"Ég er meiri femínisti en þú!" Björk Eiðsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlakonurnar Ellý Ármanns og Tobba Marinós fengið töluverða gagnrýni vegna orða sem Ellý lét falla í Fréttatímanum varðandi sjónvarpsþátt sem þær stöllur fara í loftið með á SkjáEinum nú í haust. Þar sagði Ellý þær ætla að fjalla um allt það sem mæðir á konum og taldi svo upp örfá dæmi. Sú upptalning hennar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum enda engan veginn tæmandi að þeirra mati, eðlilega ekki, kannski. Eðlilega ekki, segi ég enda efast ég um að hún hafi ætlað að telja upp umfjöllunarefni næstu mánaða í örstuttu blaðaviðtali. Flest slík viðtöl eru tekin í gegnum síma og viðmælandi hefur stuttan tíma til að íhuga hvernig best sé að koma fyrir sig orði. Þegar ég las viðtalið við þær Ellý og Tobbu staðnæmdist ég einmitt við þetta svar Ellýjar, ekki vegna þess að það færi svo fyrir brjóstið á mér heldur hugsaði ég með mér: „Hún verður skotin í kaf fyrir þetta!" En það er einmitt þar sem hnífurinn stendur í kúnni, að mínu mati. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á elsta og vinsælasta kvennatímariti landsins, Vikunni, í fjögur ár auk þess sem ég stjórnaði kvennaspjallþættinum Dyngjunni ásamt Nadiu Katrínu Banine síðastliðinn vetur á SkjáEinum. Því má segja að ég sé hokin af reynslu í að fjalla um „allt það sem konur tala um". Og veit ég vel að það sem við tölum um er ekki hægt að koma í eina setningu og eins að umræðuefnin eru misjöfn okkar á milli, það hvarflar ekki að mér að ætla öllum konum að vera að tala um það sama og hvað þá öllum stundum. Á þessum árum mínum í fjölmiðlum hef ég fjallað um allt frá bleiuskiptum að staðalímyndum og allt frá því hvernig beri að velja varalit að því hvaða endurmenntunarmöguleikar séu í boði og ég er viss um að margar konur hafi haft gaman af hvoru tveggja en ekki endilega aðeins öðru hvoru. Það er þó ekki aðalmálið í mínum huga heldur sú staðreynd að kona sem tekur þá ákvörðun að halda uppi sjónvarpsþætti sérstaklega miðuðum að kynsystrum sínum í hverri viku skuli eiga það á hættu að vera skotin í kaf. Eða, leyfið mér að endurorða, ekki aðeins eiga það á hættu, heldur „gjörðu svo vel, farðu í skotbyrgið og undirbúðu þig fyrir stórhríð". Og það jafnvel áður en þátturinn fer í loftið. Þegar við Nadia fórum af stað með Dyngjuna síðasta vetur var hringt í mig frá Fréttablaðinu klukkutíma eftir að ég vissi að ég hefði fengið starfið. Ég var einmitt spurð að því sama og Ellý: Um hvað við ætluðum að fjalla. Ég svaraði eins vel og ég gat, enda voru aðeins nokkrar hugmyndir komnar á blað. Klukkutíma síðar hafði ég svo aftur samband við blaðamanninn til að fá að bæta fleiri hugmyndum við sem höfðu ekki komið í huga mér í flýtinum áður. Þetta gerði ég einfaldlega til að reyna að koma í veg fyrir að vera „skotin í kaf". Algjörlega eðlilegur og réttmætur ótti af minni hálfu. Það eru gömul sannindi og ný að færri konur birtast á sjónvarpsskjáum okkar en karlar og því hljótum við öll að fagna breytingum frá þeirri stefnu. Við þurfum ekkert að vera á einu máli um efnistökin, enda aldrei svo að hægt sé að þóknast öllum. Ég hef voða gaman af því að vera fín og sæt en ég fæ samt krumpaðar tær þegar konur fara að tala um megrun og nýjustu línuna í naglalökkun og vinkonur mínar vita betur en að ræða hvaða augnskuggi sé bestur við mig. Ég geri mér þó grein fyrir því að margar konur hafa einmitt sérlegan áhuga á þessu tvennu og þær mega það alveg mín vegna. Ég meira að segja fjalla um þetta og margt annað sem vekur ekkert endilega áhuga minn, enda er ég blaðamaður en ekki bloggari og skrifa ekki bara um hugðarefni mín eða bara fyrir mig. Þó svo að ég geti verið sammála ýmsu í gagnrýninni sem komið hefur upp í þessari umræðu og ég sé sammála því að við eigum ekki að ýta undir stöðluð hlutverk kynjanna og það sé gott að vera alltaf aðeins á tánum þá held ég að með því að ráðast hverjar á aðra á þennan hátt færum við einmitt kvenréttindabaráttuna aftur um áratugi. Umræða er af því góða en orrahríð og illindi ekki. Leyfum röddum kvenna að hljóma, alls konar röddum, og hættum að keppa um hver sé mesti femínistinn – við erum það allar: Konur eru konum bestar!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar