Hraðbraut lengi lifi! María Hjálmtýsdóttir skrifar 3. ágúst 2011 07:30 Góðan dag. Mig langar að byrja á því að kynna mig. Ég er ekki hægrisinnuð, hef aldrei kosið Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkinn og er mjög á móti einkavæðingu allra hluta. En það breytir ekki því að ég er hlynnt valkostum og almennum sveigjanleika. Þetta bréf fjallar þó ekki um mig og mína heimssýn. Ofangreint er bara rétt til að fyrirbyggja ásakanir um kapítalismarembu ýmisskonar. Nema hvað. Þetta bréf fjallar um Menntaskólann Hraðbraut og lífið á bak við fyrirsagnirnar. Nú hef ég bæði starfað við skólann en einnig í hinu opinbera menntakerfi og tel mig því hæfa til þess að hafa skoðun á skólanum og því starfi sem þar fer fram. Það er mín vissa og trú að það að loka skólanum vegna hvaða ástæðu sem er, séu mikil mistök. Þarna fer ekki aðeins fram faglegt starf góðra kennara, heldur er Hraðbraut lítið og litríkt samfélag þar sem nemendur blómstra og fá góðar undirstöður fyrir áframhaldandi nám. Í Hraðbraut þekkja kennarar alla með nafni og á milli starfsfólks skólans og nemenda sjálfra myndast samband sem er einstakt á þessu skólastigi. Nemendur eru fáir sem er gott vegna þess að nærri ógerlegt er að hverfa í fjöldann og fólk sem einhverra hluta vegna hefur helst úr lestinni í námi nær þarna upp þræðinum og klárar stúdentspróf með stæl. Í Hraðbraut læra nemendur einnig vinnuaga sem svo nýtist þeim í háskólanámi og þeir eignast vini sem fylgja þeim ævina á enda. Menntaskólinn Hraðbraut er valkostur sem á fullan rétt á tilveru sinni. Burtséð frá stjórnarfarslegum vandamálum hverskonar þykir mér ekki réttlætanlegt að leyfa skólanum sjálfum og því ómetanlega starfi sem þar fer fram að deyja drottni sínum. Það væri óréttlátt gagnvart þeim hópi ungmenna sem á erindi í þennan skóla. Hann er alls ekki allra, en enginn skóli er það. Fyrir þá sem þetta kerfi hentar er möguleikinn á því námi sem til boða stendur í Menntaskólanum Hraðbraut ómissandi. Ekki aðeins fyrir þá sem liggur á að komast í gegnum þetta skólastig, heldur einnig þá sem hafa hvergi fundið sig í hinu „venjulega“ skólakerfi og nýta sér þetta frábæra tækifæri til að ljúka prófi sem þeir annars hefðu jafnvel aldrei gert. Ég er viss um að fjölmargir þeirra hundraða nemenda sem klárað hafa skólann og fjölskyldur þeirra séu sammála mér. Með þessu bréfi er ég hvorki að auglýsa skólann né koma mér í mjúkinn hjá einum né neinum. Mig langar bara að vekja máls á því hversu slæmt það væri ef skólastarfið í Menntaskólanum Hraðbraut verður látið lognast út af vegna vandamála sem bitna þá á þeim sem síst skyldi, en það eru nemendur og kennarar skólans. Það hljóta að vera til leiðir til þess að bjarga þessu litla samfélagi, ég trúi ekki öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Góðan dag. Mig langar að byrja á því að kynna mig. Ég er ekki hægrisinnuð, hef aldrei kosið Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkinn og er mjög á móti einkavæðingu allra hluta. En það breytir ekki því að ég er hlynnt valkostum og almennum sveigjanleika. Þetta bréf fjallar þó ekki um mig og mína heimssýn. Ofangreint er bara rétt til að fyrirbyggja ásakanir um kapítalismarembu ýmisskonar. Nema hvað. Þetta bréf fjallar um Menntaskólann Hraðbraut og lífið á bak við fyrirsagnirnar. Nú hef ég bæði starfað við skólann en einnig í hinu opinbera menntakerfi og tel mig því hæfa til þess að hafa skoðun á skólanum og því starfi sem þar fer fram. Það er mín vissa og trú að það að loka skólanum vegna hvaða ástæðu sem er, séu mikil mistök. Þarna fer ekki aðeins fram faglegt starf góðra kennara, heldur er Hraðbraut lítið og litríkt samfélag þar sem nemendur blómstra og fá góðar undirstöður fyrir áframhaldandi nám. Í Hraðbraut þekkja kennarar alla með nafni og á milli starfsfólks skólans og nemenda sjálfra myndast samband sem er einstakt á þessu skólastigi. Nemendur eru fáir sem er gott vegna þess að nærri ógerlegt er að hverfa í fjöldann og fólk sem einhverra hluta vegna hefur helst úr lestinni í námi nær þarna upp þræðinum og klárar stúdentspróf með stæl. Í Hraðbraut læra nemendur einnig vinnuaga sem svo nýtist þeim í háskólanámi og þeir eignast vini sem fylgja þeim ævina á enda. Menntaskólinn Hraðbraut er valkostur sem á fullan rétt á tilveru sinni. Burtséð frá stjórnarfarslegum vandamálum hverskonar þykir mér ekki réttlætanlegt að leyfa skólanum sjálfum og því ómetanlega starfi sem þar fer fram að deyja drottni sínum. Það væri óréttlátt gagnvart þeim hópi ungmenna sem á erindi í þennan skóla. Hann er alls ekki allra, en enginn skóli er það. Fyrir þá sem þetta kerfi hentar er möguleikinn á því námi sem til boða stendur í Menntaskólanum Hraðbraut ómissandi. Ekki aðeins fyrir þá sem liggur á að komast í gegnum þetta skólastig, heldur einnig þá sem hafa hvergi fundið sig í hinu „venjulega“ skólakerfi og nýta sér þetta frábæra tækifæri til að ljúka prófi sem þeir annars hefðu jafnvel aldrei gert. Ég er viss um að fjölmargir þeirra hundraða nemenda sem klárað hafa skólann og fjölskyldur þeirra séu sammála mér. Með þessu bréfi er ég hvorki að auglýsa skólann né koma mér í mjúkinn hjá einum né neinum. Mig langar bara að vekja máls á því hversu slæmt það væri ef skólastarfið í Menntaskólanum Hraðbraut verður látið lognast út af vegna vandamála sem bitna þá á þeim sem síst skyldi, en það eru nemendur og kennarar skólans. Það hljóta að vera til leiðir til þess að bjarga þessu litla samfélagi, ég trúi ekki öðru.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun