Skálholt – Nýr biskup 17. september 2011 06:00 Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Úr húmi aldanna rís hugsunin um Skálholt eins og myndin af frelsaranum á altarisveggnum þar, óræð, margsaga en engu að síður með áskorun fyrir ókominn tíma. Hver sem kemur þangað finnur til sín kallað: Hver ert þú förumaður og hvert ætlar þú? Hver er ákvörðunarstaður þinn? Vel væri svarað ef sagt væri: Himinn Guðs, Guðs eilífa borg. Skálholt hefur vaxið í samtíð okkar, er eitt af því sem kallað hefur verið til leiks okkar samtíðarmanna úr örófi alda. Þar hefur risið helgidómur sem á sér tilkall í huga okkar og vonum. Er ágengur við hugsun hvers okkar sem þar höfum komið. Segir eitthvað við okkur, spyr spurninga um vegferð okkar. Margt er það orðið sem þaðan hefur borist út yfir land og lýð, enda staðurinn í miðjum straumi Íslandssögunnar. Ísleifur settist þar að fyrstur biskupa; Gissur var þar þrennt í senn: Hirðir, konungur og víkingur; Þorlákur gaf fordæmi um sið og helgi; Marteinn kom á nýjum sið og Jón Arason stóð í móti; Vídalín talaði inn á hvert heimili gegnum postillu sína og Hannes Finnsson skrifaði hina fyrstu hagfræðiritgerð um það að landið bætti sig á aldarfjórðungi hvað sem á hefði dunið; Sigurbjörn, ég tel hann hér, talaði einnig inn á hvert heimili Íslands og minnti á hann sem var og er og kemur. Biskupsþjónusta er fyrirferðarmikil í íslenskri sögu eins og Skálholt. Hlutverk biskupa er að halda kirkjunni saman í samtíð og sögu. Minna á það sem hefur ævarandi gildi. Það er erfitt hlutverk í samtímanum sem hefur gert allt að álitamálum og varpað öllu í efa. En eitt var það, sem stöðugt stóð og stendur alla tíð, það virki, er styrka höndin hlóð, þín hjálpin, Drottinn, blíð, kvað sr. Sigurjón í Saurbæ. Skálholt minnir á það virki, rís upp úr sögunni og náttúruhamförunum og flytur nýjum tíma nýjan boðskap. Á sunnudaginn bætist sr. Kristján Valur Ingólfsson í röð þeirra sem hafa veitt Skálholti forstöðu. Af honum er góðs að vænta svo reyndur sem hann er í lífi og starfi kirkjunnar. Prestur við hið ysta haf, lærdómsmaður við einn virðulegasta menntabrunn álfunnar, fræðari presta og prestsefna, áður kunnur Skálholti sem rektor lýðskólans þar og sannur ármaður kirkjunnar alla tíð. Við öll sem unnum kirkju og kristni á Íslandi skulum fagna honum. Hvernig sem okkur finnst hlutunum megi vera varið í kirkju okkar skiptir það mestu að þau sem veljast til þjónustunnar þar séu heil í áhuga sínum, að þau séu rótfest í fagnaðarerindinu um Krist og viti hvert hlutverk kirkjunnar er í samtíð sem í fortíð. Enginn getur girnst það hlutverk í dag sem leiðtogar kirkju okkar gegna nema þau hafi ást á kirkjunni, ástríðufulla ást sem sprettur af dagskipan hennar sem felst í þeirri skipan að gera allar þjóðir að lærisveinum, kenna þeim og helga nafni guðs, föður, sonar og heilags anda. Í því ljósi verður lífi mannanna lyft upp mót hugsjónum um frið og sátt í veröld okkar mannanna.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar