Líknarþjónusta fyrir aldraða í 10 ár Bryndís Gestsdóttir skrifar 6. desember 2011 06:00 Í tilefni 10 ára afmælis líknardeildar aldraðra á Landakoti og fyrirhugaðrar lokunar hennar vegna niðurskurðar á fjárframlögum til Landspítala er gott að staldra við og horfa yfir farinn veg. Deildin var opnuð árið 2001 og var opnun hennar í takt við þá stefnumótun öldrunarsviðs að sérhæfa allar einingar innan þess. Ljóst var að legupláss vantaði fyrir aldraða sjúklinga með illkynja sjúkdóm á lokastigi þar sem unnt væri að veita þeim lífslokameðferð á skipulagðan og sérhæfðan hátt samkvæmt bestu þekkingu. Margir eru sammála um að líknarmeðferð sé áhrifarík leið til að auka gæði meðferðar við lífslok og hefur hún verið viðurkennd sem sérgrein innan hjúkrunar- og læknisfræðinnar víða um heim. Meginmarkmið hennar er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra með góðri einkennameðferð og fyrirbyggja þjáningar í stað þess að meðhöndla þær eingöngu þegar þær birtast. Ein af öldrunarlækningadeildum Landspítala á Landakoti tók að sér þetta hlutverk og á árunum 1998 til 2001 voru að jafnaði 2-4 legupláss frátekin til líknarmeðferðar. Reynslan sýndi að þörfin var mikil og ekki var unnt að verða við öllum beiðnum. Því var ákveðið að finna þjónustunni góðan stað og varð fimmta hæðin á Landakoti fyrir valinu. Á deildinni eru níu einbýli og var rík áhersla lögð á heimilislegt umhverfi við hönnun hennar. Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra studdi þær framkvæmdir á húsnæði sem gera þurfti en Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands gaf rafdrifin sjúkrarúm og annan húsbúnað á sjúkrastofur og hefur æ síðan stutt vel við starfsemina með ýmsum tækjakaupum. Styrktarsjóður Landakotsspítala gaf búnað í stofu, borðstofu og eldhús og þá hefur MND félagið reynst deildinni haukur í horni og fært henni ýmsar gjafir, svo sem í herbergi fyrir aðstandendur. Flestir sjúklinganna sem leggjast inn á deildina hafa illkynja mein en sjúklingum með aðra sjúkdóma, svo sem hjartabilun á lokastigi og hrörnunarsjúkdóma í taugakerfi, hefur einnig verið sinnt. Þá hafa sumir komið til að fá einkennameðferð, svo sem verkjastillingu, og dvalið í skamman tíma og farið aftur heim. Meðalaldur sjúklinga er nú 81,4 ár og meðallegutími er 27 dagar. Um 100 einstaklingar leggjast inn á hverju ári og er forgangsraðað í hvert pláss sem losnar. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort aldraðir hafi minni þörf fyrir sérhæfða líknarmeðferð en þeir sem yngri eru. Sjúklingar við lífslok finna fyrir mörgum íþyngjandi sjúkdómseinkennum og annarri vanlíðan án tillits til aldurs en þó hafa rannsóknir til dæmis sýnt að aldraðir fá almennt minna af verkjalyfjum en yngri sjúklingar og eru oft með verki, sem er áhyggjuefni. Vitað er að aldraðir nota oft önnur orð til að lýsa verkjum en þeir sem yngri eru og finna ef til vill ekki samsvörun í spurningalistum um verkjamat og hefur það væntanlega áhrif á minni verkjalyfjagjöf þeirra. Einnig getur skert vitræn færni gert sjúklingum erfitt um vik að tjá sig. Oft á tíðum er litið á aldraða sem einsleitan hóp en þeir eru eins mismunandi og mennirnir eru margir rétt eins og við öll sem eigum vonandi eftir að eldast líka. Þeir eru oft á tíðum að glíma við þá sorg að vera við lok lífs, svipað og yngra fólk. Aldraðir veikir einstaklingar eru frábrugðnir yngri sjúklingum að því leyti að þeir hafa aldurstengdar breytingar og eru oftar með langvinna sjúkdóma. Þeir geta því verið að glíma við fleiri og flóknari vandamál og hafa auk þess iðulega skerta líkamlega og vitræna færni. Því miður ríkja oft fordómar eða ýmsar fyrir fram gerðar hugmyndir í garð aldraðra, úti í þjóðfélaginu, meðal heilbrigðisstarfsmanna og meðal aldraðra sjálfra. Margir halda því til dæmis fram að einkenni eins og slappleiki, lystarleysi, verkir og úthaldsleysi tilheyri auknum aldri og við því sé ekkert að gera. Hve oft höfum við ekki heyrt sagt að elli kerlingu fylgi verkir og fólk þurfi bara að læra að lifa með þeim. Slík vanlíðan getur haft áhrif á daglegt líf og skert lífsgæði fólks. Góð einkennameðferð skilar árangri, án tillits til aldurs. Öldruðum er að fjölga hlutfallslega og meðalaldur að hækka. Með hækkuðum aldri aukast líkurnar á krabbameinum og öðrum lífsógnandi sjúkdómum með þungbær sjúkdómseinkenni. Þörfin fyrir góða líknarþjónustu fyrir aldraða í nútíð og framtíð er því mikil og vaxandi. Eftir 10 ára sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir aldraða á Landakoti á að leggja þjónustuna af þrátt fyrir mikla þörf. Er ekki komið að því að við sem þegnar í þessu þjóðfélagi spyrjum okkur hvernig heilbrigðisþjónustu við ætlum að veita? