Ég er kúgaður millistéttarauli! Karl Sigfússon skrifar 10. nóvember 2011 07:30 Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Það er því miður bláköld staðreynd að ég er kúgaður millistéttarauli. Undanfarin þrjú ár hef ég verið kúgaður af lánastofnunum og stjórnvöldum. Í efnahagsþrengingum landsins hef ég eins og aðrir mátt þola kaupmáttarrýrnun upp á tugi prósenta og skattahækkanir. Því til viðbótar (og það vegur þyngst) hef ég verið rændur af Íbúðalánasjóði gegnum verðtryggingarákvæði lána. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég, kúgaði millistéttaraulinn, verið skilinn út undan á meðan útvöldum þjóðfélagshópum hefur verið rétt hjálparhönd með ýmsum hætti. Það er staðreynd að skuldaúrræði þau sem boðið hefur verið upp á til lausnar á skuldavanda heimilanna fela í sér umfangsmikla og ósanngjarna mismunun. Úrræðin verðlauna fjármálaskussa á kostnað hinna hagsýnu og ábyrgu. Þeir sem skuldsettu hús sín í topp fá lán sín afskrifuð á meðan þeir sem settu sparifé sitt í fasteignakaup og stilltu skuldsetningu í hóf neyðast til að horfa upp á sparifé sitt brenna upp til agna. Þegar við hjónin keyptum okkur hús vorið 2006 tókum við lán fyrir um 65% af virði hússins, sem á þeim tíma þótti hófleg skuldsetning. Við tókum þá ákvörðun að skuldsetja okkur eins lítið og mögulegt var og setja í staðinn allt okkar sparifé í fasteignina eins og tíðkast hefur hér á landi um áratuga skeið. Einnig vorum við íhaldssöm hvað varðar erlenda skuldsetningu og tókum ¾ hluta lánsins í íslensku verðtyggðu láni frá Íbúðalánasjóði. Eftir á að hyggja er þetta versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið um ævina. Síðastliðin þrjú ár hef ég horft á allt sparifé fjölskyldunnar brenna upp til agna – allt saman! Fasteignin hefur lækkað í verði um 15% og lánin hækkað um 40% sem í stuttu máli merkir að við skuldum í dag um 107% af virði fasteignarinnar samkvæmt mati viðskiptabanka okkar. Fasteign sem við keyptum fyrir fjórum árum með 65% skuldsetningu. Árið 2006 stóðu okkur til boða aðrir valkostir en sá sem við völdum. Við hefðum til að mynda getað farið „eyðslu- og glamúrleiðina", það er, skuldsett okkur í botn með erlendu láni, að sjálfsögðu - fyllt húsið af tímalausum hágæðahúsgögnum, tækjum og tólum og jafnvel farið til útlanda einu sinni á ári fyrir afganginn. Hefðum við farið á slíkt „eyðslufyllerí" væri staða okkar síst verri en hún er í dag og í raun betri. Skuldastaða okkar væri 110%, þökk sé Árna Páli og hinni umtöluðu 110% afskriftarreglu. Því til viðbótar hefðum við ekki þurft að greiða nema hluta afborgana af okkar erlenda láni í tvö til þrjú síðastliðin ár sökum óvissu um lögmæti þeirra. Við værum trygg með lága óverðtryggða vexti af húsnæðislánum næstu 5 árin og sennilega sætum við hólpin í rándýrum hönnunarhúsgögnum úr Epal. Ekki slæmt það! Þegar horft er til þeirra úrræða sem stjórnvöld hafa boðið upp á til að vinna á skuldavanda heimilanna er ljóst að mér er refsað fyrir að sýna hagsýni og varkárni í fjármálum á meðan hinum óábyrgu er bjargað á minn kostnað. Mér finnst að ég sé hafður að fífli fyrir það eitt að hafa lagt allt kapp á að standa við allar fjáhagslegar skuldbindingar mínar, þrátt fyrir breyttar efnahagslegar forsendur. Hvaða skilaboð er verið að senda mér og afkomendum mínum varðandi réttlæti, ábyrgð og heiðarleika sem undirstöðugildi í lýðræðissamfélagi? Mér líður eins og aula! Hvað með ykkur hin – eruð þið sátt?
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun