Bragðgott kraftaverkameðal Þórir Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2011 07:00 Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bætiefnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerkið Plumpy‘Nut. Í 40 næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu er verið að nota hnetusmjörið til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Nú eru 5.500 börn í slíkum stöðvum. Daglega eru börn útskrifuð og ný koma inn. Verið er að fjölga þessum stöðvum til að bjarga fleiri börnum. Plumpy‘Nut hnetusmjörið gegnir lykilhlutverki við að bjarga lífi alvarlegra vannærðra barna. Það tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að hjúkra barni til heilbrigðis eftir að það kemur aðframkomið af hungri inn á næringarstöð Rauða krossins. Á þeim tíma byrjar barnið smám saman að borða hefðbundinn mat og braggast. Sögu Plumpy‘Nut má rekja til þess að franski næringarfræðingurinn André Briend tók eftir krukku af Nutella hnetusmjöri á eldhúsborðinu, smyrju sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal barna á Íslandi og um allan heim. Hann skoðaði innihaldslýsinguna og komst að því bætiefnin í smjörinu stemmdu við margt af því sem vannærð börn þurfa á að halda. Hjálparsamtök um allan heim hafa á síðustu árum tekið Plumpy‘Nut fagnandi. Loksins er kominn fram matur sem auðvelt er að framleiða, flytja og dreifa. Ekki þarf að blanda smjörið drykkjarvatni, sem er víða af skornum skammti, og það þarf ekki einu sinni að elda Plumpy‘Nut, bara kreista það fram úr litlum poka. Það sem meira er – hnetusmjörið er bragðgott! Yfirnæringarfræðingur Lækna án landamæra, Milton Tectonidis, líkir Plumpy‘Nut við pensilín, svo mikilvægt sé það sem meðal gegn alvarlegri vannæringu. Rauði krossinn og fjölmörg önnur hjálparsamtök hafa því tekið Plumpy‘Nut í þjónustu sína. Þegar þetta er skrifað er verið að undirbúa sendingu á öðrum farmi frá Frakklandi til Sómalíu á vegum Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hefur eyrnamerkt allt söfnunarfé vegna Sómalíu kaupum á Plumpy‘Nut. Fyrir 1.500 krónur sem dregnar eru af símreikningi þegar hringt er í 904-1500 má kaupa skammt af hnetusmjöri sem dugar til að hjúkra einu barni til lífs á næringarstöð Rauða krossins í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bætiefnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerkið Plumpy‘Nut. Í 40 næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu er verið að nota hnetusmjörið til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Nú eru 5.500 börn í slíkum stöðvum. Daglega eru börn útskrifuð og ný koma inn. Verið er að fjölga þessum stöðvum til að bjarga fleiri börnum. Plumpy‘Nut hnetusmjörið gegnir lykilhlutverki við að bjarga lífi alvarlegra vannærðra barna. Það tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að hjúkra barni til heilbrigðis eftir að það kemur aðframkomið af hungri inn á næringarstöð Rauða krossins. Á þeim tíma byrjar barnið smám saman að borða hefðbundinn mat og braggast. Sögu Plumpy‘Nut má rekja til þess að franski næringarfræðingurinn André Briend tók eftir krukku af Nutella hnetusmjöri á eldhúsborðinu, smyrju sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal barna á Íslandi og um allan heim. Hann skoðaði innihaldslýsinguna og komst að því bætiefnin í smjörinu stemmdu við margt af því sem vannærð börn þurfa á að halda. Hjálparsamtök um allan heim hafa á síðustu árum tekið Plumpy‘Nut fagnandi. Loksins er kominn fram matur sem auðvelt er að framleiða, flytja og dreifa. Ekki þarf að blanda smjörið drykkjarvatni, sem er víða af skornum skammti, og það þarf ekki einu sinni að elda Plumpy‘Nut, bara kreista það fram úr litlum poka. Það sem meira er – hnetusmjörið er bragðgott! Yfirnæringarfræðingur Lækna án landamæra, Milton Tectonidis, líkir Plumpy‘Nut við pensilín, svo mikilvægt sé það sem meðal gegn alvarlegri vannæringu. Rauði krossinn og fjölmörg önnur hjálparsamtök hafa því tekið Plumpy‘Nut í þjónustu sína. Þegar þetta er skrifað er verið að undirbúa sendingu á öðrum farmi frá Frakklandi til Sómalíu á vegum Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hefur eyrnamerkt allt söfnunarfé vegna Sómalíu kaupum á Plumpy‘Nut. Fyrir 1.500 krónur sem dregnar eru af símreikningi þegar hringt er í 904-1500 má kaupa skammt af hnetusmjöri sem dugar til að hjúkra einu barni til lífs á næringarstöð Rauða krossins í Sómalíu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun