AkureyrarAkademían: Hluti af fræðasamfélagi Norðurlands Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starfsemi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræðilega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæjarins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikilvægur stuðningur við vaxandi menningarlíf í þessum bæ, við Háskólann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöðuna í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félagsins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekkingu sem gildir að virkja. Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menningarlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademíunnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og listum að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrirheit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræðafólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til staðar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni. Umfang þeirrar starfsemi sem AkureyrarAkademían mun sinna í náinni framtíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríðandi er að opinberir aðilar tryggi að daglegum rekstri félagsins sé borgið. Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademíunnar tengjast einnig ákvörðunum um húsnæðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademían beint og óbeint stuðlað að atvinnusköpun og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjölmargra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjölbreytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
AkureyrarAkademían – Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er fimm ára. Því er ástæða til þess að rýna aðeins í vaxtarmöguleika félagsins og hvetja hvern þann sem tök hefur að styðja við starfsemi félagsins. AkureyrarAkademían hefur gert félögum sínum kleift að vinna að sínum fræðum í skapandi og hvetjandi umhverfi, þar sem fólk styður hvert annað bæði fræðilega og í gegnum hversdagsleg samskipti. Hún skapar þannig ný atvinnutækifæri og stuðlar að nýrri þekkingu. Hún laðar til bæjarins fræðafólk til lengri og skemmri tíma, bæði erlendis frá og frá höfuðborgarsvæðinu. Hún er mikilvægur stuðningur við vaxandi menningarlíf í þessum bæ, við Háskólann, félagasamtök, stofnanir og einstaklinga. AkureyrarAkademían sem vinnustaður er komin til að vera. Þegar rætt er við fólk sem hefur nýtt sér vinnuaðstöðuna í húsinu verður ljóst hversu mikilvæg aðstaðan hefur verið fyrir flest þeirra. Það að geta setið í ró og næði og stundað fræðistörf er dýrmætt. En það er samfélagið í húsinu, þverfaglegt samtal, samstarf og félagsskapur af fólki með ólíkan bakgrunn sem gerir vinnuaðstöðuna í húsinu ómetanlega. Sá góði andi sem ríkir í húsinu, næðið sem fólk hefur þar og öll aðstaða gerir að verkum að fólki vinnst vel. Allnokkrir félagar í meistara- eða doktorsnámi við Háskóla Íslands eða háskóla erlendis hafa eða hafa haft vinnuaðstöðu í húsinu. Ljóst er, að ef þessi aðstaða væri ekki fyrir hendi hefðu sum þeirra jafnvel tekið ákvörðun um að flytja búferlum. Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi er komið til að vera. Þegar rætt er við félagsfólk um mikilvægi þess að hér fyrir norðan sé starfandi slíkur félagsskapur eru margir á þeirri skoðun að áfram þurfi að vinna að því að efla og styrkja starf félagsins sem nær til fólks á öllum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn úr akademíu og skóla lífsins, fólks sem býr yfir fjölbreyttri þekkingu sem gildir að virkja. Viðburðir AkureyrarAkademíunnar hafa skapað sér fastan sess í fræða- og menningarlífi Akureyrarbæjar og Norðurlands alls. Sérstaklega verða hin ýmsu þing Akademíunnar þar sem teflt hefur verið saman fólki úr ýmsum atvinnugreinum, fræðum og listum að teljast vel heppnuð og gefa þau fyrirheit um það sem koma skal. Einnig hefur það verið aðalsmerki Akademíunnar að fræðafólk úr ýmsum áttum hefur kvatt sér hljóðs á vettvangi Akademíunnar og þarf svo að vera, því enginn annar vettvangur er til staðar á Norðurlandi þar sem jafn fjölbreyttur og breiður hópur hefur möguleika á því að tjá sig á opinberum vettvangi um hin ýmsu fræði, stærri og minni. Umfang þeirrar starfsemi sem AkureyrarAkademían mun sinna í náinni framtíð ræðst af því hvernig ríki, bæjarfélög og aðrir aðilar sjá sér fært að styrkja félagið til athafna. Fyrir stjórn og félagsfólk allt er það eitt helsta verkefnið að leita leiða til þess að fjármagna starf félagsins. Ljóst er að félagið hefur einhverja möguleika til að sækja um minni styrki fyrir staka viðburði, en áríðandi er að opinberir aðilar tryggi að daglegum rekstri félagsins sé borgið. Vaxtarmöguleikar AkureyrarAkademíunnar tengjast einnig ákvörðunum um húsnæðið í gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99. Húsið myndi sóma sér vel sem fræðasetur á Akureyri, sem fólkvangur þar sem áhugafólk og fræðafólk af vettvangi lista, menningar og hvers kyns vísinda hefði áfram tök á því að bera saman bækur sínar, sinna samtali og þverfaglegri gagnrýni, sem væri til þess fallin að hvetja einstaklinga til að hugsa út fyrir ramma eigin sérgreinar í átt að nýsköpun og framtíð sem byggir á gagnkvæmri virðingu og forvitni þess sem vill vita meira. Ekki má líta framhjá því að auk þess að vera fræðilegur aflvaki er Akademían ekki síður mikilvæg atvinnusköpun í nærsamfélagi sínu. Á þeim fimm árum sem liðin eru frá stofnun hennar hefur Akademían beint og óbeint stuðlað að atvinnusköpun og nýsköpun á svæðinu. Innan veggja Akademíunnar hafa þannig verið unnin rannsóknarverkefni, skrifaðar bækur, unnið að menningarviðburðum, og listsköpun. Fræðimennska er atvinnugrein þeirra sem hana stunda og þótt Akademían sé ekki atvinnurekandi í beinum skilningi er hún mikilvægur grundvöllur þeirra starfa sem Akademónar vinna. Hún er skjólshús fjölmargra sjálfstætt starfandi fræðimanna og skapar þeim frjóan vettvang sem ekki síst hvetur til þverfaglegs samtals og samvinnu. Sem slík eflir Akademían fræðilegan fjölbreytileika á Akureyri og eykur möguleika og víðsýni ungs fræðafólks á svæðinu þegar kemur að starfsmöguleikum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun