Nemendafélög í grunnskólum Helga Margrét Guðmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Með nýrri menntastefnu og menntalögum sem samþykkt voru á Alþingi árið 2008 hafa orðið breytingar í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Aukin áhersla er á velferð nemenda og að nemendur læri um lýðræði í lýðræðislegu skólasamfélagi. Hlutverk fræðsluyfirvalda og samtaka foreldra er að útfæra nýju lögin og upplýsa almenning um þær breytingar sem orðið hafa með nýjum lögum og aðalnámsskrá. Auka þarf fræðslu til starfsfólks í skólum og ekki hvað síst upplýsa foreldra og nemendur um nýjar áherslur í skólastarfinu. Skólaráð eru nú starfandi í grunnskólum sem allir hagsmunaaðilar innan skólans eiga aðild að. Ráðið er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahaldið. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs sem skipað er níu aðilum sem kosnir eru til tveggja ára í senn. Þar eiga foreldrar og nemendur tvo fulltrúa hvor ásamt kennurum, öðru starfsfólki skóla og einum aðila úr grenndarsamfélaginu. Bæði nemenda- og foreldrafélög skulu samkvæmt grunnskólalögum setja sér starfsreglur um kosningu fulltrúa í skólaráð og hafa flest foreldrafélög samþykkt slíkar reglur. Í grunnskólalögum er kveðið á um réttindi nemenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun og fyrirkomulag skólastarfs, s.s. með setu í skólaráðum. Nokkuð ber á því að nemendafélög fái ekki þann undirbúning sem þau þurfa til að nemendur geti með góðu móti orðið virkir þátttakendur í skólaráðum. Í skýrslu um mannréttindafræðslu hefur starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sett fram tillögur sem ætlað er að vera hugmyndagefandi fyrir skóla fyrir þann mikilvæga þátt í menntun barna að stuðla að virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Þar kemur fram að átt hefur sér stað vitundarvakning á undanförnum árum um mikilvægi þess að nemendur fái tækifæri til að styrkja sjálfa sig og undirbúa sig betur undir áskoranir daglegs lífs í síbreytilegum heimi. Markmiðið með tillögunum er að auðvelda skólum að styrkja þennan þátt í menntun barna og ungmenna. Hægt er að nálgast skýrsluna á vef ráðuneytisins: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Forsidugreinar/nr/4786. Þar er einnig bent á leiðir til að innleiða markmiðin í kennslu. Má nærri geta að tillögur þessar eru fagnaðarefni fyrir kennara og foreldra sem vinna saman að útfærslu 2. greinar nýrra grunnskólalaga. Menntakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í að vekja nemendur til umhugsunar, uppfræða þá og hvetja þá til lýðræðislegrar þátttöku. Til að okkur takist það þarf skólastarfið að fela í sér jákvæða afstöðu til lýðræðis og standa vörð um lýðræðisleg gildi og mannréttindi. Virk mannréttindavernd byggir á því að fólk þekki rétt sinn og virði réttindi annarra. Útfærsla nýrra menntalaga er m.a. á hendi fræðslunefnda á hverjum stað en foreldrar og almenningur eru helsta eftirlitið og aðhald á að lögum sé framfylgt. Skólar geta ekki haft eftirlit með sjálfum sér og mikilvægt að borgararnir láti sig varða hvernig á er haldið og hvernig verklag og útfærsla á skólastefnu sveitarfélaga fer fram. Þar gegna foreldrafélög lykilhlutverki. Allt miðar þetta að aukinni velferð okkar, betri líðan nemenda og auknum gæðum menntunar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar