Lögbann á lánainnheimtur, lögum samkvæmt Sturla Jónsson og Arngrímur Pálmason skrifar 21. nóvember 2011 14:00 Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni.
Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar