Gegn fullu gjaldi Guðmundur Örn Jónsson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Þegar á reynir, er rökrétt fyrir handhafa forréttinda að nota arðinn af þeim í að verja þau. Því sýnir gríðarlegt umfang baráttunnar um gjafakvótann, hversu verðmæt þau forréttindi eru. Samandreginn er boðskapur forréttindahópsins sá að íslenska þjóðin hafi ekki efni á mannréttindum, líkt og t.d. Færeyingar, sem nýverið buðu upp makrílkvóta sinn, m.a. til Samherja. Að þjóðin geti því ekki leiðrétt þau mannréttindabrot sem Sameinuðu þjóðirnar segja að felist í gjafakvótanum. Baráttan er birtingarmynd þeirrar skelfingar sem forréttindahópurinn fyllist við tilhugsunina um samkeppni um kvótann. Ástæða skelfingarinnar er úttekt sem Deloitte gerði fyrir þá, en samkvæmt henni munu fyrirtæki þeirra verða undir í slíkri samkeppni og önnur hagkvæmari taka við. Þess konar samkeppni er aftur á móti ástæða hagsældar á Vesturlöndum, enda hafa bæði alþjóðastofnanir á sviði efnahagsmála og virtustu hagfræðingar heimsins mælt með henni. Vilji þjóðarinnar hefur jafnframt margsinnis komið í ljós og endurspeglast í stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Hún gerir ráð fyrir því að eigur þjóðarinnar njóti sömu verndar og eigur einstaklinga og verði aðeins nýttar gegn fullu gjaldi, þ.e.a.s. verði sem myndast í samkeppni. Þingmenn Vinstri grænna munu á komandi þingi standa gegn því að þjóðin fái að kjósa um óbreytta stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Standa gegn því að þjóðin geti valið hagsæld og mannréttindi. Á þeim tímapunkti er seinasta tækifærið fyrir þingmenn jafnaðarmanna, sem þegar eru laskaðir af eftirlátssemi við sérhagsmunahópa, en komust til valda undir slagorðinu, „Eitt samfélag, allir með", að slíta stjórnarsamstarfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar á reynir, er rökrétt fyrir handhafa forréttinda að nota arðinn af þeim í að verja þau. Því sýnir gríðarlegt umfang baráttunnar um gjafakvótann, hversu verðmæt þau forréttindi eru. Samandreginn er boðskapur forréttindahópsins sá að íslenska þjóðin hafi ekki efni á mannréttindum, líkt og t.d. Færeyingar, sem nýverið buðu upp makrílkvóta sinn, m.a. til Samherja. Að þjóðin geti því ekki leiðrétt þau mannréttindabrot sem Sameinuðu þjóðirnar segja að felist í gjafakvótanum. Baráttan er birtingarmynd þeirrar skelfingar sem forréttindahópurinn fyllist við tilhugsunina um samkeppni um kvótann. Ástæða skelfingarinnar er úttekt sem Deloitte gerði fyrir þá, en samkvæmt henni munu fyrirtæki þeirra verða undir í slíkri samkeppni og önnur hagkvæmari taka við. Þess konar samkeppni er aftur á móti ástæða hagsældar á Vesturlöndum, enda hafa bæði alþjóðastofnanir á sviði efnahagsmála og virtustu hagfræðingar heimsins mælt með henni. Vilji þjóðarinnar hefur jafnframt margsinnis komið í ljós og endurspeglast í stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Hún gerir ráð fyrir því að eigur þjóðarinnar njóti sömu verndar og eigur einstaklinga og verði aðeins nýttar gegn fullu gjaldi, þ.e.a.s. verði sem myndast í samkeppni. Þingmenn Vinstri grænna munu á komandi þingi standa gegn því að þjóðin fái að kjósa um óbreytta stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Standa gegn því að þjóðin geti valið hagsæld og mannréttindi. Á þeim tímapunkti er seinasta tækifærið fyrir þingmenn jafnaðarmanna, sem þegar eru laskaðir af eftirlátssemi við sérhagsmunahópa, en komust til valda undir slagorðinu, „Eitt samfélag, allir með", að slíta stjórnarsamstarfinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar