Ungur Valsari vill komast í breska landsliðið fyrir Ólympíuleikana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2011 10:00 óvæntur fulltrúi íslands á ólympíuleikunum? Hinn tvítugi leikmaður Vals, Atli Már Báruson, er á góðri leið með að tryggja sér sæti í Ólympíuhópi breska landsliðsins í handbolta.fréttablaðið/anton Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við. Olís-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Svo gæti farið að Ísland ætti þátttakanda í handboltakeppni Ólympíuleikanna þó svo að íslenska landsliðið komist ekki til London. Hinn tvítugi Valsari Atli Már Báruson hefur nefnilega sótt um að komast í lið heimamanna. Bretar hafa ekki verið þekktir fyrir afrek sín á handboltavellinum en þar sem þeir halda leikana fá þeir að vera með í handboltakeppninni. Bretar auglýstu eftir leikmönnum um allan heim sem hefðu reynslu af handbolta og gætu spilað undir merkjum Bretlands. Faðir Atla er Breti og þess vegna á hann kost á að spila undir merkjum Bretlands. „Það er smá vinna eftir. Ég hef ekki verið í miklu sambandi við föður minn en þarf að ná sambandi við hann og fá ýmislegt frá honum svo ég geti gengið frá umsókninni um tvöfalt ríkisfang. Það er því aðalmálið núna. Ef það gengur eftir fer ég út til reynslu hjá Bretunum í janúar,“ segir Atli Már, en Bretarnir eru spenntir fyrir því að skoða strákinn. „Þeir vilja ólmir fá mig út og vonandi ganga málin hratt fyrir sig. Þetta er spennandi ævintýri.“ Það var upphaflega vinur Atla sem kom honum í samband við Bretana og eftir það fóru hjólin að snúast. „Ég hafði grínast með það lengi að ég gæti spilað með Bretum á Ólympíuleikunum. Ingvar, vinur minn og markvörður Vals, sendi fyrirspurn út til þeirra fyrir mig. Þeir svöruðu um hæl og eru spenntir fyrir því að fá mig til sín,“ segir Atli og það leynir sér ekki að hann er talsvert spenntur. Þar sem Bretar hafa ekki iðkað handbolta gerir hann sér grein fyrir því að hann á mjög góða möguleika á að komast í liðið, fari svo að hann fái leyfi til þess að keppa undir merkjum Bretlands. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir styrk þeirra sem fara í æfingabúðirnar í janúar og hversu margir þeir verða. Það eru tveir landsliðsmenn Breta að spila hér á landi og miðað við styrk þeirra tel ég mig eiga góðan möguleika. Þessi grínhugmynd er á góðri leið með að verða að veruleika. Það er frekar fyndið.“ Það er stærsti draumur flestra íþróttamanna að spila á Ólympíuleikunum og Atli viðurkennir að hann hafi ekki átt von á að sá draumur myndi kannski rætast á næsta ári. „Í það minnsta ekki með Bretlandi. Ég sá það ekki fyrir. Það er alveg ótrúlegt. Þetta ætti að skýrast allt í janúar en ég er bjartsýnn á að dæmið gangi upp. Ég er orðinn gríðarlega spenntur og þetta yrði algjör draumur.“ Atli er uppalinn Valsari og hann nýtti öll ráð til þess að heilla Bretana. „Ég sagði þeim að ég spilaði með félaginu sem Ólafur Stefánsson ólst upp hjá. Sagði að frá þessu félagi kæmu einnig leikmenn eins og Dagur Sigurðsson, Sigfús Sigurðsson og Guðmundur Hrafnkelsson. Það var um að gera að nýta það sem ég get,“ segir Atli og hlær við.
Olís-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira