Krónan og frankinn Skúli Sveinsson skrifar 11. október 2011 06:00 Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Fréttablaðinu 3. október sl. undir fyrirsögninni „Svisslendingar tengja frankann við evruna!“ Ekki er hægt að skilja grein Andrésar á annan hátt en að með þessu hafi svissneski seðlabankinn, sem stóð einn að baki þessum aðgerðum, lýst yfir eindregnum stuðningi við evruna. Alls ekki er um það að ræða að verið sé að binda frankann við evruna heldur á aðeins að stöðva styrkingu frankans vegna fjarmagnsflótta frá evrusvæðinu sem ógnar efnahag Sviss. Einnig hafa vextir á innlánum verið lækkaðir í núll, sem Seðlabanki Íslands hefði átt að gera á þeim tíma þegar krónan var að styrkjast úr hófi og með því koma í veg fyrir vaxtamunarviðskipti. Aðgerð bankans kemur til vegna vantrúar á evruna en ekki tiltrúar eins og skilja má á grein Andrésar. Staðreynd málsins er sú að evran er í miklum vanda sem leiðtogar Evrópu hafa ekki getað fundið neina lausn á. Grundvöllur að vanda evrunnar er að efnahagur þeirra ríkja sem eru innan evrunnar hefur þróast á ólíkan máta, þar sem sum löndin hafa staðið sig vel og skulda lítið en önnur, sérstaklega í Suður-Evrópu, hafa safnað skuldum og efnahagur þeirra dregist saman. Mikið ójafnvægi hefur því myndast á evrusvæðinu og sum lönd þurfa nauðsynlega á því að halda að gjaldmiðillinn veikist til að jafnvægi geti náðst í efnahag þeirra en önnur lönd sem ráða meira ferðinni standa betur og valda því að evran nær ekki að veikjast. Þetta misræmi á aðeins eftir að ágerast þar til eitthvað verður undan að láta. Að minnsta kosti er fyrirséð að ákveðin lönd verða að fara út úr evrunni til að ná tökum á efnahag sínum og þar fer Grikkland fremst í flokki. En hvað gerist ef evrusvæðið fer að riðlast? Það er alveg óljóst, a.m.k. eru flestir sammála um að það verði ekki heillaspor fyrir evruna og að miklir óvissutímar taki þá við, sem geti leitt til þess að evrusamstarfið í heild riðlist. En ef við hverfum aftur að svissneska frankanum þá er það sem gerir hann að eftirsóknarverðum gjaldmiðli á óvissutímum annars vegar sú staðreynd að hagkerfið stendur vel og þá sérstaklega eignalega séð, sem var alltaf veikleiki Íslands, sem var með neikvæða erlenda eignastöðu á þeim tíma þegar bankarnir voru í hraðri uppbyggingu. En aðalástæðan fyrir sterkri stöðu frankans um þessar mundir er að hann er að stórum hluta á gullfæti, sem virðist enn og aftur vera að sýna sig að sé helsta vörnin fyrir óvissu og sveiflum í hagkerfi heimsins. Ísland ætti því að horfa til Sviss um hvernig málefnum gjaldmiðilsins er háttað. Hægt væri að byggja upp gjaldmiðil á Íslandi sem er stöðugur og nothæfur í alþjóðlegum viðskiptum með því að taka upp gullfót og þar með væri kominn hinn margumtalaði bakhjarl án aðkomu erlendra ríkja. Það er þó ljóst að það tekur langan tíma að byggja upp stöðu hagkerfisins í það horf að nettó eignastaða verði jákvæð og hægt verði að afla nægilegs gullforða til að vera bakbein krónunar. Til þess þarf að koma þjóðarátak með vel skilgreind markmið og mjög agaða peninga- og hagstjórn. Í mínum huga snýst þetta um sjálfstæði þjóðarinnar fyrst og fremst. Lítilli þjóð sem er skuldsett erlendum ríkjum er hætt við að missa sjálfstæði sitt og stöðu í samfélagi þjóðanna. Því er um þjóðaröryggismál að ræða og þar sem erlendar þjóðir eyða stórum fjárhæðum til hermála ættum við að hafa svigrúm til aðgerða. Ísland er blessunarlega herlaust land og af þeim sökum þurfum við ekki að bera þann gríðarlega kostnað sem önnur ríki hafa af hernaðarumsvifum sínum. En þess í stað ættum við að huga að efnahagslegu öryggi þjóðarinnar með sama hætti og aðrar þjóðir horfa til hernaðarlegs öryggis. Ríkið ætti að leggja til hliðar í sjóð fé sem er á við það sem önnur ríki leggja til hermála í eins konar þjóðaröryggissjóð. Þessi sjóður væri þá aðgengilegur í neyðartilfellum eins og þegar við stöndum frammi fyrir hruni og myndi einnig hafa þau áhrif að vextir gætu verið lágir eins og í Sviss. Sjóðurinn yrði að eiga eignir sem væru með raunverulegt virði sem væri aðgengilegt og seljanlegt á tímum efnahagslegrar upplausnar, en sagan sýnir að það er helst gull sem uppfyllir þessar þarfir. Þetta ætti að vera markmið bæði þeirra sem vilja taka upp evruna og þeirra sem vilja krónuna áfram, því að það er alveg ljóst að við fáum ekki aðild að evrusamstarfinu fyrr en við höfum náð tökum á okkar efnahags- og peningamálum sjálf, því evran þarf ekki á því að halda að annað vandamál bætist við. Nóg eru þau fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, birti grein í Fréttablaðinu 3. október sl. undir fyrirsögninni „Svisslendingar tengja frankann við evruna!“ Ekki er hægt að skilja grein Andrésar á annan hátt en að með þessu hafi svissneski seðlabankinn, sem stóð einn að baki þessum aðgerðum, lýst yfir eindregnum stuðningi við evruna. Alls ekki er um það að ræða að verið sé að binda frankann við evruna heldur á aðeins að stöðva styrkingu frankans vegna fjarmagnsflótta frá evrusvæðinu sem ógnar efnahag Sviss. Einnig hafa vextir á innlánum verið lækkaðir í núll, sem Seðlabanki Íslands hefði átt að gera á þeim tíma þegar krónan var að styrkjast úr hófi og með því koma í veg fyrir vaxtamunarviðskipti. Aðgerð bankans kemur til vegna vantrúar á evruna en ekki tiltrúar eins og skilja má á grein Andrésar. Staðreynd málsins er sú að evran er í miklum vanda sem leiðtogar Evrópu hafa ekki getað fundið neina lausn á. Grundvöllur að vanda evrunnar er að efnahagur þeirra ríkja sem eru innan evrunnar hefur þróast á ólíkan máta, þar sem sum löndin hafa staðið sig vel og skulda lítið en önnur, sérstaklega í Suður-Evrópu, hafa safnað skuldum og efnahagur þeirra dregist saman. Mikið ójafnvægi hefur því myndast á evrusvæðinu og sum lönd þurfa nauðsynlega á því að halda að gjaldmiðillinn veikist til að jafnvægi geti náðst í efnahag þeirra en önnur lönd sem ráða meira ferðinni standa betur og valda því að evran nær ekki að veikjast. Þetta misræmi á aðeins eftir að ágerast þar til eitthvað verður undan að láta. Að minnsta kosti er fyrirséð að ákveðin lönd verða að fara út úr evrunni til að ná tökum á efnahag sínum og þar fer Grikkland fremst í flokki. En hvað gerist ef evrusvæðið fer að riðlast? Það er alveg óljóst, a.m.k. eru flestir sammála um að það verði ekki heillaspor fyrir evruna og að miklir óvissutímar taki þá við, sem geti leitt til þess að evrusamstarfið í heild riðlist. En ef við hverfum aftur að svissneska frankanum þá er það sem gerir hann að eftirsóknarverðum gjaldmiðli á óvissutímum annars vegar sú staðreynd að hagkerfið stendur vel og þá sérstaklega eignalega séð, sem var alltaf veikleiki Íslands, sem var með neikvæða erlenda eignastöðu á þeim tíma þegar bankarnir voru í hraðri uppbyggingu. En aðalástæðan fyrir sterkri stöðu frankans um þessar mundir er að hann er að stórum hluta á gullfæti, sem virðist enn og aftur vera að sýna sig að sé helsta vörnin fyrir óvissu og sveiflum í hagkerfi heimsins. Ísland ætti því að horfa til Sviss um hvernig málefnum gjaldmiðilsins er háttað. Hægt væri að byggja upp gjaldmiðil á Íslandi sem er stöðugur og nothæfur í alþjóðlegum viðskiptum með því að taka upp gullfót og þar með væri kominn hinn margumtalaði bakhjarl án aðkomu erlendra ríkja. Það er þó ljóst að það tekur langan tíma að byggja upp stöðu hagkerfisins í það horf að nettó eignastaða verði jákvæð og hægt verði að afla nægilegs gullforða til að vera bakbein krónunar. Til þess þarf að koma þjóðarátak með vel skilgreind markmið og mjög agaða peninga- og hagstjórn. Í mínum huga snýst þetta um sjálfstæði þjóðarinnar fyrst og fremst. Lítilli þjóð sem er skuldsett erlendum ríkjum er hætt við að missa sjálfstæði sitt og stöðu í samfélagi þjóðanna. Því er um þjóðaröryggismál að ræða og þar sem erlendar þjóðir eyða stórum fjárhæðum til hermála ættum við að hafa svigrúm til aðgerða. Ísland er blessunarlega herlaust land og af þeim sökum þurfum við ekki að bera þann gríðarlega kostnað sem önnur ríki hafa af hernaðarumsvifum sínum. En þess í stað ættum við að huga að efnahagslegu öryggi þjóðarinnar með sama hætti og aðrar þjóðir horfa til hernaðarlegs öryggis. Ríkið ætti að leggja til hliðar í sjóð fé sem er á við það sem önnur ríki leggja til hermála í eins konar þjóðaröryggissjóð. Þessi sjóður væri þá aðgengilegur í neyðartilfellum eins og þegar við stöndum frammi fyrir hruni og myndi einnig hafa þau áhrif að vextir gætu verið lágir eins og í Sviss. Sjóðurinn yrði að eiga eignir sem væru með raunverulegt virði sem væri aðgengilegt og seljanlegt á tímum efnahagslegrar upplausnar, en sagan sýnir að það er helst gull sem uppfyllir þessar þarfir. Þetta ætti að vera markmið bæði þeirra sem vilja taka upp evruna og þeirra sem vilja krónuna áfram, því að það er alveg ljóst að við fáum ekki aðild að evrusamstarfinu fyrr en við höfum náð tökum á okkar efnahags- og peningamálum sjálf, því evran þarf ekki á því að halda að annað vandamál bætist við. Nóg eru þau fyrir.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun