Til hamingju Páll Stefánsson skrifar 24. ágúst 2011 06:00 Það var ánægjulegt að sjá 75.000 þúsund manns hlusta á sex tíma tónleika á hól í miðborg Tallinn á laugardagskvöldið. Og ekki vín á nokkrum manni. Tónleika sem enduðu á lagi Sinéad O"Connor, Nothing Compares 2 U, sem varð eins konar einkennislag sjálfsstæðisbaráttu Eista sem lauk með fullu sjálfstæði þeirra fyrir tuttugu árum. Á miðnætti, eftir tóna írsku söngkonunnar, steig forseti Íslands á svið, og setti sérstakan Íslendingadag, til heiðurs þeirri þjóð sem gekk fyrst fram og viðurkenndi sjálfstæði Eistlands. Það voru stórkostlegar móttökur, sem íslensku listamennirnir fengu síðan daginn eftir. Tónlist, hönnun, ljósmyndir, matur, alls staðar var fullt út úr dyrum, í dagskrá sem var öllum sem komu að skipulagningunni til mikils sóma. Og maður fann vel fyrir gríðarlegum velvilja til okkar Íslendinga frá Eistum, Þjóð sem hefur verið frjáls í aðeins tuttugu ár, en það er met, því nú hefur sjálfstæðið enst ári lengur en fyrra frelsið, sem varði einungis í nítján ár, frá 1920 til 1939. Og fullveldið, sjálfstæðið er þeim ALLT. Þess vegna skildu þeir ekki spurningu mína um hvort vera þeirra í Evrópusambandinu skerði ekki þeirra nýfundna frelsi. „Nei, veran í Evrópusambandinu er trygging fyrir því að við erum þjóð meðal þjóða. Það er hlustað á okkur, og við erum hluti af ákvarðanatöku og regluverki þjóða Evrópu.“ Það eru bara rúmir sjö mánuðir síðan þeir tóku upp evru. Sem hefur strax skilað sér í 18% aukningu á erlendum fjárfestingum í landinu. „Nú erum við loksins með alvöru gjaldmiðil, sem býr til festu fyrir heimilin, ríkið og fyrirtækin í landinu.“ Til hamingju með sjálfstæðið kæru Eistar! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson Bakþankar Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Draumur Vigdísar Ragnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að sjá 75.000 þúsund manns hlusta á sex tíma tónleika á hól í miðborg Tallinn á laugardagskvöldið. Og ekki vín á nokkrum manni. Tónleika sem enduðu á lagi Sinéad O"Connor, Nothing Compares 2 U, sem varð eins konar einkennislag sjálfsstæðisbaráttu Eista sem lauk með fullu sjálfstæði þeirra fyrir tuttugu árum. Á miðnætti, eftir tóna írsku söngkonunnar, steig forseti Íslands á svið, og setti sérstakan Íslendingadag, til heiðurs þeirri þjóð sem gekk fyrst fram og viðurkenndi sjálfstæði Eistlands. Það voru stórkostlegar móttökur, sem íslensku listamennirnir fengu síðan daginn eftir. Tónlist, hönnun, ljósmyndir, matur, alls staðar var fullt út úr dyrum, í dagskrá sem var öllum sem komu að skipulagningunni til mikils sóma. Og maður fann vel fyrir gríðarlegum velvilja til okkar Íslendinga frá Eistum, Þjóð sem hefur verið frjáls í aðeins tuttugu ár, en það er met, því nú hefur sjálfstæðið enst ári lengur en fyrra frelsið, sem varði einungis í nítján ár, frá 1920 til 1939. Og fullveldið, sjálfstæðið er þeim ALLT. Þess vegna skildu þeir ekki spurningu mína um hvort vera þeirra í Evrópusambandinu skerði ekki þeirra nýfundna frelsi. „Nei, veran í Evrópusambandinu er trygging fyrir því að við erum þjóð meðal þjóða. Það er hlustað á okkur, og við erum hluti af ákvarðanatöku og regluverki þjóða Evrópu.“ Það eru bara rúmir sjö mánuðir síðan þeir tóku upp evru. Sem hefur strax skilað sér í 18% aukningu á erlendum fjárfestingum í landinu. „Nú erum við loksins með alvöru gjaldmiðil, sem býr til festu fyrir heimilin, ríkið og fyrirtækin í landinu.“ Til hamingju með sjálfstæðið kæru Eistar!
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar