Erlent

Málfrelsismenn flytji úr landi

Varðstaða Taílenskur hermaður stendur vörð fyrir framan mynd af Bhumibol Adulyadej, konungi Taílands. Nordic photos/AFP
Varðstaða Taílenskur hermaður stendur vörð fyrir framan mynd af Bhumibol Adulyadej, konungi Taílands. Nordic photos/AFP
Yfirmaður herafla Taílands hefur fengið nóg af gagnrýni á lög í landinu sem kveða á um þriggja til 15 ára fangelsi verði fólk uppvíst að því að móðga konungdæmið.

Prayuth Chan-ocha herforingi sagði í gær að hann teldi gagnrýni á lögin yfirdrifna og fólk sem vildi milda lögin vegna þess að þau hömluðu málfrelsi ætti að flytja úr landi.

Herinn er áhrifamikill í landinu, að hluta vegna tíðra valdarána hersins, síðast árið 2006.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×