Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 13,4 milljónum evra á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta jafngildir 2,2 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma fyrir ári nam hagnaður félagsins 3,3 milljónum evra.
Ráðgjafarfyrirtækið IFS Greining bendir á að afkomuna megi rekja til taps af sölu hlutabréfa í Össuri miðað við bókfærða stöðu hlutarins um áramótin. Eyrir seldi hlutinn í maí fyrir níu milljarða. Stærsta eign Eyris Invest er um 35% hlutur í Marel. - jab
Tapa eftir sölu á hlut í Össuri
