Hönnunarstefna Íslands Björk Guðmundsdóttir skrifar 21. desember 2011 06:00 Hvað er hönnun? Er það starf? Líklegt er að tónlistarmenn kannist við þessa spurningu. Að mörgu leyti er líkt með tónlist og hönnun, varðandi það að sumir vinna þetta svolítið sem markaðsdrifnar tækniútfærslur en aðrir eru að þessu listarinnar vegna. Svo virðist sem hinu opinbera og sveitarfélögum finnist enn í lagi að hönnuðir gefi vinnu sína í samkeppnum, rétt eins og tónlistarmenn gera oft á tíðum vegna góðgerðatónleika. En myndu sömu stofnanir og fyrirtæki ætlast t.d. til þess að 15-20 smiðir gæfu vinnu sína eða 20-30 lögfræðingar gæfu vinnu sína – bara til að velja eina lausn sem hentaði stofnun hverju sinni? Nei, það held ég ekki. Landslagsarkitektúr liggur á milli hönnunar, list-, tæknifræði og raunvísinda. Landslagsarkitektúr er þverfaglegt háskólanám, sem byggist m.a. á kúrsum í plöntufræði, jarð- og landafræði, umhverfissálarfræði, vistfræði, listum og hönnun. Landslagsarkitektar hanna umhverfi út frá mannlegu atferli, rými, formi, fegurð og manngera umhverfi svo að það verði vistlegt, hagkvæmt og fallegt. Á dögunum var haldin hönnunarráðstefna á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, menntamála- og iðnaðarráðuneytisins og fleiri. Á dagskránni voru skemmtileg og áhugaverð erindi. Ég fagna áhuga iðnaðarráðherra á því að styðja og styrkja við hönnun á Íslandi. Það er allt of oft sem íslensk pólitík snýst einungis um eldri atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Einn fyrirlesarinn var Norðmaðurinn, Jan R. Stavik, hagfræðingur og framkvæmdastjóri norska hönnunarráðsins. Þetta var áhugavert erindi fyrir þær sakir að Norðmenn og Norðurlöndin, telja hönnun almennt skila miklu til baka til þjóðarbúsins. Þeir álíta ekki bara að gott sé að nota orðið „hönnun“ á tyllidögum eða að nóg sé að setja verðlaunafé í einstaka hönnunarsamkeppni á nokkurra ára fresti. Í huga almennings snýst hönnun um fatnað, sem er frábært að sé vel á veg komið. Hins vegar snýst hönnun ekki bara um að framleiða ákveðna vöru heldur líka um að hugsa upp aðferðir, hluti og ferla á nýjan hátt. Þannig þróast samfélög áfram inn í nýjar brautir. Allir þekkja stórfyrirtæki eins og Apple og Nokia sem hafa notað hönnun mikið og lengi. Ekki bara í vöruþróun heldur líka sem nýja hugsun í innviði, aðferðafræði og markaðsdrifna hugsun fyrirtækjanna. Af þeim fyrirtækjum sem nota hönnun sem hluta af verkferlum hafa 69% þróað nýja vöru eða þjónustu á seinustu þremur árum, en aðeins 28% þeirra sem ekki nota hönnun. Í ágústmánuði fór Apple hönnunarfyrirtækið upp fyrir Exxon olíurisann yfir verðmætustu fyrirtæki heims. Þrátt fyrir að það hafi staldrað stutt á toppnum er það táknrænt fyrir þau straumhvörf sem nú eru að eiga sér stað og ber vitni um mikilvægi heildrænnar hönnunar. Oft snýst nefnilega hönnun líka um nýsköpun þó að ekki sé hægt að aðgreina það í sundur. Landslagsarkitektúr snýst t.d. oftar en ekki um að finna sértæka lausn á tilteknu verkefni, sem er sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Þannig að í raun er viðskiptavinur að fá einstaka lausn án þess að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem liggur í lausninni. Við Íslendingar erum ósjaldan frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum, enda þótt við teljum hugsunarhátt okkar svipaðan og annarra í Skandínavíu. Við erum þó nokkrir eftirbátar þeirra í viðhorfi til hönnunar og verðmætamats hennar. Þegar viðkemur fjármagni í hönnun eigum við enn langt í land. Forsaga Hönnunarmiðstöðvar hófst 1985 með grasrótarsamtökunum FORM-Ísland samtök hönnuða. Á hinum Norðurlöndunum hefur stofnun hönnunarmiðstöðva komið ofan frá, þ.e. frá ríkinu og ríkið leggur veigamikla áherslu á að setja fjármagn í verkefnið. Tölur sýna að því meira fé sem eytt er í hönnun því mun meira skilar það sér til þjóðarbúsins. Þá er áhugavert að bera saman það fé sem sett er í aðrar listgreinar s.s. tónlist og ritstörf og hins vegar hönnun og arkitektúr. Allir vita hvað t.d. tónlist Bjarkar og fleiri listamanna hafa haft mikil áhrif á ferðamennsku, sem er orðin stór atvinnugrein. Það er mjög ánægjulegt að iðnaðarráðherra skuli hafa mikinn áhuga á málinu, og ég hvet Hönnunarmiðstöð og starfshóp um hönnunarstefnu Íslands, að klára vinnuna þannig að við getum haldið áfram að þróa hönnun, sem einn af máttarstólpum atvinnulífsins í framtíðinni. Veigamikið er að hafa nýjar atvinnugreinar að stefna að þar sem við vitum að náttúruauðlindir okkar eru ekki óþrjótandi og að framþróun felst í að þróa og finna nýjar lausnir. Að móta hönnunarstefnu er þýðingarmikið skref í að færa hönnun til vegs og virðingar í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Hvað er hönnun? Er það starf? Líklegt er að tónlistarmenn kannist við þessa spurningu. Að mörgu leyti er líkt með tónlist og hönnun, varðandi það að sumir vinna þetta svolítið sem markaðsdrifnar tækniútfærslur en aðrir eru að þessu listarinnar vegna. Svo virðist sem hinu opinbera og sveitarfélögum finnist enn í lagi að hönnuðir gefi vinnu sína í samkeppnum, rétt eins og tónlistarmenn gera oft á tíðum vegna góðgerðatónleika. En myndu sömu stofnanir og fyrirtæki ætlast t.d. til þess að 15-20 smiðir gæfu vinnu sína eða 20-30 lögfræðingar gæfu vinnu sína – bara til að velja eina lausn sem hentaði stofnun hverju sinni? Nei, það held ég ekki. Landslagsarkitektúr liggur á milli hönnunar, list-, tæknifræði og raunvísinda. Landslagsarkitektúr er þverfaglegt háskólanám, sem byggist m.a. á kúrsum í plöntufræði, jarð- og landafræði, umhverfissálarfræði, vistfræði, listum og hönnun. Landslagsarkitektar hanna umhverfi út frá mannlegu atferli, rými, formi, fegurð og manngera umhverfi svo að það verði vistlegt, hagkvæmt og fallegt. Á dögunum var haldin hönnunarráðstefna á vegum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, menntamála- og iðnaðarráðuneytisins og fleiri. Á dagskránni voru skemmtileg og áhugaverð erindi. Ég fagna áhuga iðnaðarráðherra á því að styðja og styrkja við hönnun á Íslandi. Það er allt of oft sem íslensk pólitík snýst einungis um eldri atvinnugreinar eins og sjávarútveg og landbúnað. Einn fyrirlesarinn var Norðmaðurinn, Jan R. Stavik, hagfræðingur og framkvæmdastjóri norska hönnunarráðsins. Þetta var áhugavert erindi fyrir þær sakir að Norðmenn og Norðurlöndin, telja hönnun almennt skila miklu til baka til þjóðarbúsins. Þeir álíta ekki bara að gott sé að nota orðið „hönnun“ á tyllidögum eða að nóg sé að setja verðlaunafé í einstaka hönnunarsamkeppni á nokkurra ára fresti. Í huga almennings snýst hönnun um fatnað, sem er frábært að sé vel á veg komið. Hins vegar snýst hönnun ekki bara um að framleiða ákveðna vöru heldur líka um að hugsa upp aðferðir, hluti og ferla á nýjan hátt. Þannig þróast samfélög áfram inn í nýjar brautir. Allir þekkja stórfyrirtæki eins og Apple og Nokia sem hafa notað hönnun mikið og lengi. Ekki bara í vöruþróun heldur líka sem nýja hugsun í innviði, aðferðafræði og markaðsdrifna hugsun fyrirtækjanna. Af þeim fyrirtækjum sem nota hönnun sem hluta af verkferlum hafa 69% þróað nýja vöru eða þjónustu á seinustu þremur árum, en aðeins 28% þeirra sem ekki nota hönnun. Í ágústmánuði fór Apple hönnunarfyrirtækið upp fyrir Exxon olíurisann yfir verðmætustu fyrirtæki heims. Þrátt fyrir að það hafi staldrað stutt á toppnum er það táknrænt fyrir þau straumhvörf sem nú eru að eiga sér stað og ber vitni um mikilvægi heildrænnar hönnunar. Oft snýst nefnilega hönnun líka um nýsköpun þó að ekki sé hægt að aðgreina það í sundur. Landslagsarkitektúr snýst t.d. oftar en ekki um að finna sértæka lausn á tilteknu verkefni, sem er sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar. Þannig að í raun er viðskiptavinur að fá einstaka lausn án þess að gera sér grein fyrir þeim verðmætum sem liggur í lausninni. Við Íslendingar erum ósjaldan frábrugðnir öðrum Norðurlandabúum, enda þótt við teljum hugsunarhátt okkar svipaðan og annarra í Skandínavíu. Við erum þó nokkrir eftirbátar þeirra í viðhorfi til hönnunar og verðmætamats hennar. Þegar viðkemur fjármagni í hönnun eigum við enn langt í land. Forsaga Hönnunarmiðstöðvar hófst 1985 með grasrótarsamtökunum FORM-Ísland samtök hönnuða. Á hinum Norðurlöndunum hefur stofnun hönnunarmiðstöðva komið ofan frá, þ.e. frá ríkinu og ríkið leggur veigamikla áherslu á að setja fjármagn í verkefnið. Tölur sýna að því meira fé sem eytt er í hönnun því mun meira skilar það sér til þjóðarbúsins. Þá er áhugavert að bera saman það fé sem sett er í aðrar listgreinar s.s. tónlist og ritstörf og hins vegar hönnun og arkitektúr. Allir vita hvað t.d. tónlist Bjarkar og fleiri listamanna hafa haft mikil áhrif á ferðamennsku, sem er orðin stór atvinnugrein. Það er mjög ánægjulegt að iðnaðarráðherra skuli hafa mikinn áhuga á málinu, og ég hvet Hönnunarmiðstöð og starfshóp um hönnunarstefnu Íslands, að klára vinnuna þannig að við getum haldið áfram að þróa hönnun, sem einn af máttarstólpum atvinnulífsins í framtíðinni. Veigamikið er að hafa nýjar atvinnugreinar að stefna að þar sem við vitum að náttúruauðlindir okkar eru ekki óþrjótandi og að framþróun felst í að þróa og finna nýjar lausnir. Að móta hönnunarstefnu er þýðingarmikið skref í að færa hönnun til vegs og virðingar í samfélaginu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun