Er húsfriður ein mannarættur? Margrét Steinarsdóttir skrifar 25. nóvember 2011 06:00 Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. Í ljósi þess að ríki hafa tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar til að tryggja að allir borgarar fái notið mannréttinda ber þeim að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Allir geta verið sammála um það að ef konur búa við stöðuga ógn og ótta við ofbeldi af hálfu maka sinna fá þær ekki notið sinna mannréttinda, hverju nafni sem þau nefnast. Það á þó ekki síst við rétt til friðhelgi heimilislífs og til þess að þurfa ekki að sæta pyntingum. Margir hafa orðið til þess að líkja ofbeldi á heimili við pyntingar og vísa í því sambandi til alþjóðlegra skilgreininga á pyntingum og ómannlegri og lítilsvirðandi meðferð. Það að ofbeldið fer fram á heimili, gegn öðrum heimilismönnum, dregur enda hvorki úr alvarleika þess eða áhrifum, né leggur það ríkjum öðruvísi skyldur á herðar en hvað varðar annars konar ofbeldi og vernd mannréttinda. Á Íslandi hafa stjórnvöld leitast við að mæta skyldum sínum, m.a. með gerð aðgerðaáætlunar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Enn er þó langt í land í baráttunni gegn slíku ofbeldi og árangur næst ekki nema allir leggist á eitt, jafnt stjórnvöld sem við öll sem byggjum þetta samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Spurningin útleggst á íslensku sem „Er heimilisfriður mannréttindi?“. Kvinnuhúsið í Færeyjum, sem er athvarf fyrir konur og börn sem búa við ofbeldi á heimilum, spurði þessarar spurningar fyrir nokkrum árum í auglýsingaherferð gegn kynbundnu ofbeldi. Spurningunni má hiklaust svara játandi. Þótt skammt sé liðið síðan litið var á ofbeldi í nánum samböndum, oftast karla gegn konum sínum og jafnvel börnum, sem einkamál er nú almennt litið svo á að ríki beri samfélagslega ábyrgð gagnvart þeim glæp sem ofbeldi á heimilum er. Í ljósi þess að ríki hafa tekið á sig alþjóðlegar skuldbindingar til að tryggja að allir borgarar fái notið mannréttinda ber þeim að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Allir geta verið sammála um það að ef konur búa við stöðuga ógn og ótta við ofbeldi af hálfu maka sinna fá þær ekki notið sinna mannréttinda, hverju nafni sem þau nefnast. Það á þó ekki síst við rétt til friðhelgi heimilislífs og til þess að þurfa ekki að sæta pyntingum. Margir hafa orðið til þess að líkja ofbeldi á heimili við pyntingar og vísa í því sambandi til alþjóðlegra skilgreininga á pyntingum og ómannlegri og lítilsvirðandi meðferð. Það að ofbeldið fer fram á heimili, gegn öðrum heimilismönnum, dregur enda hvorki úr alvarleika þess eða áhrifum, né leggur það ríkjum öðruvísi skyldur á herðar en hvað varðar annars konar ofbeldi og vernd mannréttinda. Á Íslandi hafa stjórnvöld leitast við að mæta skyldum sínum, m.a. með gerð aðgerðaáætlunar vegna ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum. Enn er þó langt í land í baráttunni gegn slíku ofbeldi og árangur næst ekki nema allir leggist á eitt, jafnt stjórnvöld sem við öll sem byggjum þetta samfélag.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar