Íslenskt, nei takk Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. desember 2011 06:00 Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér. Núverandi löggjöf um bann við auglýsingum á áfengi er um margt barn síns tíma þar sem hún tók gildi áður en erlent gervihnattasjónvarp og internet breiddist út. Á fjölmiðlamarkaðinum flæða áfengisauglýsingar því í gegnum fjölda miðla sem löggjöfin nær ekki til, svo sem vinsæla erlenda vefmiðla, erlend tímarit o.fl. Áfengisauglýsingar birtast að auki í hefðbundnum íslenskum miðlum, til að mynda með sýningum í íslensku sjónvarpi frá alþjóðlegum íþróttaviðburðum þar sem bjórauglýsingar eru oft áberandi. Með frumvarpinu er verið að veikja samkeppnisstöðu íslenskra framleiðenda enn frekar þar sem þeir njóta ekki jafnræðis í samkeppni við erlend vörumerki. Einungis erlendir framleiðendur munu eiga kost á að auglýsa vöru sína því fáir íslenskir framleiðendur hafa tök á að auglýsa í svo dýrum auglýsingaplássum. Samkvæmt skýrslu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar sem kom út árið 2010, kemur fram að áfengisauglýsingar hafa ekki áhrif á magn áfengiskaupa, heldur hafa þær aðallega áhrif á hvaða áfengistegund er valin. Afleiðingar þess að einungis erlendir framleiðendur hafa tækifæri til að vera sýnilegir í íslenskum miðlum verða því þær að bjórinn sem selst á Íslandi verður síður íslenskur. Ef bjórinn sem selst er ekki íslenskur verður hann ekki framleiddur af íslenskum starfsmönnum. Ef markaðssetning erlenda bjórsins er einungis á hendi erlendra miðla verða það ekki íslenskir auglýsingamiðlar sem fá tekjur af markaðssetningunni. Og afleiddar tekjur af öllu þessu fara ekki til íslensks samfélags. Á Íslandi starfa hundruð manna við framleiðslu á bjór, hundruð við fjölmiðlun og fjöldi annarra í tengdri starfsemi. Innanríkisráðherra virðist með frumvarpinu ekki hafa hugann hjá öllu því fólki eða hafa áhyggjur af því að afleiddar tekjur til samfélagsins minnki. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þar sem í hlut á sami ráðherra og hefur áður sýnt að þetta eru ekki atriði sem eru honum hugleikin. Sífellt betur kemur í ljós að fjandskapur núverandi stjórnvalda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur á sér engin takmörk. Eins og svo oft áður er tilgangurinn sagður helga meðalið. Í þessu tilviki er tilgangurinn hins vegar ómarkviss og mun fyrirsjáanlega ekki nást. Miðað við fórnarkostnaðinn sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera er augljóst að verið er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Áðurnefndur starfshópur um heildarendurskoðun á áfengislöggjöfinni komst líka að þeirri niðurstöðu að það ætti að leyfa áfengisauglýsingar með miklum takmörkunum þar sem algert bann væri óraunhæft. Það er óskiljanlegt af hverju íslensk stjórnvöld vilja vera með þá allra ströngustu löggjöf sem þekkist á Vesturlöndum þegar hægt er að finna aðrar lausnir sem takmarka áfengisauglýsingar en byggjast á meðalhófi, jafnræði og skynsemi. Til að mynda væri hægt að líta til Svíþjóðar, þar sem áfengisauglýsingar eru leyfðar með ýmsum ströngum skilyrðum. Undir þeim skilyrðum má til dæmis ekki beina áfengisauglýsingum að börnum og ungu fólki. Án viðsnúnings frá vondri löggjöf sem veldur ójafnræði og setur ósanngjörn höft á kynningu á innlendri framleiðslu er ljóst að áfengi verður áfram auglýst, selt og drukkið á Íslandi. Bara ekki það íslenska.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar