Rómantísk jól Sr. Þórhallur Heimisson skrifar 23. desember 2011 06:00 Rómantík er eitthvað sem flestir þrá svona innst inni þó sumir telji sig of mikil hörkutól til að viðurkenna það fyrir öðrum. Rómantíkin felur í sér eitthvað gott, einhverja sælu, einhverja hamingju sem gefur lífinu gildi. En því miður þá leyfum við rómantíkinni allt of sjaldan að blómstra í lífi okkar. Og þess vegna förum við allt of oft á mis við hamingjuna og sæluna sem rómantíkin gefur okkur. Rómantíkin er látin bíða framtíðarinnar á meðan við látum okkur dreyma um betri tíð með blóm og rómantík í haga, sæta langa sæludaga. Það er staðreynd að mörg hjón hér á Íslandi lenda í erfiðleikum í sínu hjónabandi á lífsleiðinni. Sumum pörum tekst að vinna úr þessum erfiðleikum og nota reynsluna til að styrkja sambúðina. Önnur draga erfiðleikarnir til sambúðarslita. Erfiðleikarnir geta verið margvíslegir. Oft er það svo að of margar stundir hverfa í annríki daganna. Til að bæta upp hamingjuleysi, þreytu og stress grípa margir til flöskunnar. Áfengið kemur í stað rómantíkurinnar hjá pörum sem aldrei hafa gefið sér tíma til að rækta ástina. Áfengisneyslan bætist þá ofan á önnur vandamál sem íþyngja fjölskyldunni og eykur þreytuna og lífsleiðann. Ætli það séu ekki mörg börn sem kvíða helgum aðventunnar þegar drykkjan tekur völdin í lífi fjölskyldunnar? Ég er að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt fyrir þau pör sem eiga í erfiðleikum í sinni sambúð að nota tækifærið þessi jólin og áramótin til að gera hlutina öðruvísi en venjulega. Hvernig væri að einsetja sér að gera jólin og áramótin rómantísk fyrir alla fjölskylduna? Einhverjum þykir kannski ómögulegt að koma rómantíkinni að á hátíðunum þegar stressið er allt að færa í kaf. Sérstaklega ef lítið hefur farið fyrir henni að undanförnu. En það er ekki eins erfitt og margir halda. Fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um að forgangsraða á nýjan hátt. Jólin búa yfir öllu því sem til þarf að styrkja og efla sambandið, friði, kertaljósum, góðum mat og ást. Það er að segja, ef við látum ekki allan æsinginn í kringum okkur spilla fyrir okkur jólafriðnum og ræna frá okkur tímanum. Og ef við látum ekki áfengið taka völdin á hátíðinni. Sumir telja sér reyndar trú um að þeir geti ekki gefið rómantíkinni lausan tauminn nema áfengi sé notað til þess að brjóta niður einhverja múra. En áfengi er mesti óvinur ástarinnar. Og ef ástin er í molum er heimilislífið í molum. Á mörgum heimilum ógnar áfengisneysla jólafriðnum, því áfengið er notað sem flóttaleið frá vandanum sem býr undir niðri. Það er því best að láta drykkina eiga sig og gefa rómantíkinni tækifæri til að blómstra af fúsum og frjálsum vilja. Það er svo ekki nóg að annað ykkar taki ákvörðun um að forgangsraða upp á nýtt. Þið þurfið bæði að vera á sama máli, vera samstiga. Hver veit, ef vel tekst til, þá geta einmitt þessi jól orðið upphafið að nýju og farsælu ástarævintýri í ykkar sambandi. Og þetta verður örugglega besta jólagjöf barnanna ykkar. Vitið þið til. Gleðileg, rómantísk og áfengislaus jól – og áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Rómantík er eitthvað sem flestir þrá svona innst inni þó sumir telji sig of mikil hörkutól til að viðurkenna það fyrir öðrum. Rómantíkin felur í sér eitthvað gott, einhverja sælu, einhverja hamingju sem gefur lífinu gildi. En því miður þá leyfum við rómantíkinni allt of sjaldan að blómstra í lífi okkar. Og þess vegna förum við allt of oft á mis við hamingjuna og sæluna sem rómantíkin gefur okkur. Rómantíkin er látin bíða framtíðarinnar á meðan við látum okkur dreyma um betri tíð með blóm og rómantík í haga, sæta langa sæludaga. Það er staðreynd að mörg hjón hér á Íslandi lenda í erfiðleikum í sínu hjónabandi á lífsleiðinni. Sumum pörum tekst að vinna úr þessum erfiðleikum og nota reynsluna til að styrkja sambúðina. Önnur draga erfiðleikarnir til sambúðarslita. Erfiðleikarnir geta verið margvíslegir. Oft er það svo að of margar stundir hverfa í annríki daganna. Til að bæta upp hamingjuleysi, þreytu og stress grípa margir til flöskunnar. Áfengið kemur í stað rómantíkurinnar hjá pörum sem aldrei hafa gefið sér tíma til að rækta ástina. Áfengisneyslan bætist þá ofan á önnur vandamál sem íþyngja fjölskyldunni og eykur þreytuna og lífsleiðann. Ætli það séu ekki mörg börn sem kvíða helgum aðventunnar þegar drykkjan tekur völdin í lífi fjölskyldunnar? Ég er að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt fyrir þau pör sem eiga í erfiðleikum í sinni sambúð að nota tækifærið þessi jólin og áramótin til að gera hlutina öðruvísi en venjulega. Hvernig væri að einsetja sér að gera jólin og áramótin rómantísk fyrir alla fjölskylduna? Einhverjum þykir kannski ómögulegt að koma rómantíkinni að á hátíðunum þegar stressið er allt að færa í kaf. Sérstaklega ef lítið hefur farið fyrir henni að undanförnu. En það er ekki eins erfitt og margir halda. Fyrsta skrefið er að taka ákvörðun um að forgangsraða á nýjan hátt. Jólin búa yfir öllu því sem til þarf að styrkja og efla sambandið, friði, kertaljósum, góðum mat og ást. Það er að segja, ef við látum ekki allan æsinginn í kringum okkur spilla fyrir okkur jólafriðnum og ræna frá okkur tímanum. Og ef við látum ekki áfengið taka völdin á hátíðinni. Sumir telja sér reyndar trú um að þeir geti ekki gefið rómantíkinni lausan tauminn nema áfengi sé notað til þess að brjóta niður einhverja múra. En áfengi er mesti óvinur ástarinnar. Og ef ástin er í molum er heimilislífið í molum. Á mörgum heimilum ógnar áfengisneysla jólafriðnum, því áfengið er notað sem flóttaleið frá vandanum sem býr undir niðri. Það er því best að láta drykkina eiga sig og gefa rómantíkinni tækifæri til að blómstra af fúsum og frjálsum vilja. Það er svo ekki nóg að annað ykkar taki ákvörðun um að forgangsraða upp á nýtt. Þið þurfið bæði að vera á sama máli, vera samstiga. Hver veit, ef vel tekst til, þá geta einmitt þessi jól orðið upphafið að nýju og farsælu ástarævintýri í ykkar sambandi. Og þetta verður örugglega besta jólagjöf barnanna ykkar. Vitið þið til. Gleðileg, rómantísk og áfengislaus jól – og áramót.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar