Minningar 1. desember 2011 06:00 Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Jákvæðir bónusar Jón Kaldal Skoðun Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við skiptumst á minningum aldir upp á sama heimili og örfá ár á milli okkar. En ég man ekki það fólk, sem þeir tala um andlit þess vilja ekki lifna í vit-und minni. Hjá mér vakna tiltekin nöfn og ákveðið umhverfi en hjá þeim önnur nöfn annarra vina í öðrum íbúðum hjá öðrum fullorðnum. Enginn ætti að vera nær manni í sameiginlegum minningum en systkini manns. En það er eins og við allir eigum sérminningar og að hugarheimar okkar séu ekki alveg eins. Kannski muna þeir köllin frá leikvellinum öðruvísi en ég kannski muna þeir tifið í ritvél-inni hans pabba öðruvísi en ég kannski muna þeir munstrið á teppunum kvöldin í stofunni og kökurnar hennar mömmu öðruvísi en ég. Kannski er sérhver manneskja ein líka með minningar sínar? (Efinn. Orð og mál eftir Björn Sigurbjörnsson). Við munum margt af því sem við reynum hvort heldur það er blítt eða strítt. Ljúfar minningar leita m.a. á huga okkar margra á jólum og ilmur af ávöxtum kallar á myndbrot löngu liðinna daga hjá þeirri kynslóð sem kynntist ekki í annan tíma slíku fágæti. Hjá öðrum kveikja lykt og bragð aðrar og sárari minningar, þá situr kannski óbragðið af appelsíni eftir í kverkunum og hryllingsmyndir glataðrar bernsku láta á sér kræla. Stundum er reynslan svo sár að eina leiðin til að lifa af er að grafa hana djúpt niður í myrkur óminnis sem vitjar manns síðar á þann hátt að sársaukinn situr eftir og erfitt getur verið að raða minningarbrotunum saman. Það er ekki fyrr en einstaklingurinn fær liðsinni nærfærinnar fagmanneskju sem nýtur fullkomins traust að styrkurinn vex til að líta ekki undan og horfast í augu við allt það versta. Þetta er reynsla fjölmargra sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn. Sú reynsla rænir barnið ótalmörgu sem jólin birta og boða. Þar má nefna sakleysið og traustið, þá grunnþætti mennskunnar sem skapa öryggi og sálarfrið. Niðurlag ljóðsins sem tilgreint er í upphafi á hér sérstaklega við, að vera einn með minningar sínar. Það er ekki aðeins barnið sem forðast sársaukann með því að reyna að gleyma. Það gera líka margir sem eiga aðrar myndir úr sama nærumhverfi og stendur ógn af því sem fellir skugga á þær. Að baki helgimyndarinnar af fæðingu barnsins sem lagt var í lágan stall býr raunveruleiki útskúfunar þar sem ekki var rúm í gistihúsinu. Við skulum ekki líta undan heldur horfast í augu við raunveruleikann. Það kannast margir við gamansöguna af manninum sem var stolið af og fékk upp frá því viðurnefnið þjófur. Sú saga er þó nær en nokkurn kann að gruna. Þessi raunveruleiki blasir m.a. við konum í fjarlægu landi sem er nauðgað og njóta ekki réttaröryggis heldur hljóta fyrir það fangelsisdóm. Það vekur að vonum andúð okkar og hneykslan. Kannski ættum við að líta okkur nær?
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar