Það væri góð jólagjöf Jónas Þ. Þórisson skrifar 23. desember 2011 06:00 Nú er Hjálparstarf kirkjunnar að safna fyrir neyðarhjálp í Austur-Afríku og er sú hjálp unnin í samstarfi við ACT Alliance, alþjóðleg neyðar- og þróunarsamtök. Á þeim vettvangi er krafan um fagleg vinnubrögð og samstarf mjög mikil. Aðilar sem sinna slíkri hjálp skipta með sér verkum og sinna mismunandi hópum og þáttum hjálparstarfsins. Sömu lögmál gilda í hjálparstarfi á Íslandi. Sem betur fer eru vandamálin sem blasa við annars eðlis en nauðsynlegt er að skipuleggja starfið vel, skipta með sér verkum og líta til heildarhagsmuna þeirra sem njóta aðstoðar. Hjálparstarfið tók á þessu ári upp kortaleiðina í mataraðstoð, um leið var ráðgjafaþátturinn aukinn til muna. Kortin eru inneignarkort sem hægt er að nota í matvöruverslunum. Tekin var upp einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, fjármálaráðgjöf, matreiðslunámskeið og sjálfstyrkingarnámskeið. Öll ráðgjöf er veitt án endurgjalds. Þeir sem sækja um aðstoð þurfa að koma með gögn um tekjur og gjöld og síðan er neysluviðmið Umboðsmanns skuldara notað sem viðmið um hverjir geta fengið aðstoð. Þar sem kortaleiðin er dýrari reyndist nauðsynlegt að takmarka hópinn á höfuðborgarsvæðinu við barnafjölskyldur enda eru tvö önnur samtök að sinna mataraðstoð þar. En annars staðar á landinu geta allir fengið inneignarkortin. Hjálparstarfið veitir fjölbreytta aðstoð aðra en mataraðstoð og er hún öllum opin, má þar nefna stuðning við ungmenni í framhaldsskóla, vegna lyfjakostnaðar, tómstundaiðkunar barna og skólagöngu. Hjálparstarfið hefur í gegnum árin átt gott samstarf við marga aðila og í jólaaðstoð ársins var gott samstarf við Rauða krossinn og margar mæðrastyrksnefndir. Öll hjálparsamtök vinna gott starf og vilja vel en nauðsynlegt er að skipta með sér verkum og líta til heildarhagsmuna. Ekki er víst að allir geti fallist á nákvæmlega sömu starfsaðferðir en að ræða saman og koma heildarskipulagi á hjálparstarfið er nauðsynlegt og ber að stefna að á nýju ári. Það væri góð jólagjöf til þjóðarinnar. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú er Hjálparstarf kirkjunnar að safna fyrir neyðarhjálp í Austur-Afríku og er sú hjálp unnin í samstarfi við ACT Alliance, alþjóðleg neyðar- og þróunarsamtök. Á þeim vettvangi er krafan um fagleg vinnubrögð og samstarf mjög mikil. Aðilar sem sinna slíkri hjálp skipta með sér verkum og sinna mismunandi hópum og þáttum hjálparstarfsins. Sömu lögmál gilda í hjálparstarfi á Íslandi. Sem betur fer eru vandamálin sem blasa við annars eðlis en nauðsynlegt er að skipuleggja starfið vel, skipta með sér verkum og líta til heildarhagsmuna þeirra sem njóta aðstoðar. Hjálparstarfið tók á þessu ári upp kortaleiðina í mataraðstoð, um leið var ráðgjafaþátturinn aukinn til muna. Kortin eru inneignarkort sem hægt er að nota í matvöruverslunum. Tekin var upp einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, fjármálaráðgjöf, matreiðslunámskeið og sjálfstyrkingarnámskeið. Öll ráðgjöf er veitt án endurgjalds. Þeir sem sækja um aðstoð þurfa að koma með gögn um tekjur og gjöld og síðan er neysluviðmið Umboðsmanns skuldara notað sem viðmið um hverjir geta fengið aðstoð. Þar sem kortaleiðin er dýrari reyndist nauðsynlegt að takmarka hópinn á höfuðborgarsvæðinu við barnafjölskyldur enda eru tvö önnur samtök að sinna mataraðstoð þar. En annars staðar á landinu geta allir fengið inneignarkortin. Hjálparstarfið veitir fjölbreytta aðstoð aðra en mataraðstoð og er hún öllum opin, má þar nefna stuðning við ungmenni í framhaldsskóla, vegna lyfjakostnaðar, tómstundaiðkunar barna og skólagöngu. Hjálparstarfið hefur í gegnum árin átt gott samstarf við marga aðila og í jólaaðstoð ársins var gott samstarf við Rauða krossinn og margar mæðrastyrksnefndir. Öll hjálparsamtök vinna gott starf og vilja vel en nauðsynlegt er að skipta með sér verkum og líta til heildarhagsmuna. Ekki er víst að allir geti fallist á nákvæmlega sömu starfsaðferðir en að ræða saman og koma heildarskipulagi á hjálparstarfið er nauðsynlegt og ber að stefna að á nýju ári. Það væri góð jólagjöf til þjóðarinnar. Gleðileg jól.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar