Með frjálsum viðskiptum lyftum við grettistaki Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. september 2011 06:00 Það geta flestir sammælst um að Ísland, rétt eins og allar aðrar þjóðir, er ekki sjálfu sér einhlítt. Þrátt fyrir að við lifum á eyju langt út á ballarhafi þurfum við á viðskiptum við aðrar þjóðir að halda til að komast lífs af og festa okkar litla sker í sessi á meðal alþjóðasamfélagsins – raunar til að vera þjóð meðal þjóða. En svo virðist sem að sumir Íslendingar eigi bágt með að skilja mikilvægi frjálsra viðskipta og af hverju leiðin úr ánauð sé leið viðskiptafrelsis en ekki einangrunar og hafta.Ísland í dag Nýverið lýsti kínverskur fjárfestir, Huang Nubo að nafni, yfir áhuga á að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hyggst hann byggja upp umhverfisvæna ferðaþjónustu, þar eð hreinleiki náttúrunnar verður í hávegum hafður. Og ef viðskiptin ganga vel stefnir hann jafnvel á enn frekari uppbyggingu, og þá víðsvegar um landið. Lítum nú raunsætt á málið. Ríkissjóður Íslands skuldar um 1.700 milljarða króna, hér eru gjaldeyrishöft við lýði, háir skattar og gríðarlegt reglufarg, en samt sem áður vill kínverskur auðjöfur koma hingað til lands með gull og græna skóga. Hann ætlar ekki einu sinni að bora eða stífla eitt né neitt, heldur einvörðungu byggja upp umhverfisvæna ferðaþjónustu. Flestar þjóðir í veröldinni hefðu boðið hann hjartanlega velkominn en sú er ekki reyndin hér á Íslandi.Eru Íslendingar sjálfum sér nægir? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst íhuga það hvort hann gefi Huang Nubo leyfi til að fjárfesta hér innanlands. Þannig er nefnilega mál með vexti að Nubo þarf undanþágu frá forneskjulegum lögum til að hefja uppbyggingu sína. Í þessum tilteknu lögum er kveðið á um að aðeins aðilar innan EES-svæðisins geti keypt íslenskar jarðir til jafns á við Íslendinga og þarf því innanríkisráðherra að veita Nubo undanþágu. Það ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera sjálfsagt mál en er það bersýnilega ekki í þessu tilviki. Það er í lagi að Íslendingur kaupi fasteign hérlendis en þegar erlendur fjárfestir vill gera slíkt hið sama er hann fældur í burtu. Það er eins og að íslensk stjórnvöld haldi að við þurfum ekki á neinum gjaldeyri að halda – að allt sé í himnalagi og að við séum sjálfum okkur einhlít. Þetta sjónarmið er ríkjandi hvaðanæva af landinu og sérstaklega ef litið er til íslenska landbúnaðarkerfisins.Höft og hindranir neytenda Hér á Íslandi er fjármunum skattgreiðenda varið í niðurgreiðslur og styrki til landbúnaðar. Skattgreiðendur hafa ekkert val um hvaða bændur eða íslenska framleiðendur skal styrkja og fá að auki ekki að velja hvort þeir vilji yfirhöfuð styrkja íslenskan landbúnað. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra tekur einfaldlega fé skattgreiðenda til sín og dreifir svo að vild til vildarvina og velunnara. Og jafnvel ef skattgreiðendur fengju að eiga sína fjármuni óáreittir væri afar torvelt fyrir þá að kaupa erlendar landbúnaðarvörur enda eru gríðarlegir tollar á slíkum vörum. Þannig að neytandinn á engra kosta völ. Hann verður að verja hluta af fénu sem hann aflar til að niðurgreiða íslenskar landbúnaðarvörur og þarf síðan að kaupa vörurnar dýrum dómi af íslenskum bændum. Ósanngjarnt, ekki satt?Frelsi til viðskipta Tollar gera það að verkum að neytendur kaupa ekki þær vörur sem hagstæðast er að kaupa. Ef ódýrara er að flytja vöru inn en að framleiða hana þýðir það að peningum og vinnuafli er betur varið í annað. Þannig auðgast þjóðir. Þær hjálpa hver annarri með verkaskiptingu og sérhæfingu í hverjum geira fyrir sig. Til að mynda seljum við Kínverjum fisk þar sem það er ódýrara fyrir Kínverja að kaupa fiskinn af okkur en að veiða hann og verka sjálfir. Í frjálsum viðskiptum er aukinheldur ekki spurt hvernig bakarinn sé á litinn, eða hvort um sé að ræða Íslending eða Kínverja, heldur hvað hann hefur upp á að bjóða. Þannig segjum við skilið við útlendingaandúðina og fögnum þess í stað umburðarlyndinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það geta flestir sammælst um að Ísland, rétt eins og allar aðrar þjóðir, er ekki sjálfu sér einhlítt. Þrátt fyrir að við lifum á eyju langt út á ballarhafi þurfum við á viðskiptum við aðrar þjóðir að halda til að komast lífs af og festa okkar litla sker í sessi á meðal alþjóðasamfélagsins – raunar til að vera þjóð meðal þjóða. En svo virðist sem að sumir Íslendingar eigi bágt með að skilja mikilvægi frjálsra viðskipta og af hverju leiðin úr ánauð sé leið viðskiptafrelsis en ekki einangrunar og hafta.Ísland í dag Nýverið lýsti kínverskur fjárfestir, Huang Nubo að nafni, yfir áhuga á að kaupa jörðina á Grímsstöðum á Fjöllum. Hyggst hann byggja upp umhverfisvæna ferðaþjónustu, þar eð hreinleiki náttúrunnar verður í hávegum hafður. Og ef viðskiptin ganga vel stefnir hann jafnvel á enn frekari uppbyggingu, og þá víðsvegar um landið. Lítum nú raunsætt á málið. Ríkissjóður Íslands skuldar um 1.700 milljarða króna, hér eru gjaldeyrishöft við lýði, háir skattar og gríðarlegt reglufarg, en samt sem áður vill kínverskur auðjöfur koma hingað til lands með gull og græna skóga. Hann ætlar ekki einu sinni að bora eða stífla eitt né neitt, heldur einvörðungu byggja upp umhverfisvæna ferðaþjónustu. Flestar þjóðir í veröldinni hefðu boðið hann hjartanlega velkominn en sú er ekki reyndin hér á Íslandi.Eru Íslendingar sjálfum sér nægir? Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hyggst íhuga það hvort hann gefi Huang Nubo leyfi til að fjárfesta hér innanlands. Þannig er nefnilega mál með vexti að Nubo þarf undanþágu frá forneskjulegum lögum til að hefja uppbyggingu sína. Í þessum tilteknu lögum er kveðið á um að aðeins aðilar innan EES-svæðisins geti keypt íslenskar jarðir til jafns á við Íslendinga og þarf því innanríkisráðherra að veita Nubo undanþágu. Það ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera sjálfsagt mál en er það bersýnilega ekki í þessu tilviki. Það er í lagi að Íslendingur kaupi fasteign hérlendis en þegar erlendur fjárfestir vill gera slíkt hið sama er hann fældur í burtu. Það er eins og að íslensk stjórnvöld haldi að við þurfum ekki á neinum gjaldeyri að halda – að allt sé í himnalagi og að við séum sjálfum okkur einhlít. Þetta sjónarmið er ríkjandi hvaðanæva af landinu og sérstaklega ef litið er til íslenska landbúnaðarkerfisins.Höft og hindranir neytenda Hér á Íslandi er fjármunum skattgreiðenda varið í niðurgreiðslur og styrki til landbúnaðar. Skattgreiðendur hafa ekkert val um hvaða bændur eða íslenska framleiðendur skal styrkja og fá að auki ekki að velja hvort þeir vilji yfirhöfuð styrkja íslenskan landbúnað. Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra tekur einfaldlega fé skattgreiðenda til sín og dreifir svo að vild til vildarvina og velunnara. Og jafnvel ef skattgreiðendur fengju að eiga sína fjármuni óáreittir væri afar torvelt fyrir þá að kaupa erlendar landbúnaðarvörur enda eru gríðarlegir tollar á slíkum vörum. Þannig að neytandinn á engra kosta völ. Hann verður að verja hluta af fénu sem hann aflar til að niðurgreiða íslenskar landbúnaðarvörur og þarf síðan að kaupa vörurnar dýrum dómi af íslenskum bændum. Ósanngjarnt, ekki satt?Frelsi til viðskipta Tollar gera það að verkum að neytendur kaupa ekki þær vörur sem hagstæðast er að kaupa. Ef ódýrara er að flytja vöru inn en að framleiða hana þýðir það að peningum og vinnuafli er betur varið í annað. Þannig auðgast þjóðir. Þær hjálpa hver annarri með verkaskiptingu og sérhæfingu í hverjum geira fyrir sig. Til að mynda seljum við Kínverjum fisk þar sem það er ódýrara fyrir Kínverja að kaupa fiskinn af okkur en að veiða hann og verka sjálfir. Í frjálsum viðskiptum er aukinheldur ekki spurt hvernig bakarinn sé á litinn, eða hvort um sé að ræða Íslending eða Kínverja, heldur hvað hann hefur upp á að bjóða. Þannig segjum við skilið við útlendingaandúðina og fögnum þess í stað umburðarlyndinu.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar