Fulltrúaræði eða lýðræði? 26. nóvember 2011 09:00 Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli, aftarlega, augljóslega aukaatriði, þar sem átti að veita almenningi heimild til að knýja fram annars vegar borgarafund og hins vegar íbúakosningu um málefni sveitarfélagsins. Fjölmargir annmarkar voru á þessum tillögum. Þar má nefna að í tillögurnar vantaði ýmislegt sem dýpka mætti lýðræðið hérlendis, t.d. ákvæði um lýðræðisleg ákvarðanatökuferli sem almenningur getur tekið þátt í, heimildir fyrir slembivali, lýðræðisvæðingu stofnana og margt fleira. Af því sem var að finna í tillögunum er tvennt sem kallaði á betrumbætur. Annars vegar að 20% kjósenda þyrfti til að kalla fram íbúakosningu, en reynslan bendir til þess að þar sem hlutfallið er hærra en 15% séu slík réttindi orðin tóm. Hins vegar að niðurstöður kosninga ættu að vera ráðgefandi en ekki bindandi en rannsóknir sýna að almenningur missir fljótt trúna á ráðgefandi ferli. Æðsti valdhafinn í lýðræðisríki er almenningur. Af einhverjum ástæðum virðast þingmenn og aðrir fulltrúar almennings ekki átta sig á þessu og líta á sjálfa sig sem aðal. Síðastliðið vor sendi Lýðræðisfélagið Alda fjölmargar athugasemdir til samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarpsins en fékk ekki einu sinni skilaboð um að þær hefðu verið mótteknar. Þannig er það nefnilega með þingnefndir að þær funda bak við luktar dyr, halda ekki fundargerðir og svara ekki efnislega innsendum erindum. Það er víst ekki hægt að ræða opinber málefni opinberlega, fulltrúarnir þurfa að fá að gera það í friði fyrir almenningi. Meðal athugasemda frá Öldu var að kosningar og borgarafundir skyldu teljast bindandi, að bæta þyrfti við ákvæðum um lýðræðisleg ákvörðunartökuferli, til viðbótar við kosningar og borgarafundi. Einnig að heimila þurfi slembival í nefndir og sveitarstjórnir og að færa ætti kaflann um lýðræðislegan rétt almennings fremst í frumvarpið. Lýðræðisleg ákvarðanataka almennings er grundvöllur, ekki aukaatriði. Nýlega var svo frumvarpið samþykkt á Alþingi en með nokkrum breytingum frá upphaflegu tillögunni. Ætla mætti að þingið hefði áttað sig á mistökum sínum og tekið tillit til athugasemda Öldu. En eins og innanríkisráðherra segir frá á vefsíðu sinni var raunin ekki sú heldur sendi Samband íslenskra sveitarfélaga inn erindi á síðustu stundu sem kæfði þetta litla lýðræðisfræ frumvarpsins. Í stað þess að það þurfi 20% kjósenda til að kalla fram íbúakosningu getur sveitarstjórn ákveðið að það þurfi 33% undirskrifta. Svona eftir hentugleika að því er virðist. Einnig verður óheimilt að kalla fram kosningu um fjárhagsáætlun sveitarfélags eins og það séu einkamál fulltrúanna og almenningi ekki treystandi fyrir þeim. Allar breytingar sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins voru með öðrum orðum til þess fallnar að draga úr þeirri takmörkuðu lýðræðisvæðingu sem þó fólst í þeim. Þetta kemur að vísu ekkert á óvart, enda fulltrúarnir að fjalla um takmarkanir á þeirra eigin völdum, um sína eigin hagsmuni. Í Bresku Kólumbíu höfðu fulltrúarnir, stjórnmálamennirnir og flokkarnir, vit á því að færa ákvörðun um breytingar á kosningalöggjöfinni til slembivalsþings borgara. Enda höfðu flokkarnir beina hagsmuni af því hvernig kosningakerfið var uppbyggt. Sú tilraun heppnaðist vel og var það samdóma álit allra hlutaðeigandi að vinna slembivalsþingsins hafi verið til fyrirmyndar. Hérlendis reyndum við okkar eigin tilraun með Stjórnlagaráði sem skilaði af sér vönduðum tillögum, sérstaklega í ljósi þess alltof stutta tíma sem því var skammtaður. Þær tillögur liggja nú hjá þinginu og hafa margir áhyggjur af því að dregið verði úr þeirri fremur hófsömu lýðræðisvæðingu sem í tillögum Stjórnlagaráðs er að finna. Enda eru það beinir hagsmunir fulltrúaræðisins, flokksræðisins, að viðhalda sem mestum völdum hjá sjálfu sér. Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fram fjölmargar tillögur að breytingum sem miða að auknu lýðræði og byggja á vel heppnuðum tilraunum í öðrum löndum. Félagið krefst þess að fulltrúar almennings taki nú þegar til óspilltra málanna við að lýðræðisvæða samfélagsgerð okkar. Við eigum það öll skilið. Upplýsingar um tillögur Öldu er að finna á alda.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var lagt fram frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga. Í þeim kom nýr kafli, aftarlega, augljóslega aukaatriði, þar sem átti að veita almenningi heimild til að knýja fram annars vegar borgarafund og hins vegar íbúakosningu um málefni sveitarfélagsins. Fjölmargir annmarkar voru á þessum tillögum. Þar má nefna að í tillögurnar vantaði ýmislegt sem dýpka mætti lýðræðið hérlendis, t.d. ákvæði um lýðræðisleg ákvarðanatökuferli sem almenningur getur tekið þátt í, heimildir fyrir slembivali, lýðræðisvæðingu stofnana og margt fleira. Af því sem var að finna í tillögunum er tvennt sem kallaði á betrumbætur. Annars vegar að 20% kjósenda þyrfti til að kalla fram íbúakosningu, en reynslan bendir til þess að þar sem hlutfallið er hærra en 15% séu slík réttindi orðin tóm. Hins vegar að niðurstöður kosninga ættu að vera ráðgefandi en ekki bindandi en rannsóknir sýna að almenningur missir fljótt trúna á ráðgefandi ferli. Æðsti valdhafinn í lýðræðisríki er almenningur. Af einhverjum ástæðum virðast þingmenn og aðrir fulltrúar almennings ekki átta sig á þessu og líta á sjálfa sig sem aðal. Síðastliðið vor sendi Lýðræðisfélagið Alda fjölmargar athugasemdir til samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarpsins en fékk ekki einu sinni skilaboð um að þær hefðu verið mótteknar. Þannig er það nefnilega með þingnefndir að þær funda bak við luktar dyr, halda ekki fundargerðir og svara ekki efnislega innsendum erindum. Það er víst ekki hægt að ræða opinber málefni opinberlega, fulltrúarnir þurfa að fá að gera það í friði fyrir almenningi. Meðal athugasemda frá Öldu var að kosningar og borgarafundir skyldu teljast bindandi, að bæta þyrfti við ákvæðum um lýðræðisleg ákvörðunartökuferli, til viðbótar við kosningar og borgarafundi. Einnig að heimila þurfi slembival í nefndir og sveitarstjórnir og að færa ætti kaflann um lýðræðislegan rétt almennings fremst í frumvarpið. Lýðræðisleg ákvarðanataka almennings er grundvöllur, ekki aukaatriði. Nýlega var svo frumvarpið samþykkt á Alþingi en með nokkrum breytingum frá upphaflegu tillögunni. Ætla mætti að þingið hefði áttað sig á mistökum sínum og tekið tillit til athugasemda Öldu. En eins og innanríkisráðherra segir frá á vefsíðu sinni var raunin ekki sú heldur sendi Samband íslenskra sveitarfélaga inn erindi á síðustu stundu sem kæfði þetta litla lýðræðisfræ frumvarpsins. Í stað þess að það þurfi 20% kjósenda til að kalla fram íbúakosningu getur sveitarstjórn ákveðið að það þurfi 33% undirskrifta. Svona eftir hentugleika að því er virðist. Einnig verður óheimilt að kalla fram kosningu um fjárhagsáætlun sveitarfélags eins og það séu einkamál fulltrúanna og almenningi ekki treystandi fyrir þeim. Allar breytingar sem urðu á frumvarpinu í meðförum þingsins voru með öðrum orðum til þess fallnar að draga úr þeirri takmörkuðu lýðræðisvæðingu sem þó fólst í þeim. Þetta kemur að vísu ekkert á óvart, enda fulltrúarnir að fjalla um takmarkanir á þeirra eigin völdum, um sína eigin hagsmuni. Í Bresku Kólumbíu höfðu fulltrúarnir, stjórnmálamennirnir og flokkarnir, vit á því að færa ákvörðun um breytingar á kosningalöggjöfinni til slembivalsþings borgara. Enda höfðu flokkarnir beina hagsmuni af því hvernig kosningakerfið var uppbyggt. Sú tilraun heppnaðist vel og var það samdóma álit allra hlutaðeigandi að vinna slembivalsþingsins hafi verið til fyrirmyndar. Hérlendis reyndum við okkar eigin tilraun með Stjórnlagaráði sem skilaði af sér vönduðum tillögum, sérstaklega í ljósi þess alltof stutta tíma sem því var skammtaður. Þær tillögur liggja nú hjá þinginu og hafa margir áhyggjur af því að dregið verði úr þeirri fremur hófsömu lýðræðisvæðingu sem í tillögum Stjórnlagaráðs er að finna. Enda eru það beinir hagsmunir fulltrúaræðisins, flokksræðisins, að viðhalda sem mestum völdum hjá sjálfu sér. Lýðræðisfélagið Alda hefur lagt fram fjölmargar tillögur að breytingum sem miða að auknu lýðræði og byggja á vel heppnuðum tilraunum í öðrum löndum. Félagið krefst þess að fulltrúar almennings taki nú þegar til óspilltra málanna við að lýðræðisvæða samfélagsgerð okkar. Við eigum það öll skilið. Upplýsingar um tillögur Öldu er að finna á alda.is.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun