„Æ, hann er bara skotinn í þér“ 1. desember 2011 06:00 Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hver þekkir ekki þennan gamla frasa? Ég get sjálf ekki talið á fingrum annarrar handar hversu oft þetta var sagt við mig sem barn. Þegar ég heyrði þessi orð út undan mér á leikskólalóð fyrir stuttu tók hjartað í mér kipp og sú hugsun læddist að mér að í raun lýsir þessi setning og viðhorfin sem hún sýnir vel þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að ofbeldi karla gegn konum. Frasinn „Æ, hann er bara skotinn í þér“ endurspeglar sérkennilega sýn á samskipti kynjanna og sendir stelpum og strákum ákveðin skilaboð sem vert er að skoða betur. Frasinn felur í sér þau skilaboð að stelpur eiga ekki að kippa sér upp við stríðni strákanna og kvarta undan framkomu þeirra. Þvert á móti eiga þær að vera þakklátar fyrir þá athygli sem þær fá. Þetta leiðir óneitanlega til þess að grafa undan sjálfstrausti stelpna og getu þeirra til þess að setja mörk í samskiptum við aðra. Skilaboðin sem strákarnir fá eru engu skárri. Þeir læra að þeir þurfi ekki að virða þau mörk sem stelpur setja þeim í samskiptum og það sé í lagi að haga sér hvernig sem er til að fá athygli. Það hefur ekkert með það að gera hvort strákarnir séu skotnir í stelpunum í raun eða ekki, það skiptir ekki máli. Þeir fá hins vegar þau skilaboð að þetta sé eðlileg og árangursrík leið til að fanga athygli stúlkna. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda börnunum okkar? Hvers konar samskipti viljum við að börnin okkar tileinki sér? Ég geri mér grein fyrir því að markmið þeirra sem nota frasann eru ekki úthugsuð og yfirleitt eru þau sögð í hálfkæringi, uppgjöf eða gríni. Skilaboðin sem þau senda eru þó alltaf hin sömu. Aðstæðurnar sem kalla fram þennan gamla frasa eru í raun fullkomið tækifæri til að kenna börnum samskipti sem byggjast á gagnkvæmri virðingu. Sýnum stelpunum að þær eiga rétt á því að setja öðrum mörk og að það sé hlustað á þær ef þeim finnst gengið á rétt sinn og þurfa aðstoð. Kennum strákunum að biðjast afsökunar og leiðbeinum þeim við að finna aðrar leiðir til að eiga frumkvæði að samskiptum. Að læra samskipti sem einkennast af virðingu er flókið ferli sem krefst mikillar vinnu bæði af hálfu barnanna sjálfra og allra þeirra sem koma að uppeldi þeirra, hvort sem það eru foreldrar eða fagfólk. Þetta rótgróna viðhorf sem ég hef lýst hér vinnur gegn því að okkur takist að ala upp sjálfstæða einstaklinga sem eru öruggir í samskiptum við annað fólk, líka við fólkið sem það hrífst af. Setningin „Æ, hann er bara skotinn í þér“ er ein birtingarmynd menningarbundins vanda sem við verðum að vera meðvituð um og vinna markvisst gegn til að tryggja gagnkvæma virðingu í samskiptum kynjanna sem þau taka með sér inn í fullorðinsárin.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun