
Efasemdir um Vaðlaheiðargöng
Stuðningsmenn Vaðlaheiðarganga í Norðausturkjördæmi kunna vel til verka þegar þeir berjast gegn fyrirhuguðum Norðfjarðargöngum í þeim tilgangi að afskræma allar staðreyndir um grjóthrunið í Oddskarðsgöngunum. Takmörk eru fyrir því hversu hátt veggjald á hvern bíl má innheimta þegar hafður er í huga heildarfjöldi ökutækja sem fer um Víkurskarðið á sólarhring.
Hjá fyrrverandi og núverandi landsbyggðarþingmönnum fást engin svör þegar spurt er hvort sala ríkiseigna sem átti að fjármagna Dýrafjarðar-, Fáskrúðsfjarðar- og Héðinsfjarðargöng hafi snúist upp í pólitískan skrípaleik. Fyrir tæpum tólf árum lýsti Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, því yfir í fjölmiðlum að öll þessi jarðgöng sem Alþingi samþykkti í febrúar árið 2000 yrðu fjármögnuð með sölu ríkiseigna.
Samhliða Vaðlaheiðargöngum telur meirihluti Norðlendinga sem snerist gegn jarðgangagerðinni í Héðinsfirði þetta sama ár að veggöng úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal styrki byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar enn betur sem öflugt mótvægi við höfuðborgarsvæðið. Margir þingmenn innan stjórnarflokkanna treysta því ekki að fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng standi undir sér með innheimtu veggjalda.
Brýnustu vegaframkvæmdirnar sem ættu að vera á undan jarðgöngunum undir heiðina gegnt Akureyri eru Norðfjarðargöng, Dýrafjarðargöng og veggöng undir Fjarðarheiði. Fyrr getur viðkomustaður Norrænu aldrei fengið örugga vegtengingu við Egilsstaði og Fljótsdalshérað á meðan Seyðfirðingar sitja uppi með snjóþungan veg í 640 m hæð á illviðrasömu svæði sem fær héðan af engar undanþágur frá hertum öryggiskröfum ESB. Umræða um forgangsröðun jarðganga má ekki snúast upp í illvíga hreppapólitík og kjördæmapot á landsbyggðinni.
Stór hópur þingmanna í báðum stjórnarflokkunum vill fá tryggingu fyrir því að arðsemi verði af fyrirhuguðum Vaðlaheiðargöngum áður en ákvörðun er tekin um þessa vegaframkvæmd. Í samgöngunefnd Alþingis eru efasemdir um að rekstur ganganna geti staðið undir endurgreiðslum og vöxtum. Í kjölfarið getur ríkissjóður fengið skellinn sem skattgreiðendunum yrði fljótlega refsað fyrir með stórauknum álögum.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sem telur þessi veggöng undir Vaðlaheiði ótímabær skal svara því hvort ekki sé heppilegra að hefja fyrst framkvæmdir við Norðfjarðargöng og síðar Dýrafjarðargöng sem upphaflega voru ákveðin í öðrum áfanga á eftir Héðinsfjarðargöngum.
Óvissa um arðsemi Vaðlaheiðarganga réttlætir ekki að slæmt ástand í samgöngumálum Seyðisfjarðar, Norðfjarðar og á sunnanverðum Vestfjörðum víki fyrir þessari einkaframkvæmd. Á Eyjafjarðarsvæðinu, í sveitunum austan Vaðlaheiðar og víðar er vonlaust að kveða niður allar efasemdir um að þessi veggöng undir heiðina standi undir sér með innheimtu vegtolla á hvern bíl. Yfir sumarmánuðina fara um Víkurskarð á bilinu 1.200-1.500 bílar á sólarhring.
Allir þingmenn Norðausturkjördæmis vita ósköp vel að þessir vegtollar breyta engu þótt umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng yrði um 2.500-3.000 bílar á dag fari svo að þessi jarðgöng verði nú dýrari en Héðinsfjarðargöngin sem kostuðu 12 milljarða króna. Talsmenn FÍB hafa lýst áhyggjum sínum af því að þetta veggjald geti orðið mikið hærra en í Hvalfjarðargöngunum. Líkurnar fyrir því að umferð í gegnum göngin undir Vaðlaheiði verði um 4.000 bílar á sólarhring eru einn á móti tíu milljónum. Eitt þúsund króna veggjald stendur aldrei undir launum starfsmanns án þess að umferð í gegnum Vaðlaheiðargöng verði 9.000 ökutæki á dag.
Öll rök mæla með því að óhjákvæmilegt sé að framkvæmdir við Norðfjarðargöng skuli hefjast 2012 hvort sem hætt verður við Vaðlaheiðargöng eða ekki. Viðurkennt er af mörgum fyrrverandi þingmönnum Norðlendinga að veggöngin undir Vaðlaheiði hefði frekar átt að ákveða á undan jarðgangagerðinni í Héðinsfirði árið 1995 í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgönguráðherra.
Skoðun

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar