Björgvin Páll gæti verið á leið undir hnífinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2011 08:30 Björgvin Páll gat ekki æft með landsliðinu í gær og gaf því ungum Seltirningum eiginhandaráritanir í staðinn. Mynd/Anton Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Íslenska landsliðið stóð uppi nær markvarðalaust á æfingu í gær. Björgvin Páll Gústavsson er alvarlega meiddur á öxl og meiðslin gætu gert það að verkum að hann missi af Evrópumótinu í Serbíu sem fram fer í janúar. „Þetta eru álagsmeiðsli sem ég hef verið að glíma við í um mánuð. Þetta hefur verið að versna með hverri viku og varð virkilega vont þegar ég spilaði um helgina. Ég fékk síðan slæman sting í öxlina á fyrstu tveimur æfingunum með landsliðinu og eftir það gat ég ekki meir," segir Björgvin Páll sem hefur síðan farið í meðferð hjá Brynjólfi Jónssyni, lækni landsliðsins. „Binni sprautaði mig og ég þarf að hvíla alveg í heila viku til þess að byrja með. Hann segir að meiðslin séu það slæm að ég verði að fara í aðgerð. Það þarf að fara inn í öxlina og skafa til þess að þetta verði gott," segir Björgvin en hann er eðlilega ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara í aðgerð því þá yrði hann frá í tvo mánuði. „Það er erfitt að finna tvo mánuði til þess að hvíla sig miðað við allt sem er í gangi. Það er hægt að halda þessu gangandi með sprautum en algerlega er óvíst hversu lengi og hvort það dugi. Fái ég einhverja hvíld gætu bólgurnar minnkað en það er ekkert öruggt í þessu. Þetta verður því bara að koma í ljós," sagði Björgvin Páll en meiðslin eru á kasthöndinni og hann treystir sér ekki alveg til þess að kasta með vinstri. „Ég var að prófa það á æfingunum. Það verður að viðurkennast að hún er ekki jafn öflug. Ég er ekkert að negla langa bolta yfir völlinn með vinstri hendinni." Björgvin Páll spilar með Magdeburg í Þýskalandi og forráðamenn félagsins fylgjast eðlilega vel með stöðu mála. Markvörðurinn hárprúði mun fara í ítarlegar skoðanir í Þýskalandi í næstu viku og í kjölfarið verður væntanlega tekin ákvörðun um hvort Björgvin fari strax undir hnífinn eða hvort hann fari síðar. „Þjóðverjarnir vilja eðlilega skoða þetta ítarlega. Ég verð að krossleggja putta og vona það besta því ég vil alls ekki missa af Evrópumótinu." Það þarf vart að fjölyrða um hversu mikið áfall það yrði fyrir landsliðið að missa Björgvin Pál úr liðinu. Hann hefur verið algjör lykilmaður hjá strákunum okkar og frábær markvarsla hans á stóran þátt í því að landsliðið vann í tvígang til verðlauna á stórmóti. Síðast þegar Björgvin Páll missti af leik tapaði íslenska liðið með ellefu mörkum gegn Þjóðverjum ytra.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira