Öfugþróun snúið við Hjálmar Sveinsson skrifar 11. ágúst 2011 11:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Fréttablaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfærandi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður. Of stórvirkt tækiSigmundur Davíð rekur ágætlega í grein sinni hvernig hér í Reykjavík varð til „sterkur öfugur hvati“ sem umbunaði þeim sem keyptu upp gömul hús til að rífa þau, og byggja stór hús í staðinn, en refsaði hinum sem gerðu upp sín gömlu hús sem hefði þó átt að auka verðmæti húsanna og næsta umhverfis og þar með miðbæjarins, ef allt hefði verið með felldu. Rétt er að halda því til haga að fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar, sem samþykkt var aldamótaárið 2000, fól í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Dagsektir gegn niðurníðsluVið Sigmundur Davíð erum áreiðanlega sammála um þetta. Hins vegar get ég ekki annað en mótmælt þeim boðskap í grein Sigmundar Davíðs að allt hafi verið gert til að „snúa þróuninni við“ meðan hann sat í skipulagsráði árin 2008 til 2010 en síðan, eftir að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við fyrir rúmi ári, hafi ekkert gerst. Í grein sem ég skrifaði fyrir Fréttablaðið fyrir þremur mánuðum vakti ég athygli á því að meirihluti skipulagsráðs samþykkti í vor að taka róttækara skref gegn niðurníðslu húsa í miðborginni en aðrir meirihlutar hafa vogað sér. Í yfirlýsingu ráðsins, frá því í byrjun maí, segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi eða mögulegra óska lóðarhafa um breytingar á skipulagi enda séu engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki. Það er varla hægt að hafa skilaboð stjórnvalda skýrari. Borgaryfirvöld hefðu þurft að setja fram slíka yfirlýsingu fyrir löngu. Af hverju beitti Sigmundur Davíð sér ekki fyrir því um leið og hann var kjörinn í skipulagsráð fyrir þremur árum? Sigmundur Davíð á líka að vita manna best að nýr meirihluti kemur aldrei að auðu blaði. Það er ævinlega búið að taka ótal ákvarðanir af fyrri borgarstjórnum, áreiðanlega í góðri trú, sem binda hendur þeirra sem taka við. Borgaryfirvöld geta ekki þurrkað pólitískar ákvarðanir og skuldbindingar út og kallað yfir sig heilan lögfræðingaskara með himinháar skaðabótakröfur. Sjóðir borgarinnar eru ekki mjög digrir þessa dagana. Víðtæk bótaskyldaEitt af því sem gerir skipulagsyfirvöldum í Reykjavík mjög erfitt fyrir er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem virðist vera tryggður í bak og fyrir með gildandi skipulagslögum. Í 51. grein skipulags- og byggingarlaga er kveðið á um að ef gildistaka skipulags leiðir til þess að „nýtingarmöguleikar“ fasteignar rýrni, geti sá sem telji sig verða fyrir slíku tjóni sótt skaðabætur í sjóði viðkomandi sveitarfélags. Þetta ákvæði hefur verið kallað „hlutlæg bótaregla“. Nýtingarhlutfallið sem borgin skilgreinir og útdeilir með deiliskipulagi, á landi sem hún á yfirleitt sjálf, er álitið vera eign lóðarhafans. Um aldur og ævi! Og eignarrétturinn er varinn í stjórnarskránni. Sakleysislegt lögfræðihugtak hefur leitt til þess að þegar sveitarstjórn hefur heimilað byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi, hafa lóðarhafa í raun verið færð eignarréttindi á silfurfati sem geta gengið kaupum og sölum og jafnvel verið veðsett. Það hefur átt sinn þátt í því að sumar lóðir í miðbænum eru veðsettar upp úr öllu valdi þótt ekkert hafi verið framkvæmt á lóðinni. Ákvæðið hefur með öðrum orðum gert verslun með heimildir fyrir byggingarmagni eða nýtingarhlutfalli gróðavænlega og það hefur meðal annars leitt til eins konar pattstöðu sem ríkir á allt of mörgum lóðum í miðbænum og víðar. Fagfólkið sem vinnur á skipulagssviði Reykjavíkur hefur lengi gert sér grein fyrir ógöngunum sem þessi íslenska lögfræði leiðir til og hversu mikilvægt er að ákvæðinu verði breytt. Undanfarin misseri hefur nefnd alþingismanna á vegum umhverfisráðuneytisins unnið að breytingum á skipulagslögum. Í ítarlegri umsögn sem Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar sendi nefndinni í mars í fyrra var vakin athygli á vandanum sem bótareglan í núverandi mynd veldur sveitarfélögunum. Í umsögninni er að auki vakin athygli á að þessi víðtæka bótaskylda á ekki hliðstæðu í norrænum skipulagslögum. Því miður treysti nefndin sér ekki til að endurskoða bótaregluna og breyta til samræmis við norræna skipulagslöggjöf. Bótareglan er óbreytt í nýjum skipulagslögum sem Alþingi samþykkti í september í fyrra. Við þurfum því enn um sinn að búa við hana. Það breytir samt ekki því að borgaryfirvöld ætla sér að snúa öfugþróuninni við. Til þess þarf mikla lagni og nokkra áræðni. Núverandi borgarstjórn býr yfir hvoru tveggja. En þarna var og er tækifæri fyrir þingmanninn Sigmund Davíð til að beita sér á þingi. Í grein sinni segir hann að með skynsamlegu og hvetjandi skipulagi megi snúa þróuninni hratt. En skipulagið getur tæplega verið skynsamlegt, eða hvetjandi á réttan hátt, nema skipulagslögin séu það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, skrifaði á dögunum ágæta grein í Fréttablaðið um miðbæ Reykjavíkur. Það heyrir til undantekninga að íslenskir þingmenn láti sig borgina einhverju varða. Þeir sem fylgst hafa með öflugri og málefnalegri umræðu um þróun borgarinnar, og borga yfirleitt, undanfarin misseri, vita þó að Sigmundur Davíð hefur lagt til hennar mikilvægan skerf. Hann hefur fært okkur sannfærandi, hagfræðileg rök fyrir því að það er óskynsamlegt að rífa niður gömul hús í gömlum miðbæjum í stórum stíl, hvað þá að leyfa þeim að grotna niður. Of stórvirkt tækiSigmundur Davíð rekur ágætlega í grein sinni hvernig hér í Reykjavík varð til „sterkur öfugur hvati“ sem umbunaði þeim sem keyptu upp gömul hús til að rífa þau, og byggja stór hús í staðinn, en refsaði hinum sem gerðu upp sín gömlu hús sem hefði þó átt að auka verðmæti húsanna og næsta umhverfis og þar með miðbæjarins, ef allt hefði verið með felldu. Rétt er að halda því til haga að fyrir 10 árum kepptist borgarstjórnin við að koma í veg fyrir að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, gerðu endanlega út af við verslun og mannlíf í gamla miðbænum. Þróunaráætlun um eflingu miðborgarinnar, sem samþykkt var aldamótaárið 2000, fól í sér miklar uppbyggingarheimildir á nokkrum miðborgarreitum. Til að liðka fyrir keypti borgin fjölda lóða, einkum milli Hverfisgötu og Laugavegs, seldi þær til fjárfesta, með leyfi fyrir sameiningu þeirra í stórum stíl og fyrirheit um stóraukið nýtingarhlutfall. Eftir á að hyggja virðast borgaryfirvöld hafa sett af stað of stórvirk tæki til efla miðborgina. Þar sem nýir miðborgarkjarnar áttu að rísa blasir við auðn og niðurnídd hús. En þar sem náðist að byggja ný miðborgarhús virka þau nokkrum númerum of stór fyrir hina smásköluðu Reykjavíkurbyggð. Dagsektir gegn niðurníðsluVið Sigmundur Davíð erum áreiðanlega sammála um þetta. Hins vegar get ég ekki annað en mótmælt þeim boðskap í grein Sigmundar Davíðs að allt hafi verið gert til að „snúa þróuninni við“ meðan hann sat í skipulagsráði árin 2008 til 2010 en síðan, eftir að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar tók við fyrir rúmi ári, hafi ekkert gerst. Í grein sem ég skrifaði fyrir Fréttablaðið fyrir þremur mánuðum vakti ég athygli á því að meirihluti skipulagsráðs samþykkti í vor að taka róttækara skref gegn niðurníðslu húsa í miðborginni en aðrir meirihlutar hafa vogað sér. Í yfirlýsingu ráðsins, frá því í byrjun maí, segir að ekki verði lengur hikað við að beita dagsektum og öðrum þvingunarúrræðum, svo sem nauðungarsölu, gagnvart eigendum niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir sinna ekki áskorun byggingarfulltrúa um úrbætur. Dagsektirnar geta orðið allt að 50.000 krónum á dag. Þar er einnig tekið fram að við beitingu sekta og þvingunarúrræða verði ekki tekið tillit til þess hvort slæmt ásigkomulag fasteigna megi rekja til heimilda í deiliskipulagi eða mögulegra óska lóðarhafa um breytingar á skipulagi enda séu engar heimildir fyrir því í lögum að slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum rétt á að sinna viðhaldi fasteigna illa eða ekki. Það er varla hægt að hafa skilaboð stjórnvalda skýrari. Borgaryfirvöld hefðu þurft að setja fram slíka yfirlýsingu fyrir löngu. Af hverju beitti Sigmundur Davíð sér ekki fyrir því um leið og hann var kjörinn í skipulagsráð fyrir þremur árum? Sigmundur Davíð á líka að vita manna best að nýr meirihluti kemur aldrei að auðu blaði. Það er ævinlega búið að taka ótal ákvarðanir af fyrri borgarstjórnum, áreiðanlega í góðri trú, sem binda hendur þeirra sem taka við. Borgaryfirvöld geta ekki þurrkað pólitískar ákvarðanir og skuldbindingar út og kallað yfir sig heilan lögfræðingaskara með himinháar skaðabótakröfur. Sjóðir borgarinnar eru ekki mjög digrir þessa dagana. Víðtæk bótaskyldaEitt af því sem gerir skipulagsyfirvöldum í Reykjavík mjög erfitt fyrir er hinn sterki „óefnislegi eignarréttur“ sem virðist vera tryggður í bak og fyrir með gildandi skipulagslögum. Í 51. grein skipulags- og byggingarlaga er kveðið á um að ef gildistaka skipulags leiðir til þess að „nýtingarmöguleikar“ fasteignar rýrni, geti sá sem telji sig verða fyrir slíku tjóni sótt skaðabætur í sjóði viðkomandi sveitarfélags. Þetta ákvæði hefur verið kallað „hlutlæg bótaregla“. Nýtingarhlutfallið sem borgin skilgreinir og útdeilir með deiliskipulagi, á landi sem hún á yfirleitt sjálf, er álitið vera eign lóðarhafans. Um aldur og ævi! Og eignarrétturinn er varinn í stjórnarskránni. Sakleysislegt lögfræðihugtak hefur leitt til þess að þegar sveitarstjórn hefur heimilað byggingarmagn í gildandi deiliskipulagi, hafa lóðarhafa í raun verið færð eignarréttindi á silfurfati sem geta gengið kaupum og sölum og jafnvel verið veðsett. Það hefur átt sinn þátt í því að sumar lóðir í miðbænum eru veðsettar upp úr öllu valdi þótt ekkert hafi verið framkvæmt á lóðinni. Ákvæðið hefur með öðrum orðum gert verslun með heimildir fyrir byggingarmagni eða nýtingarhlutfalli gróðavænlega og það hefur meðal annars leitt til eins konar pattstöðu sem ríkir á allt of mörgum lóðum í miðbænum og víðar. Fagfólkið sem vinnur á skipulagssviði Reykjavíkur hefur lengi gert sér grein fyrir ógöngunum sem þessi íslenska lögfræði leiðir til og hversu mikilvægt er að ákvæðinu verði breytt. Undanfarin misseri hefur nefnd alþingismanna á vegum umhverfisráðuneytisins unnið að breytingum á skipulagslögum. Í ítarlegri umsögn sem Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar sendi nefndinni í mars í fyrra var vakin athygli á vandanum sem bótareglan í núverandi mynd veldur sveitarfélögunum. Í umsögninni er að auki vakin athygli á að þessi víðtæka bótaskylda á ekki hliðstæðu í norrænum skipulagslögum. Því miður treysti nefndin sér ekki til að endurskoða bótaregluna og breyta til samræmis við norræna skipulagslöggjöf. Bótareglan er óbreytt í nýjum skipulagslögum sem Alþingi samþykkti í september í fyrra. Við þurfum því enn um sinn að búa við hana. Það breytir samt ekki því að borgaryfirvöld ætla sér að snúa öfugþróuninni við. Til þess þarf mikla lagni og nokkra áræðni. Núverandi borgarstjórn býr yfir hvoru tveggja. En þarna var og er tækifæri fyrir þingmanninn Sigmund Davíð til að beita sér á þingi. Í grein sinni segir hann að með skynsamlegu og hvetjandi skipulagi megi snúa þróuninni hratt. En skipulagið getur tæplega verið skynsamlegt, eða hvetjandi á réttan hátt, nema skipulagslögin séu það líka.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun