Hafður fyrir rangri sök Friðrik Schram skrifar 20. september 2011 09:30 Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, sem vitnað er til í umræddri grein, fer rangt með sannleikann þegar hún segir mig halda því fram að samkynhneigð sé synd. Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég. Ég fer hins vegar ekkert í grafgötur með það að ég tel samlíf samkynhneigðra ekki rétt og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar. Sú skoðun er skoðun mikils meirihluta kristinna manna um heim allan. Ísland er eitt örfárra landa sem hafa heimilað vígðan hjúskap samkynhneigðra og hér ríkir meira frjálslyndi í siðferðisefnum en víðast hvar á byggðu bóli. Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun. Ég hef fundið fyrir því og það hefur einnig bitnað á söfnuðinum sem ég leiði. Svo virðist sem mannréttindaráð borgarinnar hafi fengið það hlutverk að hafa uppi á þeim sem ekki geðjast samkynhneigt líferni og hindra að þeir njóti góðs af sumu því sem stendur borgurunum til boða eins og t.d. litla byggingarstyrknum sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað okkur. Samtök samkynhneigðra töldu fyrir nokkrum áratugum að þeir úr þeirra hópi sem vildu lifa eftir hneigð sinni væru beittir misrétti af gagnkynhneigðum. Nú virðist dæmið hafa snúist við: Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti. Hvar er umburðarlyndið, er það bara í aðra áttina? Má núorðið beita þá misrétti sem ekki eru með rétta skoðun? Er skoðanafrelsið fyrir bí? Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, sem vitnað er til í umræddri grein, fer rangt með sannleikann þegar hún segir mig halda því fram að samkynhneigð sé synd. Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég. Ég fer hins vegar ekkert í grafgötur með það að ég tel samlíf samkynhneigðra ekki rétt og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar. Sú skoðun er skoðun mikils meirihluta kristinna manna um heim allan. Ísland er eitt örfárra landa sem hafa heimilað vígðan hjúskap samkynhneigðra og hér ríkir meira frjálslyndi í siðferðisefnum en víðast hvar á byggðu bóli. Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun. Ég hef fundið fyrir því og það hefur einnig bitnað á söfnuðinum sem ég leiði. Svo virðist sem mannréttindaráð borgarinnar hafi fengið það hlutverk að hafa uppi á þeim sem ekki geðjast samkynhneigt líferni og hindra að þeir njóti góðs af sumu því sem stendur borgurunum til boða eins og t.d. litla byggingarstyrknum sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað okkur. Samtök samkynhneigðra töldu fyrir nokkrum áratugum að þeir úr þeirra hópi sem vildu lifa eftir hneigð sinni væru beittir misrétti af gagnkynhneigðum. Nú virðist dæmið hafa snúist við: Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti. Hvar er umburðarlyndið, er það bara í aðra áttina? Má núorðið beita þá misrétti sem ekki eru með rétta skoðun? Er skoðanafrelsið fyrir bí? Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar