Voru föllnu bankarnir ein stór svikamylla? Helgi Gunnlaugsson skrifar 17. desember 2011 11:00 Kastljós RÚV gaf okkur á dögunum áhugaverða innsýn í flókið net viðskipta föllnu bankanna með eigin bréf. Fyrir venjulega borgara líta gjörningar af þessu tagi út sem hreinræktaðar svikamyllur en dómstólarnir munu hugsanlega gefa okkur allt aðra mynd. Almennt er þó víðtæk samstaða í fræðaheiminum um að efnahagsbrot séu með alvarlegustu brotum samfélagsins og kostnaðurinn margfalt meiri en hlýst af venjulegum auðgunar- og strætisbrotum. Hins vegar er jafnljóst að viðbrögð samfélagsins og réttarvörslukerfisins eru í litlu samræmi við þennan alvarleika sem birtist t.d. í því að hvítflibbar eru sjaldséðir í fangelsum, ekki bara hér á landi, heldur víðar í V-Evrópu. Sumir telja ástæðuna felast í því að málin séu flókin og erfitt að sýna fram á saknæman ásetning meðan aðrir álíta löggjöfina sniðna að hagsmunum hinna auðugu og valdameiri. Stundum heyrum við að hart sé tekið á efnahagsbrotum í Bandaríkjunum og bent á Madoff og Enron-málið því til staðfestingar en þessi mál eru undantekningar. Sem dæmi má taka að engin víðtæk afbrotarannsókn er í gangi vegna fjármálakreppunar vestra þótt margir telji fulla ástæðu til. Rannsókn sérstaks saksóknaraRannsókn sérstaks saksóknara hér á landi vekur því óneitanlega mikla athygli og ekki bara hér á landi heldur erlendis líka. Umfangið er stórfellt og ef eitthvað svipað væri í gangi í Bandaríkjunum væru nokkur hundruð þúsund bankamanna með stöðu grunaðra á Wall Street, sem örugglega myndi sæta tíðindum í því landi. Af þessum sökum er brýnt að vandað sé til verka við rannsókn fjármálafyrirtækjanna. Málsmeðferðin verður að vera skotheld og dómsniðurstöður trúverðugar sem endurspegla allan málatilbúnaðinn. Ef málalyktir verða rýrar og almenningur fær á tilfinninguna að margir sleppi auðveldlega frá réttvísinni geta afleiðingarnar orðið dýrkeyptar. Því hvers vegna eiga venjulegir borgarar að fara eftir lögunum þegar efnamenn virðast komast upp með stórfelld brot án þess að lögum verði komið yfir þá? Og auðveldara verður fyrir síbrotamenn að réttlæta afbrotahegðan sína og erfiðara að fá þá til að snúa við blaðinu. Sumir fræðimenn telja alvarlegustu afleiðingar viðskiptabrota einmitt siðferðislegar. Traust almennings á fjármálakerfinu og opinberum stofnunum getur auðveldlega dvínað og erfitt getur reynst að endurheimta það. Mikið er því í húfi að rannsókn sérstaks saksóknara byggist á traustum grunni og dómstólarnir reynist vandanum vaxnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kastljós RÚV gaf okkur á dögunum áhugaverða innsýn í flókið net viðskipta föllnu bankanna með eigin bréf. Fyrir venjulega borgara líta gjörningar af þessu tagi út sem hreinræktaðar svikamyllur en dómstólarnir munu hugsanlega gefa okkur allt aðra mynd. Almennt er þó víðtæk samstaða í fræðaheiminum um að efnahagsbrot séu með alvarlegustu brotum samfélagsins og kostnaðurinn margfalt meiri en hlýst af venjulegum auðgunar- og strætisbrotum. Hins vegar er jafnljóst að viðbrögð samfélagsins og réttarvörslukerfisins eru í litlu samræmi við þennan alvarleika sem birtist t.d. í því að hvítflibbar eru sjaldséðir í fangelsum, ekki bara hér á landi, heldur víðar í V-Evrópu. Sumir telja ástæðuna felast í því að málin séu flókin og erfitt að sýna fram á saknæman ásetning meðan aðrir álíta löggjöfina sniðna að hagsmunum hinna auðugu og valdameiri. Stundum heyrum við að hart sé tekið á efnahagsbrotum í Bandaríkjunum og bent á Madoff og Enron-málið því til staðfestingar en þessi mál eru undantekningar. Sem dæmi má taka að engin víðtæk afbrotarannsókn er í gangi vegna fjármálakreppunar vestra þótt margir telji fulla ástæðu til. Rannsókn sérstaks saksóknaraRannsókn sérstaks saksóknara hér á landi vekur því óneitanlega mikla athygli og ekki bara hér á landi heldur erlendis líka. Umfangið er stórfellt og ef eitthvað svipað væri í gangi í Bandaríkjunum væru nokkur hundruð þúsund bankamanna með stöðu grunaðra á Wall Street, sem örugglega myndi sæta tíðindum í því landi. Af þessum sökum er brýnt að vandað sé til verka við rannsókn fjármálafyrirtækjanna. Málsmeðferðin verður að vera skotheld og dómsniðurstöður trúverðugar sem endurspegla allan málatilbúnaðinn. Ef málalyktir verða rýrar og almenningur fær á tilfinninguna að margir sleppi auðveldlega frá réttvísinni geta afleiðingarnar orðið dýrkeyptar. Því hvers vegna eiga venjulegir borgarar að fara eftir lögunum þegar efnamenn virðast komast upp með stórfelld brot án þess að lögum verði komið yfir þá? Og auðveldara verður fyrir síbrotamenn að réttlæta afbrotahegðan sína og erfiðara að fá þá til að snúa við blaðinu. Sumir fræðimenn telja alvarlegustu afleiðingar viðskiptabrota einmitt siðferðislegar. Traust almennings á fjármálakerfinu og opinberum stofnunum getur auðveldlega dvínað og erfitt getur reynst að endurheimta það. Mikið er því í húfi að rannsókn sérstaks saksóknara byggist á traustum grunni og dómstólarnir reynist vandanum vaxnir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar