Makrílveiðar Friðrik J. Arngrímsson skrifar 21. nóvember 2011 06:00 Í grein um makrílveiðar í Fréttablaðinu þann 17. nóvember sl. skrifar Kristinn H. Gunnarsson m.a.: „Framkvæmdastjóri LÍÚ heldur því fram í grein í Fréttablaðinu að umtalsvert tap sé á veiðunum og þess vegna sé ekkert eftir til ríkisins.“ Þetta er ósatt. Í stuttri grein í Fréttablaðinu þann 4. nóvember sl. útskýrði ég með dæmi að óraunhæfar hugmyndir um 9 milljarða auðlindaskatt, eða 58 kr/kg, á makrílveiðar hefðu þýtt að mikið tap hefði orðið á makrílveiðum frystitogara síðasta sumar. Enginn grundvallarmunur er á veiðum, vinnslu og markaðssetningu á makríl og annarra fisktegunda. Við þurfum að hafa skipulag sem tryggir sjálfbærni og hagkvæmni veiðanna til þess að gera sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði. Til þess höfum við um áratuga skeið stuðst við aflahlutdeildarkerfið með góðum árangri. Með því skapast sú langtíma hugsun sem er nauðsynleg m.t.t. til góðrar umgengni við auðlindina og trausts rekstrargrundvallar sjávarútvegsfyrirtækja. Ríkið og sveitarfélög fá stærstan hluta þess aflaverðmætis sem sjávarútvegsfyrirtæki skapa þó að ekki komi til sérstakt gjald á veiðarnar. Raunar tel ég að ríkið fái meira í sinn hlut með þeim margfeldisáhrifum sem verða til með því að láta fjármunina vaxa og dafna hjá einstaklingum og fyrirtækjum í stað þess að taka hátt gjald af veiðunum með beinum hætti. Við Íslendingar eigum nú í baráttu við Noreg og ESB um hlut Íslands til veiða úr makrílstofninum. Krafa okkar byggir á því, að eftir að makríllinn jók göngur sínar í lögsögu okkar, héldu útvegsmenn skipum til makrílveiða og fjárfestu í tækjum og búnaði til veiða og vinnslu á makríl. Þannig var byggð upp veiðireynsla Íslands og einstakra útgerða. Flestir þeirra sem stunduðu makrílveiðar á síðustu vertíð höfðu af því góðan hagnað og makrílveiðarnar skiluðu íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Við urðum ekki við vör við Kristin H. Gunnarsson, eða aðra þá sem nú vilja hirða arðinn af veiðunum, við að byggja upp hlut Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í grein um makrílveiðar í Fréttablaðinu þann 17. nóvember sl. skrifar Kristinn H. Gunnarsson m.a.: „Framkvæmdastjóri LÍÚ heldur því fram í grein í Fréttablaðinu að umtalsvert tap sé á veiðunum og þess vegna sé ekkert eftir til ríkisins.“ Þetta er ósatt. Í stuttri grein í Fréttablaðinu þann 4. nóvember sl. útskýrði ég með dæmi að óraunhæfar hugmyndir um 9 milljarða auðlindaskatt, eða 58 kr/kg, á makrílveiðar hefðu þýtt að mikið tap hefði orðið á makrílveiðum frystitogara síðasta sumar. Enginn grundvallarmunur er á veiðum, vinnslu og markaðssetningu á makríl og annarra fisktegunda. Við þurfum að hafa skipulag sem tryggir sjálfbærni og hagkvæmni veiðanna til þess að gera sem mest verðmæti með sem minnstum tilkostnaði. Til þess höfum við um áratuga skeið stuðst við aflahlutdeildarkerfið með góðum árangri. Með því skapast sú langtíma hugsun sem er nauðsynleg m.t.t. til góðrar umgengni við auðlindina og trausts rekstrargrundvallar sjávarútvegsfyrirtækja. Ríkið og sveitarfélög fá stærstan hluta þess aflaverðmætis sem sjávarútvegsfyrirtæki skapa þó að ekki komi til sérstakt gjald á veiðarnar. Raunar tel ég að ríkið fái meira í sinn hlut með þeim margfeldisáhrifum sem verða til með því að láta fjármunina vaxa og dafna hjá einstaklingum og fyrirtækjum í stað þess að taka hátt gjald af veiðunum með beinum hætti. Við Íslendingar eigum nú í baráttu við Noreg og ESB um hlut Íslands til veiða úr makrílstofninum. Krafa okkar byggir á því, að eftir að makríllinn jók göngur sínar í lögsögu okkar, héldu útvegsmenn skipum til makrílveiða og fjárfestu í tækjum og búnaði til veiða og vinnslu á makríl. Þannig var byggð upp veiðireynsla Íslands og einstakra útgerða. Flestir þeirra sem stunduðu makrílveiðar á síðustu vertíð höfðu af því góðan hagnað og makrílveiðarnar skiluðu íslensku þjóðarbúi miklum verðmætum. Við urðum ekki við vör við Kristin H. Gunnarsson, eða aðra þá sem nú vilja hirða arðinn af veiðunum, við að byggja upp hlut Íslands.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar