

Fastafylgi er ekki til
Hugtakið „að toppa of snemma“ er dæmi um það þegar menn reyna að að skapa sögu þar sem engin saga er. Fylgi flokka sveiflast. Það er alltaf betra að hafa meira fylgi en minna. ESB-andstæðingar eru ekki að toppa of snemma, þeir eru að vinna. Ríkisstjórnin er ekki að toppa seint, hún er óvinsæl.
Annað hugtak sem maður lærir að nota ef maður vill ræða um stjórnmál í spekingslegum tón er hugtakið „fastafylgi“. Það eiga að vera þeir kjósendur sem kjósa tiltekinn flokk skilyrðislaust. Líklegast er slíkt fólk til en ég hugsa að það sé margfalt minna um það en margir, sérstaklega stjórnmálamenn, vilja ímynda sér.
Kannski er svokallað fastafylgi flokka svipað að stærð og landsfundir þeirra, en varla mikið meira. Enda er það svo að sá stjórnmálamaður sem gengur að einhverju atkvæði vísu er fljótur að missa það. Stór hluti hverrar kosningabaráttu gengur einmitt út á að hringja í meinta fastafylgið og hvetja það til að kjósa sig. Svo fast er nú það fylgi.
Þegar flokkar hverfaÁ Íslandi hefur flokkakerfið lengst af verið í grunninn fremur stöðugt. Jafnvel hrun heils fjármálakerfis kallaði ekki fram verulegar breytingar. VG komu inn í ríkisstjórn í stað Sjálfstæðisflokksins og Borgarahreyfingin kom inn á þing meðan Frjálslyndir duttu út. Við getum séð það á umræðunni að þeir sem lengst hafa fengist við pólitíska orðræðu hafa stundum ekki hugmyndaflug í annað en að færa kjósendur milli flokkanna fjögurra og velta því svo fyrir sér hvaða áhrif hitt og þetta hafi á mögulegt stjórnarsamstarf einhverra þeirra.
En dæmin frá öðrum löndum sýna að mun róttækari uppstokkun er möguleg. Þegar ríkisstjórn hægrimanna féll í kosningum í Póllandi árið 2001 duttu báðir stjórnarflokkarnir út af þingi. Þetta var samt að mörgu leyti ágæt ríkisstjórn. Hún kom á nýju sýsluskipulagi, endurskipulagði menntakerfi barna og unglinga og einfaldaði skattkerfið. En vörumerkin drógu ekki lengur að. Hver á fætur öðrum fundu þingmenn sér aðra flokka og leyfðu þeim gömlu að sökkva til botns. Þetta var, með öðrum orðum, svolítil svona „Gamla Kaupþing, Nýja Kaupþing“ hugsun.
Nýir flokkar?Það er vel hægt að hugsa sér fleiri hugmyndafræðilega samstæða flokka inni á íslenska stjórnmálasviðinu. Kannski vantar umhverfisverndarflokk sem er meira grænn en rauður? Kannski ættu frjálshyggjumenn að bjóða fram? Eða hópar tengdir mótmælendum? Ég hefði síðan ekkert á móti Evrópusinnuðum hægriflokki.
Sjálfstæðisflokkurinn er vitanlega ekki Evrópusinnaður, hann er líklegast ESB-skeptískari en oft áður. Það er þannig séð ekki útilokað að deila flokki með fólki sem er ósammála manni um ESB. En það þarf tvo til. Sé yfirgnæfandi meirihluti fólks í einhverjum samtökum á því að maður eigi ekki samleið með því, þá á maður líklegast ekki samleið með því.
Bara eitthvað annað?Margt bendir til að hinir rótgrónu flokkar geti ekki gengið að atkvæðum fólks vísum. En helsti vandi nýrra framboða á Íslandi hefur verið að þau hafa stundum reynt að höfða til allra og engra í senn í stað þess að hafa skýra stefnu og tala fyrir henni. Sé litið til síðustu kosninga hafa ný framboð fyrst og síðast lagt áherslu á að þau væru einmitt „ný“, „öðruvísi“ eða „ekki eins og hinir“. Einhver hljómgrunnur er alltaf fyrir slíkum boðskap en menn vinna ekki kosningar á því að láta eins og þeir bjóði sig fram í stjórnarandstöðu.
Menn eiga að segja: „Þetta viljum við að gera“ og „hér er fólkið sem mun gera það“. Þannig vinna menn til sín fylgi. Jafnvel svokallað fastafylgi einhvers annars.
Skoðun

Tölfræði og raunveruleikinn
Jón Frímann Jónsson skrifar

Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna
Einar Hugi Bjarnason skrifar

Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru
Magnús Rannver Rafnsson skrifar

Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi
Helga Edwardsdóttir skrifar

Baráttan um þjóðarsálina
Alexandra Briem skrifar

Lagaleg réttindi skipta máli
Kári Garðarsson skrifar

Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity
Clara Ganslandt skrifar

Hver rödd skiptir máli!
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Sýnum þeim frelsið
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson
Helga G Halldórsdóttir skrifar

Hinsegin í vinnunni
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd
Svava Bjarnadóttir skrifar

Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt?
Sigríður Auðunsdóttir skrifar

Sjálfstæðisstefnan og frelsið
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Sjö staðreyndir í útlendingamálum
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar