Viðhaldssaga og virðisauki Þóra Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Á vef Ríkisskattstjóra má senda inn beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna aðkeyptrar vinnu við íbúðar- eða frístundahúsnæði. Húseigandi skráir sig inn á vefinn með kennitölu sinni og veflykli og fyllir út umsókn um endurgreiðslu virðisaukaskatts. Kvittanir þarf svo að senda í pósti. Á umsókninni er fyllt út hvort um endurbætur eða viðhald sé að ræða eða vinnu vegna nýbyggingar svo og tegund húsnæðisins. Næst eru fylltar inn upplýsingar um aðkeypta vinnu, tegund hennar og útlagðan kostnað með og án VSK. Að því loknu eru skráðar upplýsingar um verktaka/fyrirtæki sem vann vinnuna og upplýsingar um skiptingu kostnaðar. Frumrit greiddra sölureikninga þarf síðan að senda skattinum til að umsókn sé afgreidd. Senda má frumrit í pósti eða skila til skattsins en ekki virðist vera boðið upp á að skanna frumritið og senda á rafrænu formi. Umsóknarferli þetta er til fyrirmyndar og einfaldar beiðni húseigandans um endurgreiðslu VSK vegna vinnu við húsnæði hans. En, má nýta þetta ferli til að hvetja fólk til að hafna svartri vinnu? Ef svo er, hvernig má gera það? Tillaga mín er eftirfarandi: Fasteignaeigendur skili inn umsókn um endurgreiðslu VSK. RSK afgreiðir málið og varðveitir síðan upplýsingarnar um viðhaldsverkið um ókomna tíð. Þessar upplýsingar geti fasteignaeigandi nálgast æ síðan er hann eða seinni eigendur fasteignarinnar vilja skoða viðhaldssögu hennar. Í beiðnina um endurgreiðslu á VSK væri hægt að setja inn nokkrar viðbótarupplýsingar sem væru gagnlegar fyrir umsækjandann. Svo dæmi sé tekið, að hægt væri að setja inn mynd af kvittunum bæði fyrir efni og vinnu og inn kæmu nokkrir textareitir (staðlaðir eða opnir) til að skrá frekari upplýsingar um verkið og þann sem vann það. Nefna má símanúmer verktakans eða hversu ánægður húseigandi var með verkið. Kæru fasteignaeigendur, er þetta ekki mikilvægt mál fyrir okkur? Væri ekki dýrmætt að hafna svartri vinnu og geta í staðinn gengið að skjalfestum gögnum um viðhaldsverk á eign okkar þegar okkur hentar?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar