Hvað framleiðir Ísland? Heiðar Már Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2011 07:00 Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Nú þegar seðlabankar heimsins keppast hver við annan um að prenta peninga, til að borga fyrir fjárlagahalla og björgun fjármálafyrirtækja, þá er hafið kapphlaup um að verðfella gjaldmiðla heimsins. Trú manna á gjaldmiðla fer því eðlilega þverrandi. Einn er sá flokkur sem þó stendur af sér þessa prentun en það eru hrávörur. Hrávörur eru af skornum skammti og verðgildi þeirra hefur farið hækkandi, og mun að öllum líkindum halda því áfram, svo lengi sem seðlabankar halda prentvélunum gangandi. Lönd með digra sjóði, svo sem Kína, hafa áttað sig á þessu og reyna því nú að kaupa hrávörur beint, eða aðgang að þeim, í stað þess að geyma fjármuni sína í myntum sem alltaf er verið að verðfella með peningaprentun. Það er nefnilega ekki hægt að prenta hrávörur. Sú staðreynd að stærsta sendiráðið á Íslandi er hið kínverska, þrátt fyrir að Ísland eigi nánast engin viðskipti við Kínverja, segir sína sögu um sóknina í hrávörur á norðurslóðum. Því hefur verið haldið fram að Ísland eigi að taka upp evru því mest af útflutningi Íslands sé í þeirri mynt. Ef við skoðum hins vegar hvernig útflutningur Íslands skiptist þá eru þar tvær stórar stoðir: orka, í formi áls, og svo fiskur. Hvort tveggja hrávörur sem munu hækka mjög í verði, hvað sem peningaprentun líður, því mannkyninu heldur áfram að fjölga mun hraðar en hrávöruframleiðslan eykst. Þeir álitsgjafar sem telja að það sé fráleitt að taka upp aðra mynt en evru, vegna þess að Ísland framleiðir ekki í þeim myntum, virðast vita harla lítið um útflutning landsins eða hrávörur. Sannleikurinn er sá að hrávörur heimsins eru opinberlega verðlagðar í dollar. Raunin er hins vegar sú að hrávörur hafa sitt eigið verð og bindast því ekki einni mynt eins og sést hefur síðustu ár þegar verð þeirra hefur hækkað í öllum myntum. Samkvæmt íslenskum hagtölum er álframleiðsla Íslands í evrum, einfaldlega vegna þess að álið er sent til umskipunar í Rotterdam! Ef við lítum svo til þriðju stoðar útflutnings, ferðamannaiðnaðar, þá er meirihluti tekna í öðrum myntum en evru. Það land sem líkist mest Íslandi hvað varðar útflutning er Kanada. Kanadamenn eiga næga orku, vatn og matvæli. Stærsta viðskiptaland Kanada eru Bandaríkin. Er þá firra fyrir Kanada að hafa sinn eigin gjaldmiðil, sem í dag er talinn sá traustasti í heimi, vegna þess að þeir versla mest í Bandaríkjadollar? Nei alls ekki, því Kanada má helst líkja við nágranna sinn fyrir rúmri öld síðan, þegar auðæfi Bandaríkjanna voru að mestu ósnortin og landið var að hefja gríðarlega uppbyggingu. Kanada er ung þjóð með framtíðina fyrir sér, líkt og Ísland. Kanada skuldar lítið, hefur traust fjármálakerfi og frábæran seðlabanka. Kanada og Ísland framleiða hrávörur, sem hafa alþjóðlegt verðgildi, en ekki bara í einni mynt. Íslendingar hafa sára reynslu af notkun myntar sem stöðugt rýrnar í verðgildi. Sú mynt sem flestir telja að haldi verðgildi sínu næstu áratugi er Kanadadollar. Og það sem meira er, Kanadamenn vilja gjarnan að við notum þeirra mynt.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun