Alvöru lýðræði Kristinn Már Ársælsson skrifar 3. ágúst 2011 06:00 Í Porto Alegre í Brasilíu býr um ein og hálf milljón manns. Á hverju ári ákveða íbúarnir sjálfir í hvað peningar borgarinnar fara. Þátttökufjárhagsáætlunarferlið hefst þannig að áætlun síðasta árs er send út til hverfaráða sem halda opna fundi, ræða árangur síðasta árs og leggja drög að nýrri áætlun. Allir geta tekið þátt í að móta tillögur um uppbyggingu síns hverfis, t.d. byggingu sundlauga, viðhald garða og annað það sem við kemur borgarlífinu. Hverfisráðin kjósa svo fulltrúa sem fer með tillögur hverfisins á næsta stig þar sem fulltrúar hverfanna hittast. Þar eru tillögurnar samræmdar og þeim forgangsraðað. Reynslan hefur sýnt að eftir að íbúarnir tóku við af stjórnmálamönnunum hafa fjármunir færst frá ríkari hverfum til fátækari. Allir fundir eru opnir og upplýsingar aðgengilegar borgurunum. Þegar búið er að samræma og forgangsraða er lokatillaga samþykkt og send til borgarstjórnar sem annað hvort formlega samþykkir áætlunina eða sendir hana aftur til íbúanna – en það gerist nær aldrei. Á öllum stigum hefur almenningur aðgang að sérfræðiþekkingu og námskeiðum til þess að gætt sé að faglegum forsendum. Í Porto Alegre verja íbúarnir án milligöngu stjórnmálamanna rúmlega 20 milljörðum árlega með skynsamlegum hætti í uppbyggingu borgarinnar. Þegar ferlið var tekið upp naut stór hluti borgarinnar ekki vatns- og skólpþjónustu, skólaþjónusta var slök og spilling algeng. Í dag njóta nær allir, eða um 98%, vatns- og skólpþjónustu og fjöldi skóla hefur fjórfaldast. Fjármunir hafa færst frá ríkum til fátækra og dregið hefur verulega úr spillingu. Grasrótarstarf og félagasamtök hafa eflst og þátttaka haldist góð. Fleiri þjóðfélagshópar koma nú að borðinu en áður, m.a. þeir sem hafa lágar tekjur og litla menntun en þeir hópar hafa ekki átt upp á pallborðið í flokka-fulltrúalýðræði eins og er t.d. hér á landi. Þó þarf að styðja sérstaklega við bakið á jaðarhópum og hvetja til þátttöku. Í frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sem liggur fyrir Alþingi eru ákvæði sem gera almenningi kleift að knýja fram borgarafundi og íbúakosningar. Lýðræðisfélagið Alda leggur til að gefin verði sérstök heimild fyrir samsvarandi ferli og í Porto Alegre og að almenningur geti kallað eftir því að ákvarðanir séu færðar í hendur íbúanna. Samkvæmt frumvarpinu eiga borgarafundir og íbúakosningar aðeins að vera ráðgefandi fyrir stjórnmálamennina. Aldan hefur sent ráðamönnum ábendingu um að valdið sé í höndum fólksins og krafist þess að íbúakosningar og borgarafundir séu bindandi samkvæmt lögunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í Porto Alegre í Brasilíu býr um ein og hálf milljón manns. Á hverju ári ákveða íbúarnir sjálfir í hvað peningar borgarinnar fara. Þátttökufjárhagsáætlunarferlið hefst þannig að áætlun síðasta árs er send út til hverfaráða sem halda opna fundi, ræða árangur síðasta árs og leggja drög að nýrri áætlun. Allir geta tekið þátt í að móta tillögur um uppbyggingu síns hverfis, t.d. byggingu sundlauga, viðhald garða og annað það sem við kemur borgarlífinu. Hverfisráðin kjósa svo fulltrúa sem fer með tillögur hverfisins á næsta stig þar sem fulltrúar hverfanna hittast. Þar eru tillögurnar samræmdar og þeim forgangsraðað. Reynslan hefur sýnt að eftir að íbúarnir tóku við af stjórnmálamönnunum hafa fjármunir færst frá ríkari hverfum til fátækari. Allir fundir eru opnir og upplýsingar aðgengilegar borgurunum. Þegar búið er að samræma og forgangsraða er lokatillaga samþykkt og send til borgarstjórnar sem annað hvort formlega samþykkir áætlunina eða sendir hana aftur til íbúanna – en það gerist nær aldrei. Á öllum stigum hefur almenningur aðgang að sérfræðiþekkingu og námskeiðum til þess að gætt sé að faglegum forsendum. Í Porto Alegre verja íbúarnir án milligöngu stjórnmálamanna rúmlega 20 milljörðum árlega með skynsamlegum hætti í uppbyggingu borgarinnar. Þegar ferlið var tekið upp naut stór hluti borgarinnar ekki vatns- og skólpþjónustu, skólaþjónusta var slök og spilling algeng. Í dag njóta nær allir, eða um 98%, vatns- og skólpþjónustu og fjöldi skóla hefur fjórfaldast. Fjármunir hafa færst frá ríkum til fátækra og dregið hefur verulega úr spillingu. Grasrótarstarf og félagasamtök hafa eflst og þátttaka haldist góð. Fleiri þjóðfélagshópar koma nú að borðinu en áður, m.a. þeir sem hafa lágar tekjur og litla menntun en þeir hópar hafa ekki átt upp á pallborðið í flokka-fulltrúalýðræði eins og er t.d. hér á landi. Þó þarf að styðja sérstaklega við bakið á jaðarhópum og hvetja til þátttöku. Í frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sem liggur fyrir Alþingi eru ákvæði sem gera almenningi kleift að knýja fram borgarafundi og íbúakosningar. Lýðræðisfélagið Alda leggur til að gefin verði sérstök heimild fyrir samsvarandi ferli og í Porto Alegre og að almenningur geti kallað eftir því að ákvarðanir séu færðar í hendur íbúanna. Samkvæmt frumvarpinu eiga borgarafundir og íbúakosningar aðeins að vera ráðgefandi fyrir stjórnmálamennina. Aldan hefur sent ráðamönnum ábendingu um að valdið sé í höndum fólksins og krafist þess að íbúakosningar og borgarafundir séu bindandi samkvæmt lögunum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun