Slegið á puttana á hagsmunaaðilum lyfjamarkaðarins 2. desember 2011 06:00 Um leið og Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi, samtök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmunaaðilar lyfjamarkaðarins sendi velferðarráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðinum“, eins og fram kemur í Fréttablaðinu 14. nóvember sl. Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúruvara og fæðubótarefna. Það skýtur skökku við að hagsmunaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir náttúruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmargir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfjamarkaðarins. Eins og alkunna er hefur lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verstur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávísað á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahringur sem leiðir til enn meiri lyfjanotkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins. Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitneskju almennings um afdrifaríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifaríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðameðferð, Bowen-tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðnitækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana. Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi 1. Að dregið verði úr notkun verksmiðjuunninna lyfja í heilbrigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga. 2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar. 3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringarefna og hómópatískra remedía. 4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast. 5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjörlækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækningum. Miðað við fréttir undangenginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðisþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Um leið og Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi, samtök fólks um kjörlækningar (Integrative Medicine), gleðjast yfir að til standi endurskoðun á lyfjastefnu landsins og aukin verði neytendavernd, vekur það ugg að hagsmunaaðilar lyfjamarkaðarins sendi velferðarráðherra tillögur um að „auka samkeppni og skilvirkni og bæta starfsumhverfi á lyfjamarkaðinum“, eins og fram kemur í Fréttablaðinu 14. nóvember sl. Vilja hagsmunaaðilarnir auka frelsi til auglýsinga á lyfjum og selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í leiðinni vilja þeir herða eftirlit með sölu náttúruvara og fæðubótarefna. Það skýtur skökku við að hagsmunaaðilar í sölu kemískra lyfja reyni að setja fótinn fyrir náttúruvörur á Íslandi. Ætli það sé tengt því að nú hafa fjölmargir Íslendingar lokið margra ára námi í grasalækningum og hómópatíu erlendis? Þeir hafa getið sér góðan orðstír vegna góðs árangurs sem komið hefur fram í bættu heilsufari fjölmargra Íslendinga. Slíkt gefur af sér fjárhagslegan ábata fyrir þjóðarbúið en rýrir kjör hagsmunaaðila lyfjamarkaðarins. Eins og alkunna er hefur lyfjakostnaður heilbrigðiskerfisins aukist geigvænlega undanfarin ár. Kostnaðurinn er ekki verstur, því að aukaverkanir lyfja geta verið stórhættulegar og birtast oft í öðrum sjúkdómseinkennum. Í slíkum tilfellum er stundum ávísað á fleiri lyf til að kveða niður hin fölsku sjúkdómseinkenni. Þannig myndast lyfjavítahringur sem leiðir til enn meiri lyfjanotkunar og hærri lyfjakostnaðar. Allir geta séð að slíkt knýr áfram myllu lyfjamarkaðarins. Við erum á þröskuldi nýrrar þekkingar í meðhöndlun andlegra og líkamlegra sjúkdóma. Íslendingar hafa ekki verið eftirbátar annarra að tileinka sér menntun á sviði kjörlækninga. Með vitneskju almennings um afdrifaríkar afleiðingar aukaverkana lyfja, hafa æ fleiri hafnað hefðbundnum vestrænum lækningum og kosið nýjar leiðir t.a.m. áhrifaríkar meðferðir, eins og: hómópatíu, náttúrupatíu, næringarráðgjöf, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, svæðameðferð, Bowen-tækni, lífljóseinda-meðferð, tíðnitækjameðferð, NLP, HAM og jóga. Allt eru þetta aðferðir sem bæta heilsu á uppbyggjandi hátt án niðurbrjótandi aukaverkana. Heilsuhringurinn og Heilsufrelsi hvetja til áherslubreytinga í íslensku heilbrigðiskerfi 1. Að dregið verði úr notkun verksmiðjuunninna lyfja í heilbrigðiskerfinu með því að auka vægi heildrænna/náttúrulegra lækninga. Hafin verði herferð til kynningar á hinum ýmsu greinum kjörlækninga. 2. Að kjörlækningar (Integrative medicine) verði teknar inn í íslenskt heilbrigðiskerfi til jafns við háskólalækningar. 3. Að aflétt verði þeim hömlum sem nú eru á innflutningi jurta, vítamína, steinefna, næringarefna og hómópatískra remedía. 4. Að menntuðum einstaklingum í kjörlækningum verði gert kleift að vinna við sitt fag og þeir fái leyfi til að flytja inn þær vörur sem störf þeirra krefjast. 5. Að komið verði á fót faghópi með sérþekkingu á sviði kjörlækninga til að fjalla um umsóknir og hæfni þeirra aðila sem sækja um starfsleyfi í kjörlækningum á Íslandi. Í slíkan matshóp verður að velja fjölfróða aðila sem hafa að baki haldgóða þekkingu á kjörlækningum. Miðað við fréttir undangenginna ára um að Ísland skori hæst í notkun ýmissa lyfja m.a. þunglyndislyfja og nýjustu fréttir um að við séum hæst í notkun „sterkustu“ verkjalyfja í Evrópu er þá ástæða til þess að herða enn á sölu kemískra lyfja og svipta fólk möguleikanum á hjálp náttúrulyfja? Nei, nú er mál að linni – það hefur aldrei verið meiri þörf á nýrri nálgun í heilbrigðisþjónustu.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar