðarlegrar óvissu er einfaldlega eins og að spila rússneska rúllettu með afkomumöguleika þjóðarinnar. Ég segi því NEI í dag og hvet þig sterklega til hins sama.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun