Þjófnaður og þrælahald Ingimar Sveinsson skrifar 15. september 2011 06:00 Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur skýrt frá því að sjóðurinn muni eiga um eða yfir 2.000 íbúðir sem teknar hafa verið eignarnámi. Auk þessa eiga aðrar lánastofnanir nokkurn fjölda íbúða sem þær hafa fengið á sama hátt. Jafnframt var skýrt frá því að líkur væru á að álíka margar íbúðir yrðu teknar eignarnámi á tímabilinu fram að næstu áramótum. Ennfremur var sagt frá því að tugir þúsunda íbúðaeigenda (íbúðaeigenda? ef hægt er að kalla þá eigendur, sjá síðar) væru komnir í vanskil og jafnvel greiðsluþrot og við þeim blasir ekkert annað en eignarnám ef fram heldur sem horfir. Þetta er einkum fólk sem ginnt hefur verið til að kaupa íbúðir og taka lán fyrir stærstum hluta íbúðarverðsins. Við eignarnám eða nauðungarsölu leysa lánastofnanir eignirnar til sín á lágmarksverði sem gengur þá upp í áhvílandi lán til lækkunar á því en þær duga oftast ekki nema fyrir hluta af stökkbreyttri skuld íbúðalánsins en lánveitendur halda síðan áfram að krefja lánþolann um mismuninn á framreiknuðu láninu sem hvíldi á húsnæðinu og því sem fékkst upp í kröfuna á nauðungaruppboðinu. Fólk sem lendir í slíku á enga útkomuleið, það er komið í varanlegan skuldaþrældóm að óbreyttu. Lánastofnanirnar setja ef til vill eignirnar síðan á sölu eða í leigu á fullu verði. Þetta er þó ekki nema hálfur sannleikur því ef vel er að gáð þá kemur í ljós að einnig þeir sem fyrir um áratug keyptu sér íbúð og höfðu sparað fyrir helmingi kaupverðsins eða meiru og tekið lán fyrir því sem á vantaði og alltaf staðið í skilum, skulda nú helmingi meira en í upphafi. Þeir sem keyptu sér íbúð þá fyrir 20 milljónir og tóku lán fyrir 10 milljónum, skulda nú nálægt 20 milljónum og þar sem söluverð íbúðar hefur næstum staðið í stað eins og verið hefur að undanförnu þá flyst eigið fé fasteignaeigandans mánaðarlega úr eigninni til skuldareigandans þar til ekkert eigið fé er lengur til staðar. Því miður hafa margir ekki gert sér grein fyrir þessu. Með sama áframhaldi þá eignast Íbúðalánasjóður og/eða aðrar lánastofnanir svo til allar íbúðir einstaklinga í landinu á næsta áratug. Þetta vil eg meina að sé löggildur eða löglegur þjófnaður. Er það sanngjarnt að aðeins fjármagn lánastofnana sé verðtryggt en ekki sá hluti fjármagns sem eigendurnir leggja til íbúðakaupa? Er þetta leiðin til sparnaðar sem alltaf er verið að predika fyrir fólki? Á áttunda áratug síðustu aldar var mikil óðaverðbólga og órói á vinnumarkaði en veðskuldir stóðu í stað og urðu næstum að engu. Því var með svokölluðum Ólafslögum árið 1979 tekin upp verðtrygging fjárskuldbindinga og launa. Verðtrygging launa var afnumin 1983. Lagasetning getur verið nauðsynleg til að bregðast við vandamálum sem upp koma í þjóðfélaginu hverju sinni, en það er ekki þar með sagt að lögin eigi eða þurfi að vera óbreytt eða ævarandi. Þó að Ólafslögin hafi verið nauðsynleg á sínum tíma er kominn tími til breytinga. Málin hafa snúist við, nú er það fjárhagur heimilanna í landinu sem er að verða að engu en veðskuldahafarnir, bankar og fjármálastofnanir, fitna eins og púkinn á fjósbitanum. Vandinn verður ekki leystur með stanslausum 110 prósenta ráðstöfunum sem duga varla út árið. Er ekki kominn tími til að setja ný lög? Þau gætu heitið „Ögmundarlög“ þar sem hann virðist vera eini ráðherrann í núverandi ríkisstjórn sem hefur áttað sig á að það stefnir óðfluga í almennt gjaldþrot heimilanna í landinu. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var mikið gumað af því að nú loksins væri komin til valda „norræn velferðarstjórn“. Eitt höfuðskilyrði velferðar hvers þjóðfélags er að þegnarnir hafi sem flestir efni á að eiga eða leigja sér þak yfir höfuðið. Á meðan ekkert er gert til að svo geti orðið er það aðeins öfugmæli eða gert í háði að tala um norræna velferðarstjórn.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun