Til varnar bændum Matthías Kristinsson skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson ritaði grein í Fréttablaðið 25. ágúst sl. og réðst þar af mikilli vanþekkingu á bændur vegna niðurgreiðslu ríkisins á útfluttar landbúnaðarafurðir. Í staðinn fyrir að líta á málið í heild sinni tekur hann aðeins einn þátt til útreiknings og fær þannig sjálfgefna niðurstöðu sem mér virðist hafa það að markmiði að hvetja til óhefts innflutnings á landbúnaðarvörum. En málið er ekki jafn einfalt og Þórólfur setur það fram. Þar vantar m.a. allar upplýsingar um gjaldeyristekjurnar sem fengust fyrir útflutninginn, atvinnuskapandi þáttinn hér innanlands við útfluttu afurðirnar, tekjur flutningafyrirtækja, skatttekjur ríkissins af þeim þáttum og þann sparnað sem auknar atvinnuleysisbætur ýmissa stétta hefðu haft í för með sér ef þessi útflutningur hefði ekki komið til. Þá er þess að gæta að okkur er lífsnauðsynlegt að hafa næga matvælaframleiðslu í landinu, ekki síst ef til styrjaldar kæmi og matvæli fengjust ekki annars staðar frá. Þá þýddi lítið að segja bændum að búa til sauðfé, kýr o.fl. þegar búið væri að ganga of nærri búunum af hyggjuleysi einu saman. Þá segir Þórólfur að það viðgangist ekki skilyrðislausar niðurgreiðslur í hinu „vonda" Evrópusambandi og segir bændur þar þurfa að sækja um niðurgreiðslurnar og fái þær ekki nema þeir geti sýnt fram á að starfsemi þeirra sé sjálfbær og að landnýting þeirra stuðli ekki að rányrkju. Ja, mikil er nú viska hagfræðinnar ef sjálfbær bú þurfa á styrk að halda! Svo nefnir Þórólfur það siðleysi en löglegt hjá bændum að ráðstafa sláturafurðum sínum sjálfir eftir að hafa þegið fjóra milljarða „að gjöf" frá skattgreiðendum. Hvílík fjarstæða sem maðurinn getur látið frá sér. Það sér hver einasti hugsandi maður að hér hljóta markaðsaðstæður að ráða og það þarf engan prófessor í hagfræði til að segja mér að bændur eða aðrir atvinnurekendur reyni ekki að reka sín fyrirtæki sem best. Svo er þetta engin gjöf frá skattgreiðendum, heldur kostnaður við að koma aukaframleiðslu í verð, fá fyrir hana gjaldeyri í stað þess að fara með hana á haugana. Það væri kannski ráð hjá prófessornum að gerast bóndi til að sýna okkur hvernig hann gerði betur. Það yrði líklega þjóðhagslega hagkvæmara en að hafa hann í því starfi sem hann er í núna. Þá gæti hann komist að því að það hefur alltaf verið, er og verður, gott hagstjórnartæki að greiða niður útflutning til gjaldeyrisöflunar. Það er mikilvægur þáttur í sjálfstæði þjóða og hagstjórnartæki sem stuðlar að því að koma í veg fyrir skipbrot þjóðarbúa.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun