Húsnæði óskast 24. nóvember 2011 06:00 Það er húsnæðisekla á höfuðborgarsvæðinu, það vita allir en hversu slæm hafði ég sjálf varla gert mér grein fyrir. Nokkrum vikum fyrir efnahagshrunið flutti ég til landsins eftir sjö ára námsdvöl erlendis og hef verið spurð æ síðan hvernig það leggist í mig, hvort flutningurinn hafi ekki verið mistök. Því hef ég ávallt svarað neitandi vegna þess að í raun höfðu lífsgæði mín ekkert minnkað, eins og margra annarra, ég lærði að lifa spart á námsárunum og missti af lífsgæðakapphlaupinu í heimalandi mínu. En í dag er þetta breytt, það hvarflar að mér að ég hafi gert mistök, að ég hefði ekki átt að flytja. Ég eignaðist son fyrir tæpum tveimur árum og ég er þakklát fyrir það að hann sé í nánu sambandi við ættingja sína en á sama tíma get ég ekki boðið honum upp á fasta búsetu. Barnsfaðir minn og ég höfum ekki getað fest kaup á íbúðarhúsnæði og höfum því þurft að leigja og höfum verið heppin, hingað til. Við leigðum á sanngjörnu verði en fyrir þremur mánuðum seldist húsnæðið og við þurftum að flytja út. Og leitin að nýjum stað fyrir heimili okkar hefur ekki borið neinn árangur, fyrir lok mánaðarins fluttum við til tengdamóður minnar. Við erum heppin að geta það, við erum heppin að hún á stóran bílskúr sem rúmar búslóðina okkar og að hún var tilbúin að lána okkur svefnherbergið sitt. Það eru tveir möguleikar í stöðunni hjá okkur, að halda leitinni áfram að leiguhúsnæði og greiða hundrað og fimmtíu til sjötíu þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð, svo ég tali nú ekki um það að sonur minn þurfi að skipta um leikskóla ef við þurfum að flytja á milli bæjarfélaga. Og hinn möguleikinn er að yfirtaka skuldir einhvers sem er kominn í þrot, einhverrar fjölskyldu sem er að missa húsnæðið sitt vegna þess að lánin hafa vaxið yfir verðmæti íbúðarinnar. Það myndi þýða að við hefðum fasta búsetu, þangað til við myndum missa tökin, þar til lánin hækkuðu enn meir. Leigumarkaðurinn á Íslandi er mjög ólíkur því sem gerist í nágrannalöndunum, hann er óskipulagður og leigusalar eru flestir einstaklingar með eina til tvær íbúðir á sínum snærum. Þetta leiðir til þess að búseta í leiguhúsnæði er ekki trygg, hún er háð duttlungum og högum annarra einstaklinga. Leigjendum er boðið upp á slæmar aðstæður, alltof hátt verð og óöryggi. Um daginn sendum við fyrirspurn (á leigumiðlun) um þriggja herbergja íbúð sem var auglýst til leigu á hundrað og fjörutíu þúsund og fengum við þær upplýsingar að það væri sveppur í íbúðinni og fyrri leigjandi hefði flutt út, að hann teldi að hann hefði fengið astma sökum þess. Okkur bauðst að leigja íbúðina á þessu verði en hefðum þurft að sjá um þrif á húsnæðinu. Í ofanálag þá var leigan vísitölutengd sem þýðir það að eftir áramót gætum við verið að greiða hundrað og fimmtíu þúsund, allt háð byggingarvísitölu. Á meðan við og fjölmargar aðrar fjölskyldur og einstaklingar leita að íbúðum, flytja inn á ættingja og vini, sofa með börnin sín á sófum, þá á bankinn minn (og aðrir bankar) talsvert af íbúðarhúsnæði sem stendur autt og öllum veðböndum hefur verið aflétt. Íbúðalánasjóður á 130 íbúðir sem eiga að koma á markað en enn gerist ekkert í þeim efnum, engin íbúð hefur verið leigð út. Okkur gagnast ekkert að velferðarráð, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi út viljayfirlýsingar um uppbyggingu á langtímaleigumarkaði, við þurfum að fá að flytja inn, ekki á morgun heldur í dag, áður en við, fólk og fjölskyldur úr öllum stigum þjóðfélagsins, menntað og ómenntað, flytjum úr landi sökum þess að við getum ekki boðið börnunum okkar upp á að ganga í sama leikskólann eða skólann í meira en eitt ár. Og það sem meira er, við getum ekki tekið þátt í nærsamfélagi og lagt okkar að mörkum í samfélagslegri uppbyggingu í hverfum, götum eða blokkum vegna þess að við erum bara gestir, sem verða að öllum líkindum farnir á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisekla á höfuðborgarsvæðinu, það vita allir en hversu slæm hafði ég sjálf varla gert mér grein fyrir. Nokkrum vikum fyrir efnahagshrunið flutti ég til landsins eftir sjö ára námsdvöl erlendis og hef verið spurð æ síðan hvernig það leggist í mig, hvort flutningurinn hafi ekki verið mistök. Því hef ég ávallt svarað neitandi vegna þess að í raun höfðu lífsgæði mín ekkert minnkað, eins og margra annarra, ég lærði að lifa spart á námsárunum og missti af lífsgæðakapphlaupinu í heimalandi mínu. En í dag er þetta breytt, það hvarflar að mér að ég hafi gert mistök, að ég hefði ekki átt að flytja. Ég eignaðist son fyrir tæpum tveimur árum og ég er þakklát fyrir það að hann sé í nánu sambandi við ættingja sína en á sama tíma get ég ekki boðið honum upp á fasta búsetu. Barnsfaðir minn og ég höfum ekki getað fest kaup á íbúðarhúsnæði og höfum því þurft að leigja og höfum verið heppin, hingað til. Við leigðum á sanngjörnu verði en fyrir þremur mánuðum seldist húsnæðið og við þurftum að flytja út. Og leitin að nýjum stað fyrir heimili okkar hefur ekki borið neinn árangur, fyrir lok mánaðarins fluttum við til tengdamóður minnar. Við erum heppin að geta það, við erum heppin að hún á stóran bílskúr sem rúmar búslóðina okkar og að hún var tilbúin að lána okkur svefnherbergið sitt. Það eru tveir möguleikar í stöðunni hjá okkur, að halda leitinni áfram að leiguhúsnæði og greiða hundrað og fimmtíu til sjötíu þúsund fyrir þriggja herbergja íbúð, svo ég tali nú ekki um það að sonur minn þurfi að skipta um leikskóla ef við þurfum að flytja á milli bæjarfélaga. Og hinn möguleikinn er að yfirtaka skuldir einhvers sem er kominn í þrot, einhverrar fjölskyldu sem er að missa húsnæðið sitt vegna þess að lánin hafa vaxið yfir verðmæti íbúðarinnar. Það myndi þýða að við hefðum fasta búsetu, þangað til við myndum missa tökin, þar til lánin hækkuðu enn meir. Leigumarkaðurinn á Íslandi er mjög ólíkur því sem gerist í nágrannalöndunum, hann er óskipulagður og leigusalar eru flestir einstaklingar með eina til tvær íbúðir á sínum snærum. Þetta leiðir til þess að búseta í leiguhúsnæði er ekki trygg, hún er háð duttlungum og högum annarra einstaklinga. Leigjendum er boðið upp á slæmar aðstæður, alltof hátt verð og óöryggi. Um daginn sendum við fyrirspurn (á leigumiðlun) um þriggja herbergja íbúð sem var auglýst til leigu á hundrað og fjörutíu þúsund og fengum við þær upplýsingar að það væri sveppur í íbúðinni og fyrri leigjandi hefði flutt út, að hann teldi að hann hefði fengið astma sökum þess. Okkur bauðst að leigja íbúðina á þessu verði en hefðum þurft að sjá um þrif á húsnæðinu. Í ofanálag þá var leigan vísitölutengd sem þýðir það að eftir áramót gætum við verið að greiða hundrað og fimmtíu þúsund, allt háð byggingarvísitölu. Á meðan við og fjölmargar aðrar fjölskyldur og einstaklingar leita að íbúðum, flytja inn á ættingja og vini, sofa með börnin sín á sófum, þá á bankinn minn (og aðrir bankar) talsvert af íbúðarhúsnæði sem stendur autt og öllum veðböndum hefur verið aflétt. Íbúðalánasjóður á 130 íbúðir sem eiga að koma á markað en enn gerist ekkert í þeim efnum, engin íbúð hefur verið leigð út. Okkur gagnast ekkert að velferðarráð, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gefi út viljayfirlýsingar um uppbyggingu á langtímaleigumarkaði, við þurfum að fá að flytja inn, ekki á morgun heldur í dag, áður en við, fólk og fjölskyldur úr öllum stigum þjóðfélagsins, menntað og ómenntað, flytjum úr landi sökum þess að við getum ekki boðið börnunum okkar upp á að ganga í sama leikskólann eða skólann í meira en eitt ár. Og það sem meira er, við getum ekki tekið þátt í nærsamfélagi og lagt okkar að mörkum í samfélagslegri uppbyggingu í hverfum, götum eða blokkum vegna þess að við erum bara gestir, sem verða að öllum líkindum farnir á morgun.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun