„Vandræða land“ Sverrir Hermannsson skrifar 28. október 2011 06:00 Sagt er að útrásarvíkingurinn ameríski, Al Capone, hafi verið umsvifamikill í viðskiptum á sinni tíð og hnífur hans oft komizt í feitt. Samt endaði hann ævi sína í rasphúsi, sem margur framtaksmaðurinn hefir mátt þola fyrir skammsýni yfirvalda. Al Capone átti tvo syni, sem líklegir voru til afreka á viðskiptasviði. Þeim til handa átti faðir þeirra þá heitustu ósk á banadægri sínu, að þeim tækist að verða félagar í stjórn Sölunefndar varnarliðseigna á Íslandi. Þetta tókst þeim ekki, enda átti Framsóknarflokkurinn fjöldann allan af enn hæfileikaríkari mönnum á að skipa í slíkar stöður. Þjálfaður maður þaðan tók að sér á sínum tíma að stýra hinu mikla fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Byggði m.a. hús fyrir umsvifin, sem valdið hefir mörgum arkitektinum iðraþrautum og einnig smekkmönnum öðrum í húsagerðarlist. Tók síðan að ávaxta sitt pund m.a. með því að selja einkaframtakinu alla mæla hitaveitu, rafmagns og vatns fyrir 230 milljónir króna. Fyrir Guðs mildi enduðu þessi mælitæki í höndum þrautþjálfaðs mikilmennis í athöfnum, Finns Ingólfssonar. Leigir hann síðan notendum fyrrgreinda mæla fyrir 200 – tvö hundruð – milljónir króna á ári hverju. Mun Einkavæðingarnefnd hafa reiknað út að báðir græði, seljandi og kaupandi, en stjórn Orkuveitunnar var ókunnugt um málið. Segi menn svo að Al Capone hafi ekki verið framsýnn maður! Síðar varð einhver voðalegur vandræðagangur í Orkuveitunni sem enginn bar ábyrgð á, sem betur fór. Tókst þó að ríkisvæða hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun fyrir slíka fjárhæð, að útrásarvíkingar veltust um af hlátri, en borgarstjórn grét við stekkinn, og grætur enn með ekkasogum. Ríkisvæðing hefir nú tekið við af einkavæðingu. Auðvitað óx hún að marki fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar tvístirnið Davíð og Halldór afhentu styrkþegum sínum aðal-auðlind Íslands, fiskveiðarnar. Og bættu um betur með aukakvóta til þeirra, sem mest voru aflögufærir, enda létu þeir ekki á sér standa með styrkveitingar í kosningasjóði. Þar er í frásögur fært, að Samherja á Akureyri var úthlutað aukakvóta sem nam rúmum 18 – átján – milljörðum, þegar gengi þorskkvóta var sem hæst og útvegur Ágústs Einarssonar hlaut sem svaraði 12 – tólf – milljörðum. Og fleiri enn, sem of langt mál yrði upp að telja af gjaldfúsum mönnum. Að svo komnu ætlar núverandi sjávarútvegsráðherra að fremja „Pottagaldur“ til aukinna atkvæða í næstu þingkosningum. En sægreifarnir kosta öllu til að verja ránsfeng sinn, vitandi að peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal. Fullyrða að íslenzkur sjávarútvegur hafi hvorki verið fugl né fiskur áður en þeir byrjuðu að hagræða, gleymandi því smáatriði, að það var sá útvegur, sem bjargaði Íslandi úr öskustó örbirgðar á örskotsstundu, að kalla má, á árunum í og eftir síðari heimsstyrjöldina, og áður en kvótaþegum var afhentur lunginn úr auðæfum íslenzku þjóðarinnar. Svo vitnað sé enn í séra Matthías: Vandræða land, skakt eins og skothendu kvæði skapaði Guð þig í bræði, vandræða land! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Sagt er að útrásarvíkingurinn ameríski, Al Capone, hafi verið umsvifamikill í viðskiptum á sinni tíð og hnífur hans oft komizt í feitt. Samt endaði hann ævi sína í rasphúsi, sem margur framtaksmaðurinn hefir mátt þola fyrir skammsýni yfirvalda. Al Capone átti tvo syni, sem líklegir voru til afreka á viðskiptasviði. Þeim til handa átti faðir þeirra þá heitustu ósk á banadægri sínu, að þeim tækist að verða félagar í stjórn Sölunefndar varnarliðseigna á Íslandi. Þetta tókst þeim ekki, enda átti Framsóknarflokkurinn fjöldann allan af enn hæfileikaríkari mönnum á að skipa í slíkar stöður. Þjálfaður maður þaðan tók að sér á sínum tíma að stýra hinu mikla fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Byggði m.a. hús fyrir umsvifin, sem valdið hefir mörgum arkitektinum iðraþrautum og einnig smekkmönnum öðrum í húsagerðarlist. Tók síðan að ávaxta sitt pund m.a. með því að selja einkaframtakinu alla mæla hitaveitu, rafmagns og vatns fyrir 230 milljónir króna. Fyrir Guðs mildi enduðu þessi mælitæki í höndum þrautþjálfaðs mikilmennis í athöfnum, Finns Ingólfssonar. Leigir hann síðan notendum fyrrgreinda mæla fyrir 200 – tvö hundruð – milljónir króna á ári hverju. Mun Einkavæðingarnefnd hafa reiknað út að báðir græði, seljandi og kaupandi, en stjórn Orkuveitunnar var ókunnugt um málið. Segi menn svo að Al Capone hafi ekki verið framsýnn maður! Síðar varð einhver voðalegur vandræðagangur í Orkuveitunni sem enginn bar ábyrgð á, sem betur fór. Tókst þó að ríkisvæða hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun fyrir slíka fjárhæð, að útrásarvíkingar veltust um af hlátri, en borgarstjórn grét við stekkinn, og grætur enn með ekkasogum. Ríkisvæðing hefir nú tekið við af einkavæðingu. Auðvitað óx hún að marki fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar tvístirnið Davíð og Halldór afhentu styrkþegum sínum aðal-auðlind Íslands, fiskveiðarnar. Og bættu um betur með aukakvóta til þeirra, sem mest voru aflögufærir, enda létu þeir ekki á sér standa með styrkveitingar í kosningasjóði. Þar er í frásögur fært, að Samherja á Akureyri var úthlutað aukakvóta sem nam rúmum 18 – átján – milljörðum, þegar gengi þorskkvóta var sem hæst og útvegur Ágústs Einarssonar hlaut sem svaraði 12 – tólf – milljörðum. Og fleiri enn, sem of langt mál yrði upp að telja af gjaldfúsum mönnum. Að svo komnu ætlar núverandi sjávarútvegsráðherra að fremja „Pottagaldur“ til aukinna atkvæða í næstu þingkosningum. En sægreifarnir kosta öllu til að verja ránsfeng sinn, vitandi að peningar eru afl þeirra hluta sem gera skal. Fullyrða að íslenzkur sjávarútvegur hafi hvorki verið fugl né fiskur áður en þeir byrjuðu að hagræða, gleymandi því smáatriði, að það var sá útvegur, sem bjargaði Íslandi úr öskustó örbirgðar á örskotsstundu, að kalla má, á árunum í og eftir síðari heimsstyrjöldina, og áður en kvótaþegum var afhentur lunginn úr auðæfum íslenzku þjóðarinnar. Svo vitnað sé enn í séra Matthías: Vandræða land, skakt eins og skothendu kvæði skapaði Guð þig í bræði, vandræða land!
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun