Bragðgott kraftaverkameðal Þórir Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2011 07:00 Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bætiefnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerkið Plumpy‘Nut. Í 40 næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu er verið að nota hnetusmjörið til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Nú eru 5.500 börn í slíkum stöðvum. Daglega eru börn útskrifuð og ný koma inn. Verið er að fjölga þessum stöðvum til að bjarga fleiri börnum. Plumpy‘Nut hnetusmjörið gegnir lykilhlutverki við að bjarga lífi alvarlegra vannærðra barna. Það tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að hjúkra barni til heilbrigðis eftir að það kemur aðframkomið af hungri inn á næringarstöð Rauða krossins. Á þeim tíma byrjar barnið smám saman að borða hefðbundinn mat og braggast. Sögu Plumpy‘Nut má rekja til þess að franski næringarfræðingurinn André Briend tók eftir krukku af Nutella hnetusmjöri á eldhúsborðinu, smyrju sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal barna á Íslandi og um allan heim. Hann skoðaði innihaldslýsinguna og komst að því bætiefnin í smjörinu stemmdu við margt af því sem vannærð börn þurfa á að halda. Hjálparsamtök um allan heim hafa á síðustu árum tekið Plumpy‘Nut fagnandi. Loksins er kominn fram matur sem auðvelt er að framleiða, flytja og dreifa. Ekki þarf að blanda smjörið drykkjarvatni, sem er víða af skornum skammti, og það þarf ekki einu sinni að elda Plumpy‘Nut, bara kreista það fram úr litlum poka. Það sem meira er – hnetusmjörið er bragðgott! Yfirnæringarfræðingur Lækna án landamæra, Milton Tectonidis, líkir Plumpy‘Nut við pensilín, svo mikilvægt sé það sem meðal gegn alvarlegri vannæringu. Rauði krossinn og fjölmörg önnur hjálparsamtök hafa því tekið Plumpy‘Nut í þjónustu sína. Þegar þetta er skrifað er verið að undirbúa sendingu á öðrum farmi frá Frakklandi til Sómalíu á vegum Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hefur eyrnamerkt allt söfnunarfé vegna Sómalíu kaupum á Plumpy‘Nut. Fyrir 1.500 krónur sem dregnar eru af símreikningi þegar hringt er í 904-1500 má kaupa skammt af hnetusmjöri sem dugar til að hjúkra einu barni til lífs á næringarstöð Rauða krossins í Sómalíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum fór flugvél Alþjóða Rauða krossins frá Evrópu til Afríku með dýrmætan farm. Í vélinni voru 60 tonn af kraftaverkameðali – bætiefnaríku hnetusmjöri, sem ber vörumerkið Plumpy‘Nut. Í 40 næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu er verið að nota hnetusmjörið til að hjúkra alvarlega vannærðum börnum til heilbrigðis. Nú eru 5.500 börn í slíkum stöðvum. Daglega eru börn útskrifuð og ný koma inn. Verið er að fjölga þessum stöðvum til að bjarga fleiri börnum. Plumpy‘Nut hnetusmjörið gegnir lykilhlutverki við að bjarga lífi alvarlegra vannærðra barna. Það tekur ekki nema tvær til fjórar vikur að hjúkra barni til heilbrigðis eftir að það kemur aðframkomið af hungri inn á næringarstöð Rauða krossins. Á þeim tíma byrjar barnið smám saman að borða hefðbundinn mat og braggast. Sögu Plumpy‘Nut má rekja til þess að franski næringarfræðingurinn André Briend tók eftir krukku af Nutella hnetusmjöri á eldhúsborðinu, smyrju sem nýtur sívaxandi vinsælda meðal barna á Íslandi og um allan heim. Hann skoðaði innihaldslýsinguna og komst að því bætiefnin í smjörinu stemmdu við margt af því sem vannærð börn þurfa á að halda. Hjálparsamtök um allan heim hafa á síðustu árum tekið Plumpy‘Nut fagnandi. Loksins er kominn fram matur sem auðvelt er að framleiða, flytja og dreifa. Ekki þarf að blanda smjörið drykkjarvatni, sem er víða af skornum skammti, og það þarf ekki einu sinni að elda Plumpy‘Nut, bara kreista það fram úr litlum poka. Það sem meira er – hnetusmjörið er bragðgott! Yfirnæringarfræðingur Lækna án landamæra, Milton Tectonidis, líkir Plumpy‘Nut við pensilín, svo mikilvægt sé það sem meðal gegn alvarlegri vannæringu. Rauði krossinn og fjölmörg önnur hjálparsamtök hafa því tekið Plumpy‘Nut í þjónustu sína. Þegar þetta er skrifað er verið að undirbúa sendingu á öðrum farmi frá Frakklandi til Sómalíu á vegum Alþjóða Rauða krossins. Rauði kross Íslands hefur eyrnamerkt allt söfnunarfé vegna Sómalíu kaupum á Plumpy‘Nut. Fyrir 1.500 krónur sem dregnar eru af símreikningi þegar hringt er í 904-1500 má kaupa skammt af hnetusmjöri sem dugar til að hjúkra einu barni til lífs á næringarstöð Rauða krossins í Sómalíu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar