Er lítill lyfjamarkaður á Íslandi ástæða lítils lyfjaframboðs? Jakob Falur Garðarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í síðasta mánuði kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Helsta niðurstaða hennar er sú að þrátt fyrir smæð íslenska lyfjamarkaðarins sé lyfjaverð hérlendis bæði sambærilegt við lyfjaverð í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við og í mörgum tilfellum sé lyfjaverð meira að segja lægra en í þessum löndum. Þetta verður efni næstu greinar í blaðinu þar sem ég mun bera saman verðlag á lyfjum og skoða það með tilliti til verðs í öðrum löndum. Í skýrslunni benti Ríkisendurskoðun jafnframt á smæð íslenska markaðarins sem ríka ástæðu fyrir minna framboði hér en á hinum Norðurlöndunum. Þótt önnur atriði geti hér einnig skipt máli er þetta vissulega rétt hjá Ríkisendurskoðun. Lyfjaframboð íslenska markaðsins samanborið við NorðurlöndinÍ skýrslu Ríkisendurskoðunar segir „að einungis séu um 3.300 lyfjavörunúmer til sölu á Íslandi meðan samsvarandi fjöldi annars staðar á Norðurlöndum er á bilinu 8.000 til 10.700“. Hér er vert að hafa í huga að Ríkisendurskoðun ber saman fjölda vörunúmera þar sem hver stærðarpakkning fær eigið vörunúmer. Hér á íslenskum markaði standa okkur ekki endilega til boða eins margar stærðir af pakkningum af sama lyfi samanborið við nágranna okkar á Norðurlöndum og það skýrir að hluta til þann mun sem Ríkisendurskoðun bendir á. Fréttaflutningur vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar gaf aftur á móti til kynna að hér væri bókstaflega skortur á lyfjum á íslenskum lyfjamarkaði þótt það sé alls ekki tilfellið. Hækkun gjaldskrár og meiri álögur hamla auknu lyfjaframboðiLíkt og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa 4.327 lyf gilt markaðsleyfi á Íslandi þótt aðeins 2.237 séu markaðsfærð hérlendis. Rökrétta skýringin á því ætti að liggja í smæð íslenska markaðarins sem framboðið tekur mið af. En fleira hangir á spýtunni. Ríkisendurskoðun bendir á að framboð á samheitalyfjum sé minna hér en í samanburðarlöndunum. Líkt og ég gat um í upphafi er lyfjaverð hérlendis sambærilegt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum og í sumum tilvikum lægra. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Við bendum þó á að ástæðan fyrir minna framboði á samheitalyfjum hér, samanborið við önnur lönd, geti meðal annars orsakast af aðgerðum stjórnvalda. Undanfarið hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingum á umgjörð lyfjamarkaðarins í heild, til dæmis með breyttri tilhögun á greiðsluþátttöku lyfja. Á sama tíma hafa neytendur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjaldtöku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Allt þetta hamlar mjög gegn auknu framboði lyfja á íslenska markaðnum. Því hafa frumlyfjaframleiðendur ítrekað gert stjórnvöldum grein fyrir því að hugsanlegar afleiðingar aðgerða þeirra geti haft í för með sér að lyf verði afskráð, tekin af markaði og að aðgerðirnar í heild geti til lengri tíma litið grafið undan lyfjamarkaðnum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar gefur því tilefni til að endurmeta hvort þau markmið sem stjórnvöld ásettu sér, þ.e. að tryggja gott lyfjaframboð á íslenskum lyfjamarkaði, hafi í raun náðst. Því miður bendir ýmislegt til að aðgerðir stjórnvalda hafi haft þveröfug áhrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar, Þróun lyfjakostnaðar 2008-2010. Helsta niðurstaða hennar er sú að þrátt fyrir smæð íslenska lyfjamarkaðarins sé lyfjaverð hérlendis bæði sambærilegt við lyfjaverð í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við og í mörgum tilfellum sé lyfjaverð meira að segja lægra en í þessum löndum. Þetta verður efni næstu greinar í blaðinu þar sem ég mun bera saman verðlag á lyfjum og skoða það með tilliti til verðs í öðrum löndum. Í skýrslunni benti Ríkisendurskoðun jafnframt á smæð íslenska markaðarins sem ríka ástæðu fyrir minna framboði hér en á hinum Norðurlöndunum. Þótt önnur atriði geti hér einnig skipt máli er þetta vissulega rétt hjá Ríkisendurskoðun. Lyfjaframboð íslenska markaðsins samanborið við NorðurlöndinÍ skýrslu Ríkisendurskoðunar segir „að einungis séu um 3.300 lyfjavörunúmer til sölu á Íslandi meðan samsvarandi fjöldi annars staðar á Norðurlöndum er á bilinu 8.000 til 10.700“. Hér er vert að hafa í huga að Ríkisendurskoðun ber saman fjölda vörunúmera þar sem hver stærðarpakkning fær eigið vörunúmer. Hér á íslenskum markaði standa okkur ekki endilega til boða eins margar stærðir af pakkningum af sama lyfi samanborið við nágranna okkar á Norðurlöndum og það skýrir að hluta til þann mun sem Ríkisendurskoðun bendir á. Fréttaflutningur vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar gaf aftur á móti til kynna að hér væri bókstaflega skortur á lyfjum á íslenskum lyfjamarkaði þótt það sé alls ekki tilfellið. Hækkun gjaldskrár og meiri álögur hamla auknu lyfjaframboðiLíkt og fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa 4.327 lyf gilt markaðsleyfi á Íslandi þótt aðeins 2.237 séu markaðsfærð hérlendis. Rökrétta skýringin á því ætti að liggja í smæð íslenska markaðarins sem framboðið tekur mið af. En fleira hangir á spýtunni. Ríkisendurskoðun bendir á að framboð á samheitalyfjum sé minna hér en í samanburðarlöndunum. Líkt og ég gat um í upphafi er lyfjaverð hérlendis sambærilegt við það sem gengur og gerist á Norðurlöndunum og í sumum tilvikum lægra. Þennan árangur má þakka samstilltu átaki stjórnvalda og frumlyfjaframleiðenda. Við bendum þó á að ástæðan fyrir minna framboði á samheitalyfjum hér, samanborið við önnur lönd, geti meðal annars orsakast af aðgerðum stjórnvalda. Undanfarið hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingum á umgjörð lyfjamarkaðarins í heild, til dæmis með breyttri tilhögun á greiðsluþátttöku lyfja. Á sama tíma hafa neytendur fundið fyrir hækkunum á gjaldskrám, aukinni gjaldtöku auk þess sem kostnaður hefur almennt aukist. Allt þetta hamlar mjög gegn auknu framboði lyfja á íslenska markaðnum. Því hafa frumlyfjaframleiðendur ítrekað gert stjórnvöldum grein fyrir því að hugsanlegar afleiðingar aðgerða þeirra geti haft í för með sér að lyf verði afskráð, tekin af markaði og að aðgerðirnar í heild geti til lengri tíma litið grafið undan lyfjamarkaðnum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar gefur því tilefni til að endurmeta hvort þau markmið sem stjórnvöld ásettu sér, þ.e. að tryggja gott lyfjaframboð á íslenskum lyfjamarkaði, hafi í raun náðst. Því miður bendir ýmislegt til að aðgerðir stjórnvalda hafi haft þveröfug áhrif.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun