Erlent

Tórínó-klæðin gætu verið ekta

Enn deilt um klæðin Margir trúa því að Kristur hafi verið grafinn í líkklæðunum í Tórínó. Mynd/XXX
Enn deilt um klæðin Margir trúa því að Kristur hafi verið grafinn í líkklæðunum í Tórínó. Mynd/XXX
Vísindamenn á Ítalíu hafa varpað nýju ljósi á ráðgátuna um líkklæði Krists sem jafnan eru kennd við borgina Tórínó þar sem þau eru til sýnis.

Deilur hafa lengi staðið um það hvort um sé að ræða líkklæði Krists, en á þeim má sjá móta fyrir líkama manns með skegg, sítt hár og sár á höndum og fótum. Margir telja að þau séu fölsun frá 13. eða 14. öld, en nýjustu rannsóknir segja að þá hafi ekki verið til tækni til að skapa myndina á klæðinu.

Er það vatn á myllu hinna trúuðu, en deilurnar munu eflaust standa enn um langa hríð.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×