„Besta“ heilbrigðiskerfi í heimi? Sölvi Jónsson skrifar 27. september 2011 06:00 Árni Richard Árnason sagði í Fréttablaðinu 19. september frá ótrúlegum samskiptum sínum við lækna í Orkuhúsinu og Landlækni. Svona er mín saga: Ég fór í hnéaðgerð hjá lækni í Orkuhúsinu árið 2007 vegna gruns um liðþófaáverka. Aðgerðin fór mjög illa. Ég vaknaði með miklu meiri verki en var sagt að liðþófinn hefði verið heill. Læknirinn fjarlægði einhverjar fellingar á brjóski sem voru örugglega ekkert að trufla mig. Ég hitti hann aftur eftir aðgerðina og lýsti fyrir honum hvað ég væri kvalinn. Hann hlustaði lítið á mig, það var einsog þetta ætti að vera eðlilegt stuttu eftir aðgerð, og skrifaði upp á Parkódín. Það virkaði ekkert og ekki minnkuðu verkirnir þegar frá leið. Annar læknir í Orkuhúsinu sagði að það væri búið að gera fyrir mig það sem hægt væri! og vísaði mér frá. Ég lagðist fimm vikum síðar inn á geðdeild vegna þunglyndis og talaði við þrjá geðlækna um hnéð sem var að sjálfsögðu komið upp í hausinn. Enginn þeirra stakk upp á því að eitthvað kynni að hafa misfarist í aðgerðinni. Einn spurði hvort ég teldi að verkirnir væru huglægir. Annar sagði að ég þyrfti sennilega að lifa með þessu, ef það væri þá hægt. Það situr enn í mér. Ég fór í aðra rannsókn sem sýndi það sama og sú fyrri, hugsanlega eitthvað að liðþófanum. Þarna hefði ég átt að taka völdin og finna þriðja bæklunarlækninn, en ég var orðinn hræðilega þunglyndur. Það var búið að telja mér trú um að ekkert væri hægt að gera fyrir mig og ég trúði því ekki að lækni gæti yfirsést svona nokkuð í aðgerð. Í staðinn hélt ég mig við sjúkraþjálfun og leitaði í alls kyns óhefðbundið. Ekkert hjálpaði, heldur ekki Contalgin og morfínplástrar sem heimilislæknirinn skrifaði upp á. Kannski sem betur fer, annars væri ég pillufíkill í ofanálag. Ekki stakk hann upp á því að þetta væri óeðlilegt ástand eftir hnéaðgerð. Passa ekki læknar upp á lækna? Þegar ég svo loksins var kominn til þriðja bæklunarskurðlæknisins var ég í ofanálag orðinn sárkvalinn í bakinu sökum misbeitingar. Hann sendi mig í beinaskann þar sem sást gat á liðþófanum og í aðgerðinni reyndist liðþófinn rifinn á TVEIMUR stöðum. Þetta átti að sjást í fyrri aðgerðinni! Fjórum mánuðum síðar var mér boðið pláss á Reykjalundi, sem er það versta sem hefur fyrir mig komið á eftir misheppnuðu aðgerðinni. Þangað mætti ég í mjög viðkvæmu ástandi bæði í baki og hné og var án tillits til forsögunnar settur í þyngstu vatnsleikfimina og tækjasal á hverjum degi. Ég þoldi ekki æfingaálagið og fór inn í jólafríið mun verri í bakinu. Þegar ég kom til baka eftir áramótin átti ég fund með yfirlækninum á Verkjasviði, hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara til að lýsa ástandi mínu. Sjúkraþjálfarinn hélt sig við fyrra prógram og var einráður í þeirri ákvörðun. Þegar mér versnaði svo enn meira í bakinu, sagði hann mér samt að halda áfram sömu þungu æfingunum. Hversu faglegur í starfi er sjúkraþjálfari sem ekki tekur tillit til framvindu skjólstæðings síns? Ég hef svo mátt erfa það við sjálfan mig að hafa sett allt mitt traust á hann. Eftir sjö vikur á Reykjalundi var mér skilað til baka óvinnufærum og sárkvöldum í bakinu og á þeim reit var ég í yfir ár! Ég gekk á milli sjúkraþjálfara og kírópraktora uns mér var vísað á sjúkraþjálfara sem tókst að hjálpa mér. Ástandið á mér er allt annað í dag en ég hef samt mátt þola endurtekin slæm bakverkjaköst og ljóst að ég þarf að glíma í einhverri mynd við afleiðingarnar af mistökum læknisins í Orkuhúsinu og sjúkraþjálfarans á Reykjalundi út lífið. Lífið hefur bara verið endurhæfing og kostnaðurinn við að reyna að koma mér í lag, fyrir utan örorku og vinnutap, er nálægt tveimur milljónum. Snúum okkur þá að Landlækni. Í svarbréfinu við kæru minni var talið líklegt að læknirinn hefði ekki séð skemmdina á liðþófanum og þetta kallað „óheppilegt,“ ekki „mistök“. Þetta orðalag hefur nægt til að tveir lögfræðingar hafa vísað málinu frá sér og nú er það komið til þess þriðja sem hefur þó svo lítið sem sent inn umsókn til Sjúkratrygginga fyrir mig. Þegar kemur neikvætt svar þaðan, sem er nánast öruggt, er ég ekki vongóður um að lögfræðingurinn vilji taka málið að sér. Þannig stend ég trúlegast uppi bótalaus. Framkoma heilbrigðiskerfisins við mig hefur verið með ólíkindum og einsog Árni Richard, velti ég því fyrir mér hversu margir Íslendingar hafa orðið fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og yfirhylmingu íslenska heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Árni Richard Árnason sagði í Fréttablaðinu 19. september frá ótrúlegum samskiptum sínum við lækna í Orkuhúsinu og Landlækni. Svona er mín saga: Ég fór í hnéaðgerð hjá lækni í Orkuhúsinu árið 2007 vegna gruns um liðþófaáverka. Aðgerðin fór mjög illa. Ég vaknaði með miklu meiri verki en var sagt að liðþófinn hefði verið heill. Læknirinn fjarlægði einhverjar fellingar á brjóski sem voru örugglega ekkert að trufla mig. Ég hitti hann aftur eftir aðgerðina og lýsti fyrir honum hvað ég væri kvalinn. Hann hlustaði lítið á mig, það var einsog þetta ætti að vera eðlilegt stuttu eftir aðgerð, og skrifaði upp á Parkódín. Það virkaði ekkert og ekki minnkuðu verkirnir þegar frá leið. Annar læknir í Orkuhúsinu sagði að það væri búið að gera fyrir mig það sem hægt væri! og vísaði mér frá. Ég lagðist fimm vikum síðar inn á geðdeild vegna þunglyndis og talaði við þrjá geðlækna um hnéð sem var að sjálfsögðu komið upp í hausinn. Enginn þeirra stakk upp á því að eitthvað kynni að hafa misfarist í aðgerðinni. Einn spurði hvort ég teldi að verkirnir væru huglægir. Annar sagði að ég þyrfti sennilega að lifa með þessu, ef það væri þá hægt. Það situr enn í mér. Ég fór í aðra rannsókn sem sýndi það sama og sú fyrri, hugsanlega eitthvað að liðþófanum. Þarna hefði ég átt að taka völdin og finna þriðja bæklunarlækninn, en ég var orðinn hræðilega þunglyndur. Það var búið að telja mér trú um að ekkert væri hægt að gera fyrir mig og ég trúði því ekki að lækni gæti yfirsést svona nokkuð í aðgerð. Í staðinn hélt ég mig við sjúkraþjálfun og leitaði í alls kyns óhefðbundið. Ekkert hjálpaði, heldur ekki Contalgin og morfínplástrar sem heimilislæknirinn skrifaði upp á. Kannski sem betur fer, annars væri ég pillufíkill í ofanálag. Ekki stakk hann upp á því að þetta væri óeðlilegt ástand eftir hnéaðgerð. Passa ekki læknar upp á lækna? Þegar ég svo loksins var kominn til þriðja bæklunarskurðlæknisins var ég í ofanálag orðinn sárkvalinn í bakinu sökum misbeitingar. Hann sendi mig í beinaskann þar sem sást gat á liðþófanum og í aðgerðinni reyndist liðþófinn rifinn á TVEIMUR stöðum. Þetta átti að sjást í fyrri aðgerðinni! Fjórum mánuðum síðar var mér boðið pláss á Reykjalundi, sem er það versta sem hefur fyrir mig komið á eftir misheppnuðu aðgerðinni. Þangað mætti ég í mjög viðkvæmu ástandi bæði í baki og hné og var án tillits til forsögunnar settur í þyngstu vatnsleikfimina og tækjasal á hverjum degi. Ég þoldi ekki æfingaálagið og fór inn í jólafríið mun verri í bakinu. Þegar ég kom til baka eftir áramótin átti ég fund með yfirlækninum á Verkjasviði, hjúkrunarfræðingi og sjúkraþjálfara til að lýsa ástandi mínu. Sjúkraþjálfarinn hélt sig við fyrra prógram og var einráður í þeirri ákvörðun. Þegar mér versnaði svo enn meira í bakinu, sagði hann mér samt að halda áfram sömu þungu æfingunum. Hversu faglegur í starfi er sjúkraþjálfari sem ekki tekur tillit til framvindu skjólstæðings síns? Ég hef svo mátt erfa það við sjálfan mig að hafa sett allt mitt traust á hann. Eftir sjö vikur á Reykjalundi var mér skilað til baka óvinnufærum og sárkvöldum í bakinu og á þeim reit var ég í yfir ár! Ég gekk á milli sjúkraþjálfara og kírópraktora uns mér var vísað á sjúkraþjálfara sem tókst að hjálpa mér. Ástandið á mér er allt annað í dag en ég hef samt mátt þola endurtekin slæm bakverkjaköst og ljóst að ég þarf að glíma í einhverri mynd við afleiðingarnar af mistökum læknisins í Orkuhúsinu og sjúkraþjálfarans á Reykjalundi út lífið. Lífið hefur bara verið endurhæfing og kostnaðurinn við að reyna að koma mér í lag, fyrir utan örorku og vinnutap, er nálægt tveimur milljónum. Snúum okkur þá að Landlækni. Í svarbréfinu við kæru minni var talið líklegt að læknirinn hefði ekki séð skemmdina á liðþófanum og þetta kallað „óheppilegt,“ ekki „mistök“. Þetta orðalag hefur nægt til að tveir lögfræðingar hafa vísað málinu frá sér og nú er það komið til þess þriðja sem hefur þó svo lítið sem sent inn umsókn til Sjúkratrygginga fyrir mig. Þegar kemur neikvætt svar þaðan, sem er nánast öruggt, er ég ekki vongóður um að lögfræðingurinn vilji taka málið að sér. Þannig stend ég trúlegast uppi bótalaus. Framkoma heilbrigðiskerfisins við mig hefur verið með ólíkindum og einsog Árni Richard, velti ég því fyrir mér hversu margir Íslendingar hafa orðið fyrir vanhæfni, ábyrgðarleysi og yfirhylmingu íslenska heilbrigðiskerfisins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar