Frá Sachsenhausen og STASI til ESB Margrét S. Björnsdóttir skrifar 2. ágúst 2011 06:00 Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. Berlín er áhrifamikil áminning um þá atburði. Þeir sem heimsækja söfn hennar um fortíðina (s.s. Sachsenhausen, STASI-safnið, leifar Berlínarmúrsins) verða ekki ósnortnir. Árið 1936 voru reistar fyrstu útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, Sachsenhausen í aðeins 35 km fjarlægð. Þaðan var útrýmingarbúðum nasista í öðrum Evrópulöndum stjórnað af þýskri skipulagshæfni. Árið 1945 tók sovéska og seinna austur-þýska leynilögreglan Sachsenhausen-búðirnar yfir og hýstu þar 60 þúsund pólitíska fanga og stríðsfanga. 20 þúsund þeirra létu þar lífið. Í miðborg A-Berlínar stóð hið alræmda innanríkisöryggisráðuneyti A-Þýskalands, STASI. Þaðan njósnuðu 91 þúsund A-Þjóðverjar, þegar mest var, um samborgara sína, auk 150 þúsund sjálfboðaliða sem njósnuðu um vinnufélaga, vini og nágranna. Og Berlínarmúrinn lokaði af fyrir 50 árum það sem nefnt var fjölmennustu fangabúðir sögunnar. Evrópska stál- og kolabandalagið, undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það „að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt“ (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu. Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir. STASI, Sachsenhausen, Berlínarmúr eða viðlíka brot gegn mannhelgi og frelsi af hálfu heilla þjóðríkja geta heyrt sögunni til í Evrópu. Þeir sem halda að það sé sjálfgefið, sagan muni ekki endurtaka sig á okkar menningarsvæði, líti til átaka og fjöldamorða í löndum Júgóslavíu fyrir aðeins 15 árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fjöldamorðin í Noregi sýna okkur hvert sjúklegar hugmyndir um yfirburði tiltekinnar trúar, þjóðar eða kynþáttar geta leitt. Á 20. öldinni voru milljónir Evrópubúa drepnir eða ofsóttir í nafni slíkra hugmynda. Berlín er áhrifamikil áminning um þá atburði. Þeir sem heimsækja söfn hennar um fortíðina (s.s. Sachsenhausen, STASI-safnið, leifar Berlínarmúrsins) verða ekki ósnortnir. Árið 1936 voru reistar fyrstu útrýmingar- og þrælkunarbúðir nasista, Sachsenhausen í aðeins 35 km fjarlægð. Þaðan var útrýmingarbúðum nasista í öðrum Evrópulöndum stjórnað af þýskri skipulagshæfni. Árið 1945 tók sovéska og seinna austur-þýska leynilögreglan Sachsenhausen-búðirnar yfir og hýstu þar 60 þúsund pólitíska fanga og stríðsfanga. 20 þúsund þeirra létu þar lífið. Í miðborg A-Berlínar stóð hið alræmda innanríkisöryggisráðuneyti A-Þýskalands, STASI. Þaðan njósnuðu 91 þúsund A-Þjóðverjar, þegar mest var, um samborgara sína, auk 150 þúsund sjálfboðaliða sem njósnuðu um vinnufélaga, vini og nágranna. Og Berlínarmúrinn lokaði af fyrir 50 árum það sem nefnt var fjölmennustu fangabúðir sögunnar. Evrópska stál- og kolabandalagið, undanfari Evrópusambandsins, var stofnað 1952 um þær tvær atvinnugreinar til þess að það „að heyja stríð yrði ekki aðeins óhugsandi heldur efnislega ómögulegt“ (Robert Schumann 1950). Í dag er Evrópa friðsamlegri og blómlegri en nokkru sinni, þrátt fyrir erfiðleika. Þjóðir ESB eru helstu viðskiptalönd Íslands og í norður og þar liggja rætur menningar okkar. Með inngöngu í ESB leggur Ísland sitt af mörkum til þess að friður vari í Evrópu og ég fagna því hversu vel utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson heldur á samningaferlinu. Þegar Berlínarmúrinn féll sóttu A-Evrópuríkin hvert af öðru um inngöngu í Evrópusambandið. Ísland á að styðja að þær þjóðir A-Evrópu sem enn eru utan ESB fái inngöngu eða tengist því nánum böndum. Þannig njóti þær sömu lýðræðis-, mannréttinda- og efnahagsþróunar og aðrar Evrópuþjóðir. STASI, Sachsenhausen, Berlínarmúr eða viðlíka brot gegn mannhelgi og frelsi af hálfu heilla þjóðríkja geta heyrt sögunni til í Evrópu. Þeir sem halda að það sé sjálfgefið, sagan muni ekki endurtaka sig á okkar menningarsvæði, líti til átaka og fjöldamorða í löndum Júgóslavíu fyrir aðeins 15 árum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar