Eldfjall Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 14. október 2011 06:00 Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. Kvikmyndir miðla glímunni við lífið. Áhorfandinn speglar sig í sögunum á hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna. Góð kvikmynd býður til þannig samtals, án þess að dæma eða þvinga. Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu, trúverðugum leik og góðu handverki. Þetta þrennt kemur saman í kvikmyndinni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri verkum Rúnars – hvernig manneskjan bregst við breytingum sem aldurinn færir óhjákvæmilega með sér. Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna Eldfjalls stendur í þessum sporum og er knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð. Hann þarf að horfast í augu við lífshlaupið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór aflaga. Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóðkirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar- og tilvistarspurningar samtímans. Eldfjall sýnir ástina á sterkan og ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og styrkleika í aðstæðum sem eru kreppandi og vonlausar. Hún minnir á mikilvægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi manneskjunnar. Eldfjall knýr til umhugsunar og samtals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi við okkur vegna þess að hún er listaverk sem miðlar von og mannvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. Kvikmyndir miðla glímunni við lífið. Áhorfandinn speglar sig í sögunum á hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna. Góð kvikmynd býður til þannig samtals, án þess að dæma eða þvinga. Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu, trúverðugum leik og góðu handverki. Þetta þrennt kemur saman í kvikmyndinni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri verkum Rúnars – hvernig manneskjan bregst við breytingum sem aldurinn færir óhjákvæmilega með sér. Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna Eldfjalls stendur í þessum sporum og er knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð. Hann þarf að horfast í augu við lífshlaupið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór aflaga. Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóðkirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar- og tilvistarspurningar samtímans. Eldfjall sýnir ástina á sterkan og ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og styrkleika í aðstæðum sem eru kreppandi og vonlausar. Hún minnir á mikilvægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi manneskjunnar. Eldfjall knýr til umhugsunar og samtals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi við okkur vegna þess að hún er listaverk sem miðlar von og mannvirðingu.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun