Bragðgott kraftaverkameðal Þórir Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2011 07:00 Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bætiefnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerkið Plumpy‘Nut. Í 40 næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu er verið að nota hnetusmjörið til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Nú eru 5.500 börn í slíkum stöðvum. Daglega eru börn útskrifuð og ný koma inn. Verið er að fjölga þessum stöðvum til að bjarga fleiri börnum. Plumpy‘Nut hnetusmjörið gegnir lykilhlutverki við að bjarga lífi alvarlegra vannærðra barna. Það tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að hjúkra barni til heilbrigðis eftir að það kemur aðframkomið af hungri inn á næringarstöð Rauða krossins. Á þeim tíma byrjar barnið smám saman að borða hefðbundinn mat og braggast. Sögu Plumpy‘Nut má rekja til þess að franski næringarfræðingurinn André Briend tók eftir krukku af Nutella hnetusmjöri á eldhúsborðinu, smyrju sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal barna á Íslandi og um allan heim. Hann skoðaði innihaldslýsinguna og komst að því bætiefnin í smjörinu stemmdu við margt af því sem vannærð börn þurfa á að halda. Hjálparsamtök um allan heim hafa á síðustu árum tekið Plumpy‘Nut fagnandi. Loksins er kominn fram matur sem auðvelt er að framleiða, flytja og dreifa. Ekki þarf að blanda smjörið drykkjarvatni, sem er víða af skornum skammti, og það þarf ekki einu sinni að elda Plumpy‘Nut, bara kreista það fram úr litlum poka. Það sem meira er – hnetusmjörið er bragðgott! Yfirnæringarfræðingur Lækna án landamæra, Milton Tectonidis, líkir Plumpy‘Nut við pensilín, svo mikilvægt sé það sem meðal gegn alvarlegri vannæringu. Rauði krossinn og fjölmörg önnur hjálparsamtök hafa því tekið Plumpy‘Nut í þjónustu sína. Þegar þetta er skrifað er verið að undirbúa sendingu á öðrum farmi frá Frakklandi til Sómalíu á vegum Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hefur eyrnamerkt allt söfnunarfé vegna Sómalíu kaupum á Plumpy‘Nut. Fyrir 1.500 krónur sem dregnar eru af símreikningi þegar hringt er í 904-1500 má kaupa skammt af hnetusmjöri sem dugar til að hjúkra einu barni til lífs á næringarstöð Rauða krossins í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bætiefnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerkið Plumpy‘Nut. Í 40 næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu er verið að nota hnetusmjörið til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Nú eru 5.500 börn í slíkum stöðvum. Daglega eru börn útskrifuð og ný koma inn. Verið er að fjölga þessum stöðvum til að bjarga fleiri börnum. Plumpy‘Nut hnetusmjörið gegnir lykilhlutverki við að bjarga lífi alvarlegra vannærðra barna. Það tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að hjúkra barni til heilbrigðis eftir að það kemur aðframkomið af hungri inn á næringarstöð Rauða krossins. Á þeim tíma byrjar barnið smám saman að borða hefðbundinn mat og braggast. Sögu Plumpy‘Nut má rekja til þess að franski næringarfræðingurinn André Briend tók eftir krukku af Nutella hnetusmjöri á eldhúsborðinu, smyrju sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal barna á Íslandi og um allan heim. Hann skoðaði innihaldslýsinguna og komst að því bætiefnin í smjörinu stemmdu við margt af því sem vannærð börn þurfa á að halda. Hjálparsamtök um allan heim hafa á síðustu árum tekið Plumpy‘Nut fagnandi. Loksins er kominn fram matur sem auðvelt er að framleiða, flytja og dreifa. Ekki þarf að blanda smjörið drykkjarvatni, sem er víða af skornum skammti, og það þarf ekki einu sinni að elda Plumpy‘Nut, bara kreista það fram úr litlum poka. Það sem meira er – hnetusmjörið er bragðgott! Yfirnæringarfræðingur Lækna án landamæra, Milton Tectonidis, líkir Plumpy‘Nut við pensilín, svo mikilvægt sé það sem meðal gegn alvarlegri vannæringu. Rauði krossinn og fjölmörg önnur hjálparsamtök hafa því tekið Plumpy‘Nut í þjónustu sína. Þegar þetta er skrifað er verið að undirbúa sendingu á öðrum farmi frá Frakklandi til Sómalíu á vegum Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hefur eyrnamerkt allt söfnunarfé vegna Sómalíu kaupum á Plumpy‘Nut. Fyrir 1.500 krónur sem dregnar eru af símreikningi þegar hringt er í 904-1500 má kaupa skammt af hnetusmjöri sem dugar til að hjúkra einu barni til lífs á næringarstöð Rauða krossins í Sómalíu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun