Góða umferðarhelgi! Kjartan Magnússon skrifar 29. júlí 2011 06:00 Við upphaf mestu umferðarhelgar ársins er ekki úr vegi að ökumenn hugleiði helstu orsakir alvarlegra umferðarslysa áður en lagt er út á þjóðvegi landsins. Hver og einn getur síðan metið með sjálfum sér hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Rannsóknir sýna að helst má rekja banaslys og önnur alvarleg slys til eftirfarandi þátta: Hraðakstur. Bílbelti ekki notuð. Ölvunarakstur. Svefn og þreyta. Reynsluleysi ökumanns. Forgangur ekki virtur. Vegur og umhverfi. Af þessari upptalningu sést að orsakir banaslysa má oftast rekja til áhættuhegðunar ökumanns eða mannlegra mistaka hans. Stöðugt er unnið að því að gera bílana sjálfa öruggari sem og vegina og umhverfi þeirra. Þau tilvik eru hins vegar sorglega mörg þar sem fólk kastast út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Oft þolir sjálfur bíllinn áreksturinn en fólk í honum stórslasast eða lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Möl og malbikEkki verður nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir hinum íslensku malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki eða bundnu slitlagi. Þar er einnig mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Gagnkvæm tillitsemiAf sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á bílum sínum þegar ekið er fram hjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Því miður hefur verið kvartað yfir því að undanförnu að misbrestur sé á því að ökumenn geri það. Um leið og öllum landsmönnum er óskað góðrar umferðarhelgar, skal minnt á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: „Gott er heilum vagni heim að aka.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Magnússon Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Við upphaf mestu umferðarhelgar ársins er ekki úr vegi að ökumenn hugleiði helstu orsakir alvarlegra umferðarslysa áður en lagt er út á þjóðvegi landsins. Hver og einn getur síðan metið með sjálfum sér hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Rannsóknir sýna að helst má rekja banaslys og önnur alvarleg slys til eftirfarandi þátta: Hraðakstur. Bílbelti ekki notuð. Ölvunarakstur. Svefn og þreyta. Reynsluleysi ökumanns. Forgangur ekki virtur. Vegur og umhverfi. Af þessari upptalningu sést að orsakir banaslysa má oftast rekja til áhættuhegðunar ökumanns eða mannlegra mistaka hans. Stöðugt er unnið að því að gera bílana sjálfa öruggari sem og vegina og umhverfi þeirra. Þau tilvik eru hins vegar sorglega mörg þar sem fólk kastast út úr ökutækjum og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Oft þolir sjálfur bíllinn áreksturinn en fólk í honum stórslasast eða lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Möl og malbikEkki verður nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir hinum íslensku malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegi af malbiki eða bundnu slitlagi. Þar er einnig mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Gagnkvæm tillitsemiAf sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á bílum sínum þegar ekið er fram hjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum. Því miður hefur verið kvartað yfir því að undanförnu að misbrestur sé á því að ökumenn geri það. Um leið og öllum landsmönnum er óskað góðrar umferðarhelgar, skal minnt á gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: „Gott er heilum vagni heim að aka.“
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar