Ruglingsleg umræða Kristján Jóhannsson skrifar 25. ágúst 2011 06:00 Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það verður erfitt að koma Evrópuumræðunni á Íslandi á vitrænt plan. Krónan er hrunin með skelfilegum afleiðingum fyrir landsmenn. Það er búið að sýna sig á áratuga notkun á krónunni. Hún hefur fallið um mörg þúsund prósent gagnvart þeirri dönsku á þeim árum sem hún hefur verið í notkun. Fyrir 80 árum var ein dönsk króna jafnvirði einnar íslenskrar krónu en nú er ein dönsk króna jafnvirði 2.500 íslenskra króna (þ.e. þeirrar gömlu). Krónan á líklega eftir að hrynja enn þá meira í framtíðinni og þá þurfum við að fara að fækka núllunum aftur eins og við gerðum árið 1980. Við erum með verðtryggingu og hún virkar vel fyrir fjármagnseigendur en er skelfileg fyrir lántakendur í landi þar sem ráðamönnum gengur illa að hafa stjórn á efnahagsmálum. Í óðaverðbólgu og hruni er stórhættulegt, ef ekki glæpsamlegt, að hafa verðtryggingu sem þekkist varla í evruríkjunum. Líklega myndi Mannréttindadómstóll Evrópu banna svona gjörning. Við erum með of hátt matarverð og alltof háa vexti og launin eru lægri en í flestum þeim Evrópulöndum sem við berum okkur saman við. Við erum í átthagafjötrum og ferðakostnaður til útlanda hefur tvöfaldast frá því fyrir hrun. Það er ekki nema lítill hluti þjóðarinnar sem hefur efni á að ferðast til útlanda. Og við næsta hrun krónunnar hafa enn færri Íslendingar efni á að ferðast. Benda má á að íbúð í Kaupmannahöfn sem var metin á 40 milljónir íslenskar fyrir hrun kostar eftir hrun 80 milljónir íslenskra króna. Er það þetta sem við viljum? Þeir menn sem vilja slíta viðræðunum við ESB og ekki leyfa þjóðinni að kjósa um aðild ættu þá að vera sjálfum sér samkvæmir og leggja það til að við segðum okkur líka úr NATO. Þá getum við lokað landinu endanlega og sagt með rembingi „Ísland er aðeins fyrir Íslendinga“. Við viljum ekkert með útlendinga og útlönd hafa. Hvorki evran, dollarinn né kínverski juaninn eru á förum. Leyfið okkur að kjósa um ESB!
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar