Erlent

Amager-maðurinn dæmdur sekur

Sekur var í gær dæmdur sekur um tvo morð og fjölda kynferðisafbrota á nær aldarfjórðungstímabili.
Sekur var í gær dæmdur sekur um tvo morð og fjölda kynferðisafbrota á nær aldarfjórðungstímabili.
Marcel Lychau Hansen, betur þekktur sem Amager-maðurinn, var í gær dæmdur sekur um tvö morð og sex nauðganir á rúmlega tuttugu ára millibili. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku þar sem hann er virkasti raðafbrotamaður í sögu landsins. Hansen verður ákvörðuð refsing á fimmtudag.

Lögreglu hafði ekki orðið ágengt í fjölda afbrota sem framin höfðu verið í Amager-bæjarhlutanum í Kaupmannahöfn um langt skeið.

Hreyfing komst hins vegar á málið þegar Hansen var handtekinn í fyrra vegna nauðgunar. Lífsýni og önnur sönnunargögn bendluðu hann við fyrrnefnda glæpi, en hann neitaði staðfastlega sök.

Mat dómarans var hins vegar að sannað þætti að hann hafi framið alla þá glæpi sem hann var ákærður fyrir, að undanskildu einu nauðgunarmálanna sjö sem hann var sakaður um.

Fyrsta málið sem Hansen var sakfelldur fyrir var morð á 73ja ára konu árið 1987, þegar hann sjálfur var 22ja ára. Síðasta málið var svo í fyrra, eins og áður sagði.

Við dómsuppkvaðninguna, hristi hinn ákærði höfuðið, líkt og í forundran, segir á vef Jótlandspóstsins, en í þéttsetnum salnum sat einnig fjölskylda Hansens auk nokkurra fórnarlamba hans.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×