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í tilefni 10 ára afmælis líknardeildar aldraðra á Landakoti og fyrirhugaðrar lokunar hennar vegna niðurskurðar á fjárframlögum til Landspítala er gott að staldra við og horfa yfir farinn veg. Deildin var opnuð árið 2001 og var opnun hennar í takt við þá stefnumótun öldrunarsviðs að sérhæfa allar einingar innan þess. Ljóst var að legupláss vantaði fyrir aldraða sjúklinga með illkynja sjúkdóm á lokastigi þar sem unnt væri að veita þeim lífslokameðferð á skipulagðan og sérhæfðan hátt samkvæmt bestu þekkingu. Margir eru sammála um að líknarmeðferð sé áhrifarík leið til að auka gæði meðferðar við lífslok og hefur hún verið viðurkennd sem sérgrein innan hjúkrunar- og læknisfræðinnar víða um heim. Meginmarkmið hennar er að bæta lífsgæði sjúklinga og fjölskyldna þeirra með góðri einkennameðferð og fyrirbyggja þjáningar í stað þess að meðhöndla þær eingöngu þegar þær birtast. Ein af öldrunarlækningadeildum Landspítala á Landakoti tók að sér þetta hlutverk og á árunum 1998 til 2001 voru að jafnaði 2-4 legupláss frátekin til líknarmeðferðar. Reynslan sýndi að þörfin var mikil og ekki var unnt að verða við öllum beiðnum. Því var ákveðið að finna þjónustunni góðan stað og varð fimmta hæðin á Landakoti fyrir valinu. Á deildinni eru níu einbýli og var rík áhersla lögð á heimilislegt umhverfi við hönnun hennar. Framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra studdi þær framkvæmdir á húsnæði sem gera þurfti en Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands gaf rafdrifin sjúkrarúm og annan húsbúnað á sjúkrastofur og hefur æ síðan stutt vel við starfsemina með ýmsum tækjakaupum. Styrktarsjóður Landakotsspítala gaf búnað í stofu, borðstofu og eldhús og þá hefur MND félagið reynst deildinni haukur í horni og fært henni ýmsar gjafir, svo sem í herbergi fyrir aðstandendur. Flestir sjúklinganna sem leggjast inn á deildina hafa illkynja mein en sjúklingum með aðra sjúkdóma, svo sem hjartabilun á lokastigi og hrörnunarsjúkdóma í taugakerfi, hefur einnig verið sinnt. Þá hafa sumir komið til að fá einkennameðferð, svo sem verkjastillingu, og dvalið í skamman tíma og farið aftur heim. Meðalaldur sjúklinga er nú 81,4 ár og meðallegutími er 27 dagar. Um 100 einstaklingar leggjast inn á hverju ári og er forgangsraðað í hvert pláss sem losnar. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort aldraðir hafi minni þörf fyrir sérhæfða líknarmeðferð en þeir sem yngri eru. Sjúklingar við lífslok finna fyrir mörgum íþyngjandi sjúkdómseinkennum og annarri vanlíðan án tillits til aldurs en þó hafa rannsóknir til dæmis sýnt að aldraðir fá almennt minna af verkjalyfjum en yngri sjúklingar og eru oft með verki, sem er áhyggjuefni. Vitað er að aldraðir nota oft önnur orð til að lýsa verkjum en þeir sem yngri eru og finna ef til vill ekki samsvörun í spurningalistum um verkjamat og hefur það væntanlega áhrif á minni verkjalyfjagjöf þeirra. Einnig getur skert vitræn færni gert sjúklingum erfitt um vik að tjá sig. Oft á tíðum er litið á aldraða sem einsleitan hóp en þeir eru eins mismunandi og mennirnir eru margir rétt eins og við öll sem eigum vonandi eftir að eldast líka. Þeir eru oft á tíðum að glíma við þá sorg að vera við lok lífs, svipað og yngra fólk. Aldraðir veikir einstaklingar eru frábrugðnir yngri sjúklingum að því leyti að þeir hafa aldurstengdar breytingar og eru oftar með langvinna sjúkdóma. Þeir geta því verið að glíma við fleiri og flóknari vandamál og hafa auk þess iðulega skerta líkamlega og vitræna færni. Því miður ríkja oft fordómar eða ýmsar fyrir fram gerðar hugmyndir í garð aldraðra, úti í þjóðfélaginu, meðal heilbrigðisstarfsmanna og meðal aldraðra sjálfra. Margir halda því til dæmis fram að einkenni eins og slappleiki, lystarleysi, verkir og úthaldsleysi tilheyri auknum aldri og við því sé ekkert að gera. Hve oft höfum við ekki heyrt sagt að elli kerlingu fylgi verkir og fólk þurfi bara að læra að lifa með þeim. Slík vanlíðan getur haft áhrif á daglegt líf og skert lífsgæði fólks. Góð einkennameðferð skilar árangri, án tillits til aldurs. Öldruðum er að fjölga hlutfallslega og meðalaldur að hækka. Með hækkuðum aldri aukast líkurnar á krabbameinum og öðrum lífsógnandi sjúkdómum með þungbær sjúkdómseinkenni. Þörfin fyrir góða líknarþjónustu fyrir aldraða í nútíð og framtíð er því mikil og vaxandi. Eftir 10 ára sérhæfingu í líknarþjónustu fyrir aldraða á Landakoti á að leggja þjónustuna af þrátt fyrir mikla þörf. Er ekki komið að því að við sem þegnar í þessu þjóðfélagi spyrjum okkur hvernig heilbrigðisþjónustu við ætlum að veita?
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar