Snjór eða vatn? – Skíðaíþrótt í Bláfjöllum eða ekki? Árni Rudolf skrifar 24. nóvember 2011 06:00 Í Fréttablaðinu föstudaginn 18. nóvember birtist grein þeirra Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur, formanns skipulagsnefndar Kópavogs, undir fyrirsögninni Snjór eða vatn? Skíðaráð Reykjavíkur vill af þessu tilefni taka undir með greinarhöfundum um mikilvægi vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið en jafnframt ítreka að snjór sem kann að verða framleiddur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum verður að vatni sem á engan hátt verður frábrugðið því vatni sem til verður úr náttúrulegum snjó er fellur á svæðið í dag. Skíðaráðið vill benda á að allar fyrirliggjandi upplýsingar sýna fram á að vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins stendur ekki nein hætta af snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits sem kynnt hefur verið í haust er einnig sýnt fram á að eini þátturinn sem óvissa ríkir um er hve mikil aukning kann að verða á árlegum fjölda bíla sem flytja skíðafólk á svæðið og hugsanlegri mengun frá þeim bílum. Um þennan þátt þarf umræðan um umhverfisáhrif snjóframleiðslu í Bláfjöllum að snúast og hugsanlegar mótvægisaðgerðir ef þörf verður talin á þeim, t.d. að hámarka bílafjölda sem inn á svæðið má fara dag hvern. Bent skal á að sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins hafa fjárfest fyrir hundruð milljóna á skíðasvæðinu í Bláfjöllum til þess að íbúar þeirra geti stundað skíðaíþróttina eins og aðrar íþróttir sem mannvirki eru byggð fyrir, en innan þéttbýlisins. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er staðreynd, þar eru íþróttamannvirki sem ber að nýta eins og kostur er íbúum höfuðborgarsvæðisins til heilla og ánægju. Hvort leyfa á aðra starfsemi innan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins verður að meta í ljósi þeirrar starfsemi sem fyrir er, en sú umræða á ekki að koma í veg fyrir að almenningur höfuðborgarsvæðisins fái að stunda skíðaíþróttina til jafns við aðrar íþróttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu föstudaginn 18. nóvember birtist grein þeirra Margrétar Júlíu Rafnsdóttur, formanns umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, og Guðnýjar Dóru Gestsdóttur, formanns skipulagsnefndar Kópavogs, undir fyrirsögninni Snjór eða vatn? Skíðaráð Reykjavíkur vill af þessu tilefni taka undir með greinarhöfundum um mikilvægi vatnsverndar fyrir höfuðborgarsvæðið en jafnframt ítreka að snjór sem kann að verða framleiddur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum verður að vatni sem á engan hátt verður frábrugðið því vatni sem til verður úr náttúrulegum snjó er fellur á svæðið í dag. Skíðaráðið vill benda á að allar fyrirliggjandi upplýsingar sýna fram á að vatnsbólum höfuðborgarsvæðisins stendur ekki nein hætta af snjóframleiðslu á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Í skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits sem kynnt hefur verið í haust er einnig sýnt fram á að eini þátturinn sem óvissa ríkir um er hve mikil aukning kann að verða á árlegum fjölda bíla sem flytja skíðafólk á svæðið og hugsanlegri mengun frá þeim bílum. Um þennan þátt þarf umræðan um umhverfisáhrif snjóframleiðslu í Bláfjöllum að snúast og hugsanlegar mótvægisaðgerðir ef þörf verður talin á þeim, t.d. að hámarka bílafjölda sem inn á svæðið má fara dag hvern. Bent skal á að sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins hafa fjárfest fyrir hundruð milljóna á skíðasvæðinu í Bláfjöllum til þess að íbúar þeirra geti stundað skíðaíþróttina eins og aðrar íþróttir sem mannvirki eru byggð fyrir, en innan þéttbýlisins. Skíðasvæðið í Bláfjöllum er staðreynd, þar eru íþróttamannvirki sem ber að nýta eins og kostur er íbúum höfuðborgarsvæðisins til heilla og ánægju. Hvort leyfa á aðra starfsemi innan vatnsverndarsvæða höfuðborgarsvæðisins verður að meta í ljósi þeirrar starfsemi sem fyrir er, en sú umræða á ekki að koma í veg fyrir að almenningur höfuðborgarsvæðisins fái að stunda skíðaíþróttina til jafns við aðrar íþróttir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